Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2022 06:20 Ef marka má erlenda miðla hefur Pútín hvatt „sjálfboðaliða“ í Donbas til að taka upp vopn gegn Úkraínumönnum. AP/Alexei Nikolsky Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. Forsetinn sagði nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða til að vernda Rússa á hinum „frelsuðu svæðum“. Því hefði hann fyrirskipað varnarmálaráðuneytinu að grípa til herkvaðningar. Að sögn varnarmálaráðherrans Sergey Shoigu nær herkvaðningin til um 300.000 varaliða og einstaklinga sem áður hafa þjónað í hernum. Pútín sakaði Vesturlönd um tilraunir til að kúga Rússa en sagði þá búa yfir fjölda vopna til að bregðast við. „Við munum nota öll þau ráð sem við eigum til að vernda fólkið okkar,“ sagði hann og virðist enn og aftur vera að vísa til notkunar kjarnorkuvopna. „Ég treysti á stuðning ykkar,“ biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar. Samkvæmt BBC sagði Pútín að þeir yrðu aðeins kallaðir til sem hefðu áður þjónað í hernum, „til að vernda móðurlandið, sjálfræði þess og landsvæði; öryggi þjóðarinnar“. Þá hafði hann í hótunum við Vesturlönd. „Ef landsvæði okkar er ógnað munum við grípa til allra ráða til að verja Rússland og þjóðina. Þetta er ekki innantóm hótun,“ sagði hann. „Til þeirra sem freista þess að hóta okkur með kjarnorkuvopnum; þeir ættu að vita að ráðandi vindar geta snúist og blásið í átt að þeim.“ Varðandi íbúakosningar um innlimun í Rússland á því sem hann kallaði „frelsuð svæði“ sagði hann Rússa „styðja þetta fólk“. Íbúar þar hefðu ekki áhuga á því að búa „undir oki nýnasista“. Íbúakosningar um innlimun hafa verið tilkynntar í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, hefur tjáð sig um ávarp Pútín og segir hann augljóslega vera að reyna að kenna Vesturlöndum um innrásina og versnandi stöðu efnahagsmála heima fyrir. Þá segir hann herkvaðninguna til marks um það hversu illa Rússum hefur gengið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira
Forsetinn sagði nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða til að vernda Rússa á hinum „frelsuðu svæðum“. Því hefði hann fyrirskipað varnarmálaráðuneytinu að grípa til herkvaðningar. Að sögn varnarmálaráðherrans Sergey Shoigu nær herkvaðningin til um 300.000 varaliða og einstaklinga sem áður hafa þjónað í hernum. Pútín sakaði Vesturlönd um tilraunir til að kúga Rússa en sagði þá búa yfir fjölda vopna til að bregðast við. „Við munum nota öll þau ráð sem við eigum til að vernda fólkið okkar,“ sagði hann og virðist enn og aftur vera að vísa til notkunar kjarnorkuvopna. „Ég treysti á stuðning ykkar,“ biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar. Samkvæmt BBC sagði Pútín að þeir yrðu aðeins kallaðir til sem hefðu áður þjónað í hernum, „til að vernda móðurlandið, sjálfræði þess og landsvæði; öryggi þjóðarinnar“. Þá hafði hann í hótunum við Vesturlönd. „Ef landsvæði okkar er ógnað munum við grípa til allra ráða til að verja Rússland og þjóðina. Þetta er ekki innantóm hótun,“ sagði hann. „Til þeirra sem freista þess að hóta okkur með kjarnorkuvopnum; þeir ættu að vita að ráðandi vindar geta snúist og blásið í átt að þeim.“ Varðandi íbúakosningar um innlimun í Rússland á því sem hann kallaði „frelsuð svæði“ sagði hann Rússa „styðja þetta fólk“. Íbúar þar hefðu ekki áhuga á því að búa „undir oki nýnasista“. Íbúakosningar um innlimun hafa verið tilkynntar í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, hefur tjáð sig um ávarp Pútín og segir hann augljóslega vera að reyna að kenna Vesturlöndum um innrásina og versnandi stöðu efnahagsmála heima fyrir. Þá segir hann herkvaðninguna til marks um það hversu illa Rússum hefur gengið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira