Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini

Díana Rós A. Rivera býr til múslí fyrir jólin og gefur þeim sem hún elskar. Hún fór af stað með matarblogg sitt, La cocina, í október eftir mikla hvatningu frá vinum og ættingjum.

Jól
Fréttamynd

Jólahlaðborð á sænska vísu

Flautuleikarinn Maria Cederborg flutti hingað til lands frá Svíþjóð árið 1991. Strax fyrsta árið tók hún að sér að stýra íslenskri Lúsíuhátíð og hefur gert síðan.

Jól
Fréttamynd

Nostrar við hverja einustu jólagjöf

Elva Björk Ragnarsdóttir leggur mikla rækt við þær jólagjafir sem hún gefur og ekki síst við það hvernig þær koma viðtakandanum fyrir sjónir. Yfirleitt eru pakkarnir fallega skreyttir og ekki óalgengt að pakkaskrautið sé gjöf í sjálfu sér.

Jól
Fréttamynd

Duftið hjálpar jólasveinunum

Heiðbjört Líf Ólafsdóttir, nemi í Seljaskóla, telur jólasveinana nota duft og sleða þegar þeir gefa börnum í skóinn. Heiðbjört var spurð út í jólin eins og fleiri nemendur Seljaskóla.

Jól
Fréttamynd

Rauðkál með beikoni eða kanil

Bryndís Björk Reynisdóttir garðyrkjufræðingur vill ekki sjá dósakál á jólaborðinu. Hún býr ávallt til rauðkál frá grunni og flækir gjarnan uppskriftina eftir því hvernig skapi hún er í.

Jól
Fréttamynd

Dagatalið er í uppáhaldi

Patricia Dúa Thompson hlakkar mikið til jólanna en henni þykir gaman að föndra, bæði jólaskraut og annað.

Jól
Fréttamynd

Þegar jólaljósin kviknuðu

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur við Hjallakirkju í Kópavogi, á margar kærar jólaminningar. Hún segir boðskap jólanna meðal annars snúast um það smáa og varnarlausa. Því sé tilvalið að hugsa til þeirra sem minna mega sín.

Jól
Fréttamynd

Finnst hangikjötið gott

Aníta Sóley Gunnarsdóttir er nemi í fyrsta bekk Seljaskóla. Hún var nýlega spurð út í jólahaldið framundan.

Jól
Fréttamynd

Tré úr pappír og tilfallandi efnivið

Guðrún Hjörleifsdóttir, vöruhönnuður og listgreinakennari, nýtir gjarnan garnafganga, pappír og fleira sem fellur til og býr til skemmtilegt skraut fyrir jólin.

Jól
Fréttamynd

Hollar karamellur og rommkúlur

María Krista Hreiðarsdóttir segir að hún geri oft hollt konfekt þegar sykurlöngun hellist yfir hana. Það er líka fallegt að hafa það í skálum fyrir jólin eða setja í jólapakkann.

Jól
Fréttamynd

Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti

Þótt íhaldssemi gæti oft þegar kemur að jólasteikinni eru margir tilbúnir að prófa nýtt meðlæti. Matreiðslunemarnir Guðbjörg Líf Óskarsdóttir og Thelma Lind Halldórsdóttir gefa fjórar uppskriftir; rósakál með karmeluðum rauðlauk, appelsínu balsamik sveppir, rjómalöguð villisveppasósa og ilmandi rauðkál.

Jól
Fréttamynd

Langar í könguló í jólagjöf

Adam Ómari, nemanda í Seljaskóla, þykir gott að vera heima um jólin og horfa á bíómyndir. Hann var spurður út í jólahald á dögunum.

Jól
Fréttamynd

Millisterkt lakkríssinnep

Matreiðslumaðurinn Hafsteinn Snæland segist hafa haft þrönga sýn á sinnepsflóruna áður en hann "sinnepsfrelsaðist“. Hann gefur hér uppskrift að heimagerðu sinnepi með lakkrísbragði sem hann telur að margir hafi gaman af.

Jól
Fréttamynd

Hjartaylur

Þessar smákökur eru alveg óskaplega góðar og hlutu annað sæti í smákökukeppni Kornax árið 2014.

Matur
Fréttamynd

Aðventan: Laufabrauðsgerðin ómissandi

Margir vilja halda í siði og venjur á aðventunni. Borða sama matinn, grafa upp gamalt skraut sem góðar minningar fylgja eða gera eitthvað innihaldsríkt með fjölskyldunni á hverju ári. Fréttablaðið fékk nokkra góðkunna Íslendinga til að segja frá venjum sínum á aðventunni.

Lífið
Fréttamynd

Guð á afmæli á jólunum

Kristján Helgi Garðarsson, nemandi í Seljaskóla, fer á sleða og snjóbretti um jólin. Hann segir jólin vera haldin í tilefni þess að guð á afmæli en Kristján var spurður út í jólahald á dögunum.

Jól
Fréttamynd

Á um fimm hundruð þúsund frímerki

Sveinn Ingi Sveinsson framhaldsskólakennari hefur haft áhuga á frímerkjum frá unga aldri. Safnið er orðið nokkuð stórt en hluti af því eru jólamerki sem Sveinn segir að séu bæði falleg og geymi auk þess skemmtilega og áhugaverða sögu.

Jól
Fréttamynd

Næstum jafn spennandi og jólin

Tinna Pétursdóttir er fædd og uppalin í Luxemborg en þar er dagur heilags Nikúlásar haldinn hátíðlegur 6. desember. Þá fá börnin pakka frá jólasveininum og ríkir ekki síður eftirvænting eftir þeim degi en jólunum sjálfum.

Jól
Fréttamynd

Jólamatur frá Miðjarðarhafinu

Georg Arnar Halldórsson, matreiðslumaður á Kolabrautinni, aðhyllist matargerð sem myndi kallast sambland af norrænni matarhefð og Miðjarðarhafs. Hann gefur hér einfaldar og mjög góðar uppskriftir sem allir ættu að gera gert um jólin.

Jól
Fréttamynd

Erfið leiðin að jólaskónum

Stefán Pétur Bragason, telur að jólasveinarnir brjóti glugga til að koma góssi í skó barna. Hann og fleiri nemendur Seljaskóla voru spurðir út í jólin á dögunum.

Jól