Ráðinn til Sjóvár Andri Már Rúnarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í eignastýringu og fjárfestatengill hjá Sjóvá. Viðskipti innlent 21. september 2021 11:22
Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. Viðskipti innlent 21. september 2021 08:59
Sjá fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna: „Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir“ Utanríkisráðherra segir öllu muna að nú sjái loks fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna og Íslendingar geti ferðast þangað á ný. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa í nóvember bólusettum farþegum frá Schengen-svæðinu að koma aftur til landsins. Bannið hefur nú verið í gildi í eitt og hálft ár. Innlent 20. september 2021 20:30
Jens hættir hjá Icelandair Jens Þórðarson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group. Viðskipti innlent 20. september 2021 16:28
Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. Viðskipti innlent 20. september 2021 11:52
Sprenging á íslenska hlutabréfamarkaðnum þroskamerki Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta. Viðskipti innlent 17. september 2021 21:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30. Innlent 17. september 2021 18:16
Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. Viðskipti innlent 17. september 2021 11:23
Kaupir sig inn á markaðinn fyrir reyktan lax á Spáni fyrir tvo milljarða Iceland Seafood International hefur samið um kaup á spænska fyrirtækinu Ahumados Dominguez fyrir 12,4 milljónir evra, tæpa tvo milljarða króna. Fyrirtækið er helst þekkt fyrir að framleiða reyktan gæðalax. Viðskipti innlent 16. september 2021 20:42
Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. Viðskipti innlent 15. september 2021 14:29
Miklar verðhækkanir hlutabréfa skiluðu Stoðum nærri 13 milljarða hagnaði Stoðir, umsvifamesta fjárfestingafélagið á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir, hagnaðist um rúmlega 12,6 milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Viðskipti innlent 14. september 2021 12:39
Skipta rekstrinum upp og flytja í ný dótturfélög Stjórn Skeljungs hyggst skipta rekstrareiningum félagsins upp og flytja stærstan hluta þeirra í tvö ný dótturfélög. Breytingin er sögð liður í því að skerpa frekar á áherslum í rekstri Skeljungs. Viðskipti innlent 9. september 2021 11:36
Tekur við starfi markaðsstjóra Klappa Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir hefur ráðið Láru Sigríði Lýðsdóttur í stöðu markaðsstjóra fyrirtækisins. Viðskipti innlent 9. september 2021 09:34
Halda vitnaleiðslur yfir starfsfólki Play vegna horfinna flugrekstrarhandbóka WOW Héraðsdómur Reykjaness hefur fallist á að halda vitnaleiðslur yfir fjórum einstaklingum tengdu flugfélaginu Play vegna meintrar óheimilar notkunar Play á flugrekstrarhandbókum WOW air. Innlent 8. september 2021 08:40
Bein útsending: Forstjóri Kauphallarinnar kynnir sér Marel Hversu vel þekkirðu vaxtarfyrirtækið Marel, sögu þess og starfsemi? Vísir í samstarfi við Nasdaq á Íslandi (Kauphöllin) býður upp á opið streymi frá spjalli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel og Magnúsar Harðarsonar, forstjóra Nasdaq Iceland klukkan 12 þann 7. september. Viðskipti innlent 7. september 2021 11:31
Úr 80 þúsund í ríflega 264 þúsund Ríflega 264 þúsund farþegar flugu með Icelandair í ágúst, samanborið við tæplega 80 þúsund á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi rúmlega 241 þúsund samanborið við um 67 þúsund í ágúst 2020 og 195 þúsund í júlí 2021. Viðskipti innlent 6. september 2021 16:29
Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. Erlent 4. september 2021 08:24
Agnarsmá hlutdeild útgerðar í Kauphöll Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skoðun 3. september 2021 08:00
Selja hlut sinn í P/F Magn fyrir tíu milljarða króna Stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að hefja einkaviðræður við Sp/f Orkufelagið um sölu á öllu hlutafé í P/F Magn, dótturfélagi Skeljungs á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Sp/f Orkufelagið. Viðskipti innlent 2. september 2021 11:32
Tap Sýnar tvöfaldaðist á öðrum ársfjórðungi Sýn tapaði 117 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 60 milljónir á sama tímabili í fyrra. Ef horft er til fyrri helmings 2021 dregst tap saman milli ára og fer úr 410 milljónum í 348 milljónir. Viðskipti innlent 1. september 2021 17:52
Einbeita sér að áfangastöðum þar sem eftirspurn er sterk Icelandair mun fljúga til 25 áfangastaða í vetraráætlun flugfélagsins sem nær frá 1. október til 31. mars. Félagið gerir hlé á flugi áfangastaða á borð við Helsinki og Glasgow þar sem eftirspurn hefur ekki náð sér á strik. Viðskipti innlent 1. september 2021 08:55
Bein útsending: Ársfjórðungsuppgjör Play Play mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 8:30. Viðskipti innlent 1. september 2021 08:02
Sjóðsstaða sterkari en áætlað var þrátt fyrir fjórðu bylgjuna Handbært fé frá rekstri flugfélagsins Play er meira en áætlanir gerðu ráð fyrir eftir fyrri árshelming. Þá er sjóðsstaða sterkari og eftirspurn eftir flugi sögð vaxandi. Viðskipti innlent 31. ágúst 2021 19:18
Frosti nýr framkvæmdastjóri Olís Frosti Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands ehf. og mun hefja störf föstudaginn 3. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum. Viðskipti innlent 31. ágúst 2021 16:33
Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. Viðskipti innlent 30. ágúst 2021 17:32
Forstjóri Kviku meðal þeirra sem seldu bréf fyrir tugi milljóna Nokkrir af æðstu stjórnendum Kviku seldu bréf fyrir tugi milljóna króna í dag. Marínó Örn Tryggvason forstjóri keypti 2,5 milljónir hluta á genginu 7,16 krónur á hlutinn en seldi á sama tíma fjórar milljónir hluta á 23,5 krónur á hlutinn. Hann kom út í 70 milljónum í plús með viðskiptum dagsins. Viðskipti innlent 26. ágúst 2021 20:01
Jóhann Óskar ráðinn yfirflugstjóri PLAY Jóhann Óskar Borgþórsson hefur verið ráðinn yfirflugstjóri hjá flugfélaginu PLAY. Jóhann hefur komið víða við í fluggeiranum en hann hefur starfað hjá fjórum öðrum flugfélögum ásamt því að hafa setið í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viðskipti innlent 26. ágúst 2021 17:42
Framkvæmdastjóri sölusviðs Play hættur Þórður Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs flugfélagsins Play, er hættur hjá félaginu eftir að hafa verið sagt upp störfum. Viðskipti innlent 24. ágúst 2021 13:08
Segir starfsfólki Play engir afarkostir settir Forstjóri flugfélagsins Play segir að engum starfsmönnum félagsins hafi verið settir afarkostir í tengslum við áframhaldandi starf í haust og vetur. Tillaga um að bjóða fastráðnum starfsmönnum að lækka starfshlutfall til að fleiri gætu haldið vinnu hefði mælst vel fyrir, en það væri engin skylda. Viðskipti innlent 24. ágúst 2021 11:40
5 ráð áður en þú byrjar að fjárfesta Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga. Skoðun 24. ágúst 2021 08:01