Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Ómöguleiki gengisspádóma

Það eru sennilega 20 ár síðan ég gerði fyrstu gengisspána mína og ég er enn að. Ég hef hins vegar aldrei farið leynt með það að ég held ekki að maður geti kerfisbundið "snúið á markaðinn“ – og sérstaklega ekki gjaldeyrismarkaðinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

SS skráir sig á First North markaðinn

Stjórn Sláturfélags Suðurlands (SS) hefur samþykkt að skrá félagið á First North markaðinn hjá Kauphöllinni en SS hefur um árabil verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum þar á bæ. Stjórn félagsins telur mikilvægt að félagið sé skráð á markaði og First North markaðurinn henti félaginu vel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað varð um galdrakarlana í Oz?

Fyrir tæpum tuttugu árum var íslensk upplýsingatækni enn í bleyju. Þeir sem vildu skera sig úr burðuðust stoltir um með nokkurra kílóa fokdýran farsímahlunk og þeir framsýnustu lumuðu á upphringimótöldum sem gerðu þeim kleift að tengjast háskólanetum á nokkrum mínútum. Þar var þó lítið að gera nema fyrir innvígða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðlaunabikar

Harla ólíklegt þykir að Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander, banka í eigu Kaupþings í Bretlandi, verði tekinn á beinið fyrir að leka innherjaupplýsingum í bók sinni Ævintýraeyjan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kraftmikill bankastjóri

Keppinautar Kaupþings fá ekki síðri útreið en meðreiðarsveinar Ármanns hjá bankanum. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir Ármann bera það með sér að hafa snætt í tvígang með jafn mörgum viðskiptavinum í hádeginu á hverjum degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Betri tíð í spilunum

Alþjóðabankinn spáir samdrætti upp á 2,9 prósent á heimsvísu á þessu ári. Á næstu tveimur árum snúi til betri vegar og muni hagvöxtur nema 3,2 prósentum árið 2011.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Er vefsíðan mín góð eða slæm?

Ein af skemmtilegri vefsíðum netheima er www.webpagesthatsuck.com, þar sem farið er yfir vefsíður sem eru afar illa hannaðar og þær metnar. Þar segir meðal annars um fyrstu mánuði þessa árs, að „þetta virðist ætla að verða gott ár fyrir slæma vefsíðuhönnun".

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Jómfrúrflugi seinkar

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing frestaði enn á ný afhendingu og jómfrúrflugi, Dreamliner 787 , nýjustu þotunnar sem flaggað hefur verið um nokkurra ára skeið sem helsta trompi fyrirtækisins.

Viðskipti innlent