Líklegra að jólin verði rauð Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 14:33 Rauð jól líklegri segir Páll Bergþórsson Líklegra er að jólin hér á landi verði rauð, frekar en hvít. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að erfitt sé að segja til um það með neinni vissu hvernig veðri verði yfir jólahátíðina í ár. En með því að rýna í þær vísbendingar sem fyrir liggja megi segja að líkur séu á rauðum jólum. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvernig veðrið verði um jólin og heldur áfram: „Alnmennt séð getum við litið á sjávarhitann. Við landið er ábyggilega tiltölulega hlýr sjór, eftir mestu hlýindi síðan mælingar hófust. Það bendir til þess að veðrið verði mildara en oftast áður. Það gæti þýtt það að það verði meiri líkur til þess að það verði rauð jól en hvít. En það er auðvitað mismunandi, eftir því hvaða stað á landinu maður horfir á.“ Páll segir að kalt loft úr norðri gæti haft áhrif og tryggt það að jólin verði hvít. Um veðrið næstu daga segir Páll að líklega fari að kólna aftur. „Eftir níu til tíu daga er búist við því að það verði dálítið frost hér og þar, að minnsta kosti inn til landsins. Undanfarnar vikur hafa verið mikil hlýindi; hitinn hefur verið fjórum gráðum yfir því sem venjulegt.“ Páll segist vonast til þess að hlýindin haldi áfram og að jólin verði rauð. „Ég vil helst hafa þau rauð og hef alltaf viljað það. Áhugi minn á landbúnaði hefur ráðið því. Ég var uppalinn við hann.“ Jólafréttir Veður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Líklegra er að jólin hér á landi verði rauð, frekar en hvít. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að erfitt sé að segja til um það með neinni vissu hvernig veðri verði yfir jólahátíðina í ár. En með því að rýna í þær vísbendingar sem fyrir liggja megi segja að líkur séu á rauðum jólum. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvernig veðrið verði um jólin og heldur áfram: „Alnmennt séð getum við litið á sjávarhitann. Við landið er ábyggilega tiltölulega hlýr sjór, eftir mestu hlýindi síðan mælingar hófust. Það bendir til þess að veðrið verði mildara en oftast áður. Það gæti þýtt það að það verði meiri líkur til þess að það verði rauð jól en hvít. En það er auðvitað mismunandi, eftir því hvaða stað á landinu maður horfir á.“ Páll segir að kalt loft úr norðri gæti haft áhrif og tryggt það að jólin verði hvít. Um veðrið næstu daga segir Páll að líklega fari að kólna aftur. „Eftir níu til tíu daga er búist við því að það verði dálítið frost hér og þar, að minnsta kosti inn til landsins. Undanfarnar vikur hafa verið mikil hlýindi; hitinn hefur verið fjórum gráðum yfir því sem venjulegt.“ Páll segist vonast til þess að hlýindin haldi áfram og að jólin verði rauð. „Ég vil helst hafa þau rauð og hef alltaf viljað það. Áhugi minn á landbúnaði hefur ráðið því. Ég var uppalinn við hann.“
Jólafréttir Veður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira