Frænkur fara ótroðnar slóðir í jólaskreytingum: Klósettburstar heilluðu Sigrúnu og Þórdísi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2016 10:45 Sigrún og Þórdís skemmta sér vel um hver einustu jól. „Þetta byrjaði allt saman um jólin 2014 en þá fóru foreldrar Þórdísar til Kanarí í byrjun desember. Mamma hennar bað hana um að skreyta og ævintýrið hófst þegar að hún spurði á móti: má ég skreyta alveg eins og ég vil? Svarið var já,“ segir Sigrún Ella Sigurðardóttir en hún hefur ásamt frænku sinni Þórdísi Ólafsdóttur farið mjög frumleiðar leiðir í jólaskreytingum undanfarin ár. „Við eyddum heilli helgi í að skreyta stofuna hjá þeim. Á föstudeginum límdum við saman Lite bjórjólatré. Þegar að leið á kvöldið og við í skreytingarham þá fæddist enn betri jólatrés hugmynd, sígrænt jólatré. Við tókum okkur til og máluðum eitt stykki þriggja metra hátt tré á stofuvegginn hjá þeim. Það fékk nú reyndar að standa tvö jól enda hjónin í skýjunum með þetta. Uppfrá þessu þá myndaðist ákveðin jólahefð hjá okkur, ein helgi fyrir jól í jólaskreytingar.“ Sigrún segir að árið 2015 hafi þær frænkurnar fjárfest í 100 stykkjum af latex hönskum. „Við blésum nokkra upp og límdum saman svo úr varð tré. Puttarnir á hönskunum var eftirlíking greina.“Fjórða tréð inspired by IKEA„Eitt kvöldið vorum við að rölta saman í IKEA og sáum heilan stafla af klósettburstum. Þar fæddist sú hugmynd og fyrir rúmri viku fórum við af stað og keyptum 85 svarta klósettbursta, sprittkerti, plast herðatré, límband og gervisnjó. Allt þetta kostaði tæpar sjö þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við að fólk hafi hreinlega misst andlitið í IKEA þegar tvær stelpur með fullan körfu að klósettburstum gengu framhjá. „Kerra full af klósettburstum býður uppá margar spurningar enda var önnur hver manneskja sem stoppaði okkur, leit ofaní körfuna og meðal kommenta var „klósettið hjá ykkur verður tandur hreint eftir kvöldið“. Við skottuðumst heim, fimm tímum síðar var tréð klárt. Til að gera punktinn yfir i-ið þá spreyjuðum við tréð með jólasnjó til að hafa það raunverulegra.“ Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr safninu þeirra.Tvær tilbúnar að borða jólasteikinaJólatréð í ár.Eftir erfitt kvöld með klósettburstum er gott að skála.Sigrún til vinstri og Þórdís til hægri. Hér má sjá Lite jólabjórstréð.Latexhanskatréð. Jólafréttir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Þetta byrjaði allt saman um jólin 2014 en þá fóru foreldrar Þórdísar til Kanarí í byrjun desember. Mamma hennar bað hana um að skreyta og ævintýrið hófst þegar að hún spurði á móti: má ég skreyta alveg eins og ég vil? Svarið var já,“ segir Sigrún Ella Sigurðardóttir en hún hefur ásamt frænku sinni Þórdísi Ólafsdóttur farið mjög frumleiðar leiðir í jólaskreytingum undanfarin ár. „Við eyddum heilli helgi í að skreyta stofuna hjá þeim. Á föstudeginum límdum við saman Lite bjórjólatré. Þegar að leið á kvöldið og við í skreytingarham þá fæddist enn betri jólatrés hugmynd, sígrænt jólatré. Við tókum okkur til og máluðum eitt stykki þriggja metra hátt tré á stofuvegginn hjá þeim. Það fékk nú reyndar að standa tvö jól enda hjónin í skýjunum með þetta. Uppfrá þessu þá myndaðist ákveðin jólahefð hjá okkur, ein helgi fyrir jól í jólaskreytingar.“ Sigrún segir að árið 2015 hafi þær frænkurnar fjárfest í 100 stykkjum af latex hönskum. „Við blésum nokkra upp og límdum saman svo úr varð tré. Puttarnir á hönskunum var eftirlíking greina.“Fjórða tréð inspired by IKEA„Eitt kvöldið vorum við að rölta saman í IKEA og sáum heilan stafla af klósettburstum. Þar fæddist sú hugmynd og fyrir rúmri viku fórum við af stað og keyptum 85 svarta klósettbursta, sprittkerti, plast herðatré, límband og gervisnjó. Allt þetta kostaði tæpar sjö þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við að fólk hafi hreinlega misst andlitið í IKEA þegar tvær stelpur með fullan körfu að klósettburstum gengu framhjá. „Kerra full af klósettburstum býður uppá margar spurningar enda var önnur hver manneskja sem stoppaði okkur, leit ofaní körfuna og meðal kommenta var „klósettið hjá ykkur verður tandur hreint eftir kvöldið“. Við skottuðumst heim, fimm tímum síðar var tréð klárt. Til að gera punktinn yfir i-ið þá spreyjuðum við tréð með jólasnjó til að hafa það raunverulegra.“ Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr safninu þeirra.Tvær tilbúnar að borða jólasteikinaJólatréð í ár.Eftir erfitt kvöld með klósettburstum er gott að skála.Sigrún til vinstri og Þórdís til hægri. Hér má sjá Lite jólabjórstréð.Latexhanskatréð.
Jólafréttir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“