Uppgjörið: Breiðablik - KR 4-2 | Vesældarlegir Vesturbæingar Breiðablik vann 4-2 sigur á KR á Kópavogsvelli í kvöld. Kópavogsbúar eru þá þremur stigum frá toppliði Víkings í Bestu deild karla. KR er þremur stigum frá botni deildarinnar. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 21:10
Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 18:31
Uppgjörið: Fylkir 4 - Tindastóll 1 | Fyrsti sigur Fylkis síðan á vordögum Fylkir fékk Tindastól í heimsókn í dag í 13. umferð Bestu deildar kvenna. Unnu heimakonur stórsigur, 4-1, og gerðu í leiðinni botnbaráttuna enn meira spennandi. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 15:16
Sjáðu Svein Margeir klára meistarana og mörkin úr fallslagnum Fimmtánda umferð Bestu deildar karla hófst í gær með tveimur leikjum. KA vann óvæntan sigur á Íslands- og bikarmeisturum Víkings á meðan HK og Vestri skildu jöfn í mikilvægum botnslag. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 10:01
Kerfisbilunin hefur áhrif á Bestu deildina Leik Fram og Vals í Bestu deild karla sem átti að fara fram á morgun hefur verið frestað. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 09:30
„Fann aldrei vera neitt stress að við værum að fara vera þarna“ „Geggjað, fínt að rétta aðeins að rétta úr kútnum,“ sagði Sveinn Margeir Hauksson eftir 1-0 sigur KA á Víkingum í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 22:46
„Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig“ „Þetta var góður sigur, ótrúlega gaman að halda hreinu og fullt af fólki mætt. Smá dramatískt, skorum seint í leiknum. Er virkilega ánægður,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur sinna manna á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 20:30
Arnar eftir annað tap Víkings á stuttum tíma: „Við erum í öldudal“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, segir lið sitt í öldudal eftir tap á Akureyri í 15. umferð Bestu deildar karla. Liðið féll út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í liðinni viku og gefur nú liðunum í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar tækifæri á að brúa bilið. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 20:06
Þróttur gerði jafna deild enn jafnari Þróttur Reykjavík vann 1-0 útisigur á Þór Akureyri í Lengjudeild karla í dag. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 20:00
Davíð aftur í Blika Davíð Ingvarsson stoppaði stutt í Danaveldi og er snúinn aftur í raðir Breiðabliks. Á hann að hjálpa liðinu í baráttunni í Bestu deild karla í fótbolta sem og Evrópubaráttu Blika en liðið er komið í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 19:31
Sátt með sigurinn gegn sínu gamla félagi: „Alltaf gaman að spila á móti þeim“ Natasha Anasi-Erlingsson spilaði í dag sinn fyrsta leik í treyju Íslandsmeistara Vals sem var að sjálfsögðu gegn hennar fyrrum félagi Keflavík. Á endanum hafði Valur betur með herkjum og er nú jafnt Breiðabliki á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar 13. umferðum er lokið. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 19:16
Pétur sló á létta strengi: „Það er ekkert frí hjá okkur“ Pétur Pétursson sló á létta strengi eftir nauman 2-1 sigur Íslandsmeistara Vals á Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það reyndist sjálfsmark. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 18:46
Uppgjörið: KA - Víkingur 1-0 | Óvæntur sigur heimamanna KA vann óvæntan 1-0 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deild karla í knattspyrnu í dag. Liðin mætast í bikarúrslitum á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 18:15
Uppgjörið: Valur - Keflavík 2-1 | Unnu níunda leikinn í röð Íslandsmeistarar Vals hafa nú unnið níu leiki í röð í deild og bikar en heppnin var svo sannarlega með þeim þegar liðið lagði Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 18:10
Ómar Ingi: Spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum HK gerði 1-1 jafntefli í dag gegn Vestra inn í Kórnum, en jöfnunarmark Vestra kom eftir agaleg mistök fyrirliða heimamanna, Leifs Andra Leifssonar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, átti erfitt með að sætta sig við úrslit leiksins aðspurður hvort þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 17:01
