Lífið

Jólakort í anda Stjörnustríðsmyndanna

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
AT-AT Walker veitti Örnu Maríu innblástur við gerð jólakortanna.
AT-AT Walker veitti Örnu Maríu innblástur við gerð jólakortanna. MYND/ALEXÍARÓS
Arna María Kristjánsdóttir hannar og teiknar jólakort í anda Stjörnustríðsmyndanna annað árið í röð.

„Mig langaði til þess að byrja að selja eitthvað af myndunum sem ég er að gera og datt í hug að það væri sniðugt að gera jólakort.“

Örnu langaði til þess að gera jólakort sem gætu höfðað til þeirra sem ekki eru vanir að senda jólakort.

„Ég er heldur ekki manneskja sem sendir jólakort svo mig langaði til að gera eitthvað sem fengi mig til að vilja senda jólakort,“ segir segir hún.

Sjálf er hún hrifin af vísindaskáldskap og þurfti því ekki að leita langt eftir innblæstrinum.

„Fyrstu tvö kortin eru af Svarthöfða og Stormtrooper. Þeir eru sígildir og allir þekkja þá, ég var í smá vandræðum með hvað ég ætti að gera í ár. Ég keypti mér AT-AT Walker-fígúru og ákvað að teikna hann.“

Jólakortunum hefur verið vel tekið. „Fólk sem hefur aldrei sent jólakort hefur ákveðið að prófa. Það er svolítið gaman.“

Arna stefnir á að bæta við nýju Stjörnustríðskorti á hverju ári.

Hægt er að kaupa Stjörnustríðs-jólakortin hennar Örnu Maríu á Facebook.com/arnamariak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×