Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá“

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, slapp með skrekkinn í kvöld þegar hans menn lögðu Stjörnuna í sveiflukenndum leik í Subway-deild karla. Hann hrósaði Stjörnumönnum fyrir þeirra frammistöðu sem gáfu Njarðvíkingum heldur betur alvöru leik í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Styrmir: Vonbrigði fram að þessu

Styrmir Snær Þrastarson mætti vel til leiks þegar hans menn í Þór frá Þorlákshöfn unnu KR í Vesturbænum 83-105 með sannfærandi hætti. Styrmir skoraði 24 stig með 71% hittni sem skilaði 26 framlagspunktum. Hann var á því að flest allt hafi gengið upp í leik liðsins í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðal­lega fyrir and­legu hliðina að koma aftur og vera með

Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021.

Körfubolti
Fréttamynd

„Reglu­gerð er aldrei sann­gjörn gagn­vart öllum aðilum“

Körfuknattleikssamband Íslands fær 15 milljónum króna í sitt afreksstarf í ár en í fyrra, og Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017. Framkvæmdastjóri ÍSÍ viðurkennir að þörf sé á að endurskoða reglur um úthlutun úr Afrekssjóði.

Sport
Fréttamynd

ÍSÍ neyði landsliðið úr undankeppni EM

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur aldrei verið eins nálægt sæti á heimsmeistaramóti og er það landslið Íslands sem er næst því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. Útlit er hins vegar fyrir að liðið verði ekki með í undankeppni næsta Evrópumóts nema ÍSÍ taki í taumana, samkvæmt formanni Körfuknattleikssambands Íslands.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar skoraði fimm í Meistaradeildarsigri

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti tyrkneska liðinu Bahcesehir í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 95-88.

Körfubolti
Fréttamynd

Espaði Doncic upp og fékk 53 stig í andlitið

Luka Doncic skoraði fimmtíu stig eða meira í fjórða sinn á tímabilinu þegar Dallas Mavericks bar sigurorð af Detroit Pistons, 111-105, í NBA-deildinni í nótt. Allan leikinn var hann í hrókasamræðum við aðstoðarþjálfara Detroit og þær voru ekki allar á kurteisu nótunum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hélt hann myndi taka þetta tíma­bil með trompi“

Að sjálfsögðu var „Framlengingin“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurninga sem sérfræðingarnir þurfa að svara. Farið var yfir hvaða leikmaður deildarinnar hefur komið mest á óvart ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

Körfubolti