Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Framtíð okkar í Evrópu

Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu.

Skoðun
Fréttamynd

Kópavogur-Kharkiv

Stríðið í Úkraínu hefur fært okkur átakanlegar myndir af þjáningum venjulegs fólks, nágranna okkar, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Dag eftir dag fáum við fréttir af árásum á íbúðahverfi, skóla, heilbrigðisstofnanir, menningarstofnanir og aðra innviði, fæsta hernaðarlegs eðlis.

Skoðun
Fréttamynd

Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni

Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni.

Erlent
Fréttamynd

Allir í Nató, en hver vill borga?

Það liggur fyrir samþykkt meðal aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins um að öll aðildarríkin verði búin árið 2024 að hækka útgjöld sín til hermála upp í 2 prósent af landsframleiðslu. Það gera um 71,3 milljarðar króna á ári fyrir Íslendinga miðað við landsframleiðslu þessa árs.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga

Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga.

Innlent
Fréttamynd

Stríð sem breytir heimsmyndinni

Stríðið í Úkraínu hefur breytt öllu. Hlutverk stjórnmálanna núna er að bregðast við breyttri heimsmynd af ábyrgð. Það þarf að ræða og mynda skilning á hvaða áhrif hin breytta staða hefur á Evrópu og á Ísland. Út frá því tökum við svo næstu skref.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá“

Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól, úkraínsku borgina sem Rússaher situr nú um og hefur komið hvað verst út úr átökunum í landinu. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast.

Erlent
Fréttamynd

Er Roman Abramovich portúgalskur gyðingur?

Portúgölsk stjórnvöld rannsaka hvernig á því stendur að rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í fyrra. Rabbíni gyðinga í Porto hefur verið handtekinn vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Krefjast upp­gjafar Maríu­pól

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Erlent
Fréttamynd

Ungt fólk streymir frá Rússlandi

Ungt fólk streymir frá Rússlandi í tuga þúsunda tali. Stór hluti þessa hóps er menntaður og hefur unnið í tæknigeira Rússlands. Mörg þeirra hafa farið til Armeníu.

Erlent
Fréttamynd

Reykjavík hefur opinn faðm

Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur.

Skoðun
Fréttamynd

Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum

Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum.

Erlent
Fréttamynd

„Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum, án tafar. „Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala. Það er kominn tími til að endurheimta landyfirráð Úkraínu og réttlæti henni til handa.“

Erlent