„Andstyggilegt og reynir bara að strauja hana“ Nik Chamberlain var létt eftir 1-0 sigur Breiðabliks á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Breiðablik heldur toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 16:55
Uppgjörið: HK - Vestri 1-1 | Mistök fyrirliðans reyndust HK dýr HK og Vestri gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik 15. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Mistök fyrirliða HK-inga, Leifs Andra Leifssonar, reyndust hans mönnum dýr. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 16:50
Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 0-1 | Heimakonur rændar stigi Breiðablik vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í Bestu deild kvenna síðdegis. Það sem virtist löglegt jöfnunarmark var dæmt af heimakonum undir lok leiks í Garðabæ. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 16:15
Tryggði Þrótti þrjú stig í frumrauninni Melissa Alison Garcia skoraði sigurmark Þróttar gegn FH, 2-1, í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Með sigrinum komust Þróttarar upp í 6. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 15:57
Tvö rauð þegar Eyjamenn unnu botnliðið ÍBV vann Dalvík/Reyni, 1-0, í fyrri leik dagsins í Lengjudeild karla. Tvö rauð spjöld fóru á loft í Eyjum. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 15:00
Sjáðu glæsimörk Víkinga fyrir norðan og eina af vörslum sumarsins Víkingur lyfti sér upp í 4. sæti Bestu deildar kvenna með sigri á Þór/KA, 0-2, á VÍS-vellinum á Akureyri í gær. Mörkin tvö voru lagleg og þá sýndi markvörður Víkinga glæsileg tilþrif. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 14:31
„Spenntur að spila fyrir stuðningsmennina, fjölskyldu og vini hérna“ Eins og greint var frá á dögunum þá var markvörðurinn Jökull Andrésson við það að ganga í raðir Lengjudeildarliðs Aftureldingar. Vistaskiptin hafa nú verið staðfest og Jökull getur ekki að spila fyrir uppeldisfélagið. Íslenski boltinn 19. júlí 2024 23:31
„Liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda” John Andrews, þjálfari Víkings, var mjög ánægður eftir 2-0 sigur gegn sterku liði Þór/KA norðan heiða í dag. Víkingur var betri aðilinn og átti sigurinn skilið. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, nýjasti leikmaður liðsins, skoraði ásamt Lindu Líf Boama sem kláraði leikinn endanlega í blálokin. Íslenski boltinn 19. júlí 2024 21:31
Uppgjörið: Þór/KA - Víkingur 0-2 | Gengur ekkert hjá heimakonum á heimavelli Víkingur gerði góða ferð norður yfir heiðar og sigraði Þór/KA 2-0 í Bestu deild kvenna. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Linda Líf Boama skoruðu mörkin og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Þetta var þriðji tapleikur Þór/KA í röð á heimavelli sem þykir ekki boðlegt þar á bæ. Íslenski boltinn 19. júlí 2024 19:55
Besta upphitunin: Landsliðsþjálfararnir gerðu upp undankeppni EM Helena Ólafsdóttir hitaði upp að venju fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna og fékk til sín gesti af dýrari gerðinni í þetta sinn. Landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Guðni Haraldsson, sem eru nýkomnir úr landsliðsverkefni og stýrðu Íslandi á EM 2025. Íslenski boltinn 19. júlí 2024 15:31
Loksins Evrópumark hjá Patrick Pedersen Patrick Pedersen er mesti markaskorari Valsmanna frá upphafi en hann hafði beðið í meira en ellefu hundruð mínútur eftir marki í Evrópuleik. Íslenski boltinn 19. júlí 2024 13:31
Adam búinn að semja við Perugia Fótboltamaðurinn Adam Ægir Pálsson hefur samið við ítalska C-deildarliðið Perugia. Hann staðfesti þetta í samtali við Vísi. Íslenski boltinn 19. júlí 2024 10:24
Snýr heim úr atvinnumennsku til að verja mark uppeldisfélagsins Markvörðurinn Jökull Andrésson er á leið hingað til lands eftir að hafa spilað erlendis frá árinu 2017. Hann mun ganga í raðir Aftureldingar og verja mark liðsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Fótbolti 18. júlí 2024 17:31
KR fær ungan framherja frá Húsavík KR hefur samið við hinn sautján ára gamla Jakob Gunnar Sigurðsson. Hann kemur frá Völsungi þegar tímabilinu er lokið og skrifar undir þriggja ára samning í Vesturbænum. Íslenski boltinn 17. júlí 2024 18:16
Sjáðu hvernig Fylkir skellti ÍA og FH vann HK Fylkir lyfti sér af botni Bestu deildar karla með 3-0 sigri á ÍA í gær og FH komst upp í 4. sætið með því að vinna HK, 3-1. Íslenski boltinn 16. júlí 2024 09:01