Andri Rúnar snýr heim Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason mun spila með Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þessu greindi félagið frá í kvöld. Íslenski boltinn 20. október 2023 18:56
Hans Viktor í KA Miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Samningur hans á Akureyri gildir til 2025. Íslenski boltinn 20. október 2023 17:21
„Hreint út sagt algjör martröð“ Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. Íslenski boltinn 20. október 2023 09:01
Fer Eiður Smári í Vesturbæinn? Vesturbæingar spyrja sig þessa dagana hver tekur við karlaliði félagsins í fótbolta. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir viðræður langt komnar við ónefndan aðila. Íslenski boltinn 20. október 2023 07:00
Vesturbæingar leggja til þjálfara KR: Willum á rangri hillu, Lars, Skarphéðinn eða fyrsta konan? Margir velta fyrir sér hver eigi að taka við karlaliði KR í fótbolta þessa dagana. Vísir stökk í vettvangsferð í Vesturbæinn í von um niðurstöðu í málinu. Íslenski boltinn 19. október 2023 23:31
Meistararnir vilja fá markakónginn Íslands- og bikarmeistarar Víkings vilja fá Emil Atlason, markakóng Bestu deildarinnar, í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Íslenski boltinn 19. október 2023 14:31
Rúnar staðfestir viðræður | Fram vill ráða sem allra fyrst Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. Íslenski boltinn 19. október 2023 10:27
Nik Chamberlain tekur við kvennaliði Breiðabliks Nik Chamberlain hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvennalið Breiðabliks í Bestu deildinni næstu þrjú árin. Íslenski boltinn 18. október 2023 14:33
„Pabbi veit það alveg að ég verð betri en hann“ Einn efnilegasti leikmaður landsins samdi í gær við Skagamenn í efstu deild karla í knattspyrnu. Hann á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana. Íslenski boltinn 18. október 2023 08:31
„Tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum“ Halldór Árnason segir að það leggist vel í hann að taka við Blikunum og fá tækifæri á stóra sviðinu. Hann segir að verkefnið sé bæði stórt og spennandi. Íslenski boltinn 18. október 2023 07:31
Keflvíkingar kveðja þrjá leikmenn liðsins Keflavík féll úr Bestu deildinni í fótbolta í sumar og það má búast við talsverðum breytingum á leikmannahópi liðsins. Íslenski boltinn 17. október 2023 16:12
Hinrik til ÍA ÍA, sigurvegari Lengjudeildar karla í sumar, hefur samið við framherjann unga, Hinrik Harðarson. Íslenski boltinn 17. október 2023 12:17
„Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu“ Fótboltaþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson einn þeirra þjálfara sem er í leit að nýju starfi. Eins og gengur og gerist eru margir um hituna er kemur að þjálfarastörfum í fótboltaheiminum. Staðan þar er eins og á almennum vinnumarkaði en þó eru störfin sem eru á lausu, í efstu deild þar sem Siggi Raggi vill vera, ekki mörg. Íslenski boltinn 17. október 2023 08:01
Nik tekur við Blikum Nik Chamberlain hefur látið af störfum sem þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hann er í þann mund að taka við sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Íslenski boltinn 16. október 2023 20:38
Sú markahæsta riftir samningi sínum við Fjölni Alda Ólafsdóttir var markahæst allra á Íslandi á ný afstaðinni leiktíð ef horft er í meistaraflokks knattspyrnu á Íslandi. Hún hefur nú rift samningi sínum við Fjölni og gæti farið í nýtt lið á næstu dögum. Íslenski boltinn 16. október 2023 19:30
Alda skoraði langmest allra á Íslandi sumarið 2023 Knattspyrnukonan Alda Ólafsdóttir var án nokkurs vafa markadrottning sumarsins 2023 í íslenskum fótbolta. Íslenski boltinn 16. október 2023 16:00
Siggi Raggi tvisvar farið á fund KR: „Þetta starf heillar“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur í tvígang rætt við forráðamenn knattspyrnudeildar KR varðandi þjálfarastöðuna hjá karlaliði félagsins sem nú er á lausu. Sigurður Ragnar er mikill KR-ingur, ber taugar til félagsins og er á þeirri skoðun að það eigi að ráða KR-ing í þjálfarastöðuna. Félagið geti hins vegar ekki beðið lengi eftir því að ráða inn nýjan þjálfara. Íslenski boltinn 16. október 2023 11:36
Stórar hugmyndir – lítil samskipti: „Veldur okkur áhyggjum“ Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal. Fótbolti 14. október 2023 09:01
Arna Sif valin best: Það er mjög þægileg orka að ganga inn í Bestu mörkin á Stöð 2 Sport völdu Örnu Sif Ásgrímsdóttur besta leikmann Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar en þetta er annað árið í röð sem Arna Sif fær þessi verðlaun frá þættinum. Íslenski boltinn 13. október 2023 12:00
„Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi“ Eftir að hafa verið lengi án félags ákvað Gylfi Þór Sigurðsson að semja við danska félagið Lyngby. Vonir stóðu þó til að hann myndi spila í Bestu-deildinni. Fótbolti 12. október 2023 07:30
Tómas Ingi tekur við spennandi starfi í Hveragerði Tómas Ingi Tómasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Hamars og hefur nú formlega hafið störf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hamar. Íslenski boltinn 11. október 2023 09:45
Leikmenn sem svöruðu fyrir sig í sumar Keppni í Bestu deild karla lauk um helgina. Vísir hefur tekið saman fimm leikmenn sem svöruðu á einhvern hátt fyrir sig í sumar, eftir erfitt síðasta tímabil af ýmsum orsökum. Íslenski boltinn 10. október 2023 10:01
Samúel ánægður með ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbær hefur ákveðið að flýta framkvæmdum á gervigrasvöllum bæjarins vegna sætis Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024. Samúel Samúelsson, formaður Vestra, er himinlifandi með tíðindin. Íslenski boltinn 9. október 2023 21:46
Finnarnir farnir frá FH Eetu Mömmö og Dani Hatakka munu ekki spila með FH í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024. Þeir koma báðir frá Finnlandi. Íslenski boltinn 9. október 2023 20:31
Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. Íslenski boltinn 9. október 2023 19:30
Dofri leggur skóna á hilluna Dofri Snorrason hefur ákveðið að kalla þetta gott og hefur lagt skóna á hilluna eftir þrettán ár í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélaginu KR en hefur einnig spilað fyrir Víking, Selfoss og Fjölni á ferli sínum. Íslenski boltinn 9. október 2023 18:30
Ekroth í Víkinni til 2026 Oliver Ekroth, miðvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2026. Íslenski boltinn 9. október 2023 17:46
Örvar í Stjörnuna Örvar Eggertsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá HK. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Garðabæjarliðið. Íslenski boltinn 9. október 2023 15:45
FH-ingar vígðu hundrað marka vegginn um helgina FH á þrjá leikmenn sem hafa skorað yfir hundrað mörk fyrir karlalið félagsins í öllum keppnum og þeir eru nú komnir með sérvegg í Kaplakrika. Íslenski boltinn 9. október 2023 13:32
Yfir hálfrar aldar vinna feðganna af Skaganum er komin í loftið Feðgarnir Jón Gunnlaugsson og Stefán Jónsson hafa undanfarna áratugi staðið í ströngu við að safna saman og gera skil merkum heimildum um sögu fótboltans á Akranesi. Útkoman þeirrar vinnu er einkar glæsileg vefsíða, Á sigurslóð, sem nú er komin í loftið. Íslenski boltinn 9. október 2023 09:01