Ekki þörf á annarri hlutafjáraukningu og vegna metsölu „safnist upp“ fjármunir
Eftir að hafa lækkað í verði um þrjátíu prósent á hálfum mánuði eftir birtingu ársuppgjörs Play hefur hlutabréfaverð flugfélagsins rétt úr kútnum síðustu tvo viðskiptadaga. Mikið gengisfall mátti einkum rekja til ótta fjárfesta um að Play þyrfti mögulega að ráðast að nýju í hlutafjáraukningu og að tekjur voru minni en vonir stóðu til. Forstjóri Play hafnar því að þörf sé á að auka hlutafé og vegna sterkrar bókunarstöðu „safnist upp“ fjármunir með vorinu.
Tengdar fréttir
Play tapaði 6,5 milljörðum króna
Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári.
„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“
„Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play.