Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist

Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní

„Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að erfa hlutabréf

Það er lífsins gangur að ein kynslóð tekur við af annarri. Allt er breytingum undirorpið og flest reynum við að undirbúa okkur sem best, hvort sem við erum að yfirgefa þennan heim eða taka hann í arf.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ekkert réttlæti fólgið í arfgreiðslum eigenda Samherja

„Við erum ennþá ekki búin að vinna úr málinu sem kom upp í Namibíu sem tengist Samherjaskjölunum. Það mál er enn á borði saksóknara. Það voru ákveðin vonbrigði að mínu viti að frumvarp sjávarútvegsráðherra um tengda aðila í sjávarútvegi að því var frestað fram á haustið,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Víglínunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Millljarða arfur Samherjakynslóðanna og framtíð Íslands í Víglínunni

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins ræðir stöðuna í viðræðum Icelandair og flugfreyja sem og hugmyndafræðilegan ágreining um framtíð Íslands að loknum kórónuveiru faraldri í Víglínunni. Rósa Björg Brynjólfsdóttir mætir einnig í þáttinn til að ræða stöðu þjóðmála eins og hugmyndir um hernaðaruppbyggingu á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors

Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Ræða tilboð sitt en ekki Icelandair

Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur ekki í hyggju að kynna „lokatilboð“ Icelandair til félagsins fyrir félagsmönnum sínum. Á fundum flugfreyja í dag mun orkan fara í að ræða tilboð flugfreyja til flugfélagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair missti af lestinni fyrir 18 árum

Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur.

Innlent
Fréttamynd

Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“

Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt.

Innlent
Fréttamynd

Flugið og raunveruleikinn

Seðlabankastjóri var gestur Kastljóss í gærkvöldi og ræddi um efnahagshorfur. Þar báru að vonum málefni Icelandair á góma. Seðlabankastjóri telur að það myndi ekki hafa mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. Ástæðan fyrir því að mati seðlabankastjóra er sú, að það muni hvort eð er koma svo fáir ferðamenn til Íslands á þessu ári.

Skoðun