

Innrás Rússa í Úkraínu
Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Húsleit gerð hjá stuðningsfólki Rússa vegna stríðsvopna
Þýskir saksóknarar greindu frá því að þeir hefðu gert húsleit hjá pari sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn stuðningi þýskra stjórnvalda við Úkraínu í dag. Rannsóknin á parinu er sögð snúast um brot á lögum um framleiðslu og flutnings á stríðsvopnum.

Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir
Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær.

Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar
Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna.

Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið.

Báðust afsökunar á að hafa dregið rússneskan aðdáanda á svið
Bandaríska hljómsveitin The Killers hefur beðið aðdáendur sína afsökunar eftir að sveitin dró rússneskan aðdáenda á svið á tónleikum sínum í Georgíu við Svartahaf síðastliðinn þriðjudag.

Biðst afsökunar á ummælum um land fyrir aðild
Stian Jenssen, yfirmaður skrifstofu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum þar sem hann gaf í skyn að Úkraína gæti bundið enda á átökin með því að láta land af hendi.

Stórhækkuðu stýrivexti til að hægja á falli rúblunnar
Seðlabanki Rússlands ákvað að hækka stýrivexti í landinu um þrjú og hálft prósentustig á neyðarfundi í dag. Með ákvörðuninni reynir bankinn að bregðast við vaxandi verðbólgu og styrkja rúbluna sem er nú veikari en hún hefur verið eftir að innrásin í Úkraínu hófst í fyrra.

Norskur fótboltamaður flýr Rússland og Rússarnir hóta málsókn
Norski fótboltamaðurinn Mathias Normann fórnaði norska landsliðinu fyrir það að spila í rússneska boltanum en nú hefur hann yfirgefið Rússland af öryggisástæðum.

Tugir slasaðir í sprengingu í rússneskri verksmiðju
Mikil sprenging varð á athafnasvæði verksmiðju sem framleiðir sjóntæki fyrir rússneska herinn nærri Moskvu í dag. Á fimmta tug manna eru slasaðir, þar af sex alvarlega. Orsakir sprengingarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Selenskís
Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Volodómír Selenskí, forseta landsins. Úkraínsk kona hefur verið handtekinn vegna málsins. Hún er sögð hafa safnað gögnum um ferðir forsetans til að undirbúa rússneska loftárás.

Saka Rússa um að ráðast á viðbragðsaðila
Úkraínsk stjórnvöld sökuðu rússneska herinn um að beina spjótum sínum sérstaklega að björgunarfólki í flugskeytaárásum sem voru gerðar á borgina Pokrovsk í austanverðri Úkraínu í gærkvöldi. Fimm féllu í árásinni.

Úkraínuforseti segir árás á blóðgjafarstöð vera stríðsglæp
Tveir fórust og fjórir særðust þegar rússnesk stýrisprengja hæfði blóðgjafarmiðstöð í norðausturhluta Úkraínu, að sögn þarlendra embættismanna. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti birti ljósmynd af alelda heilbrigðisstofnuninni sem er nærri borginni Kupiansk í Kharkív-héraði.

Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna
Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti.

Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip
Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum.

Auka viðveru íslenskra stjórnarerindreka í Kænugarði
Íslensk stjórnvöld stefna að því að auka viðveru sína í Úkraínu og hafa gert samkomulag við utanríkisráðuneyti Litáens um að íslenskir stjórnarerindrekar fái vinnuaðstöðu í sendiráði Litáens í Kænugarði.

Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag
Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið.

Enn gerðar drónaárásir í Moskvu
Yfirvöld í Rússlandi segja dróna hafa hæft byggingu í Moskvu, tveimur dögum eftir að annar dróni hæfði sömu byggingu. Úkraínumenn virðast vera að auka framleiðslu á eigin drónum sem hægt er að nota til árása í Rússlandi.

Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands
Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum.

„Stríðið færist til Rússlands“
Volodomír Selenskí forseti Úkraínu segir stríðið sem geisar nú í landi hans á leið „aftur til Rússlands“. Þetta sagði hann í kjölfar drónaárása sem gerðar voru í Moskvu höfuðborg Rússlands.

„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“
Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu.

Dæmd úr leik fyrir að neita að taka í höndina á Rússa
Úkraínsk skylmingakona var dæmd úr leik á HM fyrir að neita að taka í höndina á rússneskum mótherja sínum.

Rússar segjast hafa skotið niður dróna í Moskvu
Rússnesk stjórnvöld fullyrða að þau hafi skotið niður dróna í höfuðborginni Moskvu í nótt. Þau segja drónann hafa verið úkraínskan en enginn særðist í árásinni.

Putin lofar leiðtogum Afríku fríu korni
Á meðan Rússlandsforseti lætur eldflaugum rigna yfir korngeymslur í hafnarborgum Úkraínu lofar hann leiðtogum Afríku fríu korni og vonast til að geta endurreist alþjóðlega bankastarfsemi með þeim. Á sama tíma skoðar varnarmálaráðherra Rússlands vígreifur vopnasafn einræðisherra Norður-Kóreu.

203 löndum boðið en þrjú útundan: „Viljum ekki að allt fari út böndunum“
Ólympíusambönd 203 ríkja hafa verið boðin velkomin á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Aðeins þrjú sambönd eru útilokuð og segir Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, leikana eiga að verka sem sameinandi afl á tímum átaka.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía
Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði.

Særðum hermönnum bjargað á leynilegu sjúkrahúsi í Úkraínu
Læknar á leynilegu hersjúkrahúsi í Úkraínu framkvæma fimmtíu til eitt hundrað skurðaðgerðir á særðum hermönnum á hverri nóttu. Þeir sem eru mest særðir eru sendir af víglínunni á spítalann.

Fulltrúi rússneska alræðisins heiðrar einræðisstjórnina í Norður Kóreu
Sergei Shoigu varnarmálaráðherra alræðisstjórnarinnar í Rússlandi ásamt sendinefnd heiðraði vini sína í einræðisríkinu Norður Kóreu með nærveru sinni í dag.

Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra.

Færir úkraínskum börnum lýsi í samstarfi við heimsmeistara í boxi
Hinn úkraínski Artem Melnychuk hefur fengið umboð til að selja lýsi í Úkraínu. Í samstarfi við heimsmeistarann í hnefaleikum gefur hann börnum á spítölum krakkalýsi. Artem hefur búið á Íslandi í fjögur ár.

Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku
Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum.