Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Engin íslensk jólamynd í ár

Engin íslensk mynd verður frumsýnd um þessi jól. Því verða aðdáendur íslenskra kvikmynda að leita á önnur mið vilji þeir skemmta sér um jólin. Vonir stóðu til að annaðhvort Svartur á leik eða Djúpið yrðu frumsýndar um jólaleytið en ekki verður af því. Baltasar Kormákur, leikstjóri Djúpsins, var ekki viss hvenær frumsýning myndarinnar yrði og var ekki reiðubúinn til að staðfesta endanlega dagsetningu í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Svartur á leik ekki frumsýnd fyrr en í mars en myndin er byggð á samnefndri bók Stefáns Mána.

Lífið
Fréttamynd

Að fara ekki í jólaköttinn

Jólakötturinn er nýr spilastokkur eftir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuð. Spilið miðast við yngstu spilamennina og gengur út á að safna samstæðum jólasveinum og lenda ekki í jólakettinum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Persónulegar gjafir í alla pakka

Í versluninni Föndru fæst mikið úrval af föndurvöru, prjónagarni og vefnaðarvöru. Strax á haustmánuðum fór fólk að undirbúa jólagjafirnar og jólakortin.

Jólin
Fréttamynd

Frumleg jólakort og gamaldags föndur

Margt skemmtilegt er að finna fyrir jólin á vefnum jola.is. Auk þess sem fólk getur búið til persónuleg jólakort á mjög góðu verði er þar líka að finna eldhúsdagatöl sem njóta vinsælda. Að ógleymdu gamaldags og skemmtilegu föndurdóti.

Jólin
Fréttamynd

Íslensk jólatré eru allra hagur

Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Veist þú um fallega jólaskreytingu? Láttu Orkuveituna vita

Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilnefningum almennings á fegurstu, smekklegustu og snotrustu jólaskreytingum á íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Fyrirtækið hefur um árabil veitt viðurkenningar fyrir fallegustu skreytingarnar en það eru húseigendur eða íbúar eftir atvikum sem viðurkenninguna.

Innlent
Fréttamynd

Búðu til jólakort með mynd á netinu

Fyrirtækið Samskipti býður fjöldann allan af skemmtilegum vörum til jólagjafa sem hægt er að merkja á persónulegan hátt. Margt er hægt að panta á netinu eins og til dæmis jólakort, dagatöl, spil, bolla og prentun á striga svo eitthvað sé nefnt.

Kynningar
Fréttamynd

Skreytir bæinn með jólavættum

"Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár,“ segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gaga jól

Söngkonan Lady Gaga, 25 ára, er greinilega komin í jólaskap eins og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði...

Lífið
Fréttamynd

Jólakæfa

Þorgerður Sigurðardóttir sendi okkur þessa gómsætu uppskrift að jólakæfu.

Jólin
Fréttamynd

Heitt brauð í ofni

Þessi réttur kom frá Huldu D. Lord sem býr í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Hún segir þennan ofnrétt algerlega ómissandi í allar veislur, og að hann hafi algerlega slegið í gegn meðal vina sinna í þar.

Jól
Fréttamynd

Leika bókatitla á aðfangadagskvöld

Á heimili Aldísar Guðmundsdóttur, sálfæðikennara við MH, hefur sá siður komist á að leika Actionary við opnun pakkanna á aðfangadagskvöld. Sá getspakasti má svo opna einn pakka.

Jólin
Fréttamynd

Krónhjartar-carpaccio með brómberjasósu

200 g krónhjartar-fillet eða lund salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía Kryddið krónhjartar-fillet með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu á öllum hliðum, þangað til kjötið er orðið fallega brúnt. Breiðið plastfilmu yfir og frystið í a.m.k. 4 klst.

Jólin
Fréttamynd

Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum

Það er jólalegt í umferðinni þessa dagana, því strætisvagnar Strætó bs. skarta nú skrautlegum jólamyndum að utan og innan. Óhætt er að segja að listamennirnir séu ungir og upprennandi, því það voru leikskólabörn hvaðanæva að af höfuðborgarsvæðinu sem hönnuðu skreytingarnar. Með þessu verkefni vill Strætó leggja sitt af mörkum til að færa borgina í hátíðarbúning um leið og ungviðið er hvatt til að virkja sköpunargleðina.

Jólin
Fréttamynd

Prúðbúin jólakrútt

Spariklædd börn spígspora glöð og hrein á milli jólaballa og -boða og kalla víða fram bros á vör. Sjaldan gefast fleiri tækifæri til að klæðast sínu fínasta pússi.

Jólin
Fréttamynd

Hjá tengdó á aðfangadagskvöld

„Ég er aðeins byrjaður að undirbúa jólin með fjölskyldunni, skreyta og þess háttar. Svo er ég að gíra mig upp í að fara út og skreyta trén fyrir utan húsið," segir Sjonni Brink tónlistarmaður sem gefur út plötu fyrir þessi jól, 10 ný íslensk lög eftir hann sjálfan og Guðmund Jónsson. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir þessi jól, hlakka mikið til." Þegar talið berst að aðfangadagskvöldi segir Sjonni: „Ég verð heima hjá tengdamömmu minni á aðfangadagskvöld með fjölskyldunni. Það verður margrétta eins og alltaf, sumir borða rjúpur og aðrir hamborgarahrygg. Jólin eru frekar hefðbundin og heimilsleg hjá okkur. Við reynum að hitta fjölskyldumeðlimi og spila."

Jól
Fréttamynd

Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum

„Jólin þegar amma heitin, Jórunn, var hjá okkur og kenndi öllum við borðhaldið að skála rétt og almennilega en að hennar mati gerðum við hin þetta ekki alveg nógu „vel". Við höfum skálað henni til heiðurs á hverju aðfangadagskvöldi síðan," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir brosandi aðspurð um eftirminnileg jól sem hún gleymir ekki.

Jól
Fréttamynd

Alíslenskar jólarjúpur

„Ég sá næstum eftir því að hafa lofað að búa til jólaskraut því þegar ég fór að líta í kringum mig og skoða jólaskraut á netinu komst ég að því að mér þykir jólaskraut almennt ekki fallegt," segir Móeiður Helgadóttir leikmyndahönnuður hlæjandi og bætir við að flest jólaskraut þyki henni einum of mikið „kitsch".

Jól
Fréttamynd

Englaspilið klingir

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir á fallegt englaspil sem hún tekur fram fyrsta sunnudag í aðventu og leyfir því að klingja á jólaföstunni milli þess sem hún sinnir söng og leik.

Jól