Segir Úkraínu enn á leið í NATO Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 10:53 Keir Starmer og Vólódímír Selenskí. EPA Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafa notað svipuð orð um mögulega aðild Úkraínu að NATO en flestum þykir ljóst að ríkið verður ekki aðili að bandalaginu á næstu árum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann gæti ekki ímyndað sér að Rússar, sem eru ekki í NATO, myndu nokkurn tímann leyfa Úkraínu að ganga inn í bandalagið. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hafði þar áður slegið á svipaða strengi og slegið aðild að NATO af borðinu. Hann dró það til baka í kjölfar mikillar gagnrýni um að hann hefði kastað frá sér mikilvægum viðræðulið í mögulegum friðarviðræðum við Rússa. Sky News vitnar í yfirlýsingu frá Downingstræti um að Starmer hafi ítrekað að Bretar stæðu enn við bak Úkraínumanna og gerðu það eins lengi og til þyrfti. Starmer sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að koma að viðræðum um innrás Rússa og að Úkraínumenn hafi einnig þörf á sterkum öryggistryggingum, hernaðaraðstoð og þeir gætu reitt sig á Breta. Þá er haft eftir Starmer að hann hafi ítrekað að innganga Úkraínu í NATO væri óumflýjanleg, eins og samþykkt hafi verið á fundi í Bandaríkjunum í fyrra. Hvenær þessi innganga á að eiga sér stað er þó óljóst. Í yfirlýsingunni frá Downingstræti segir einnig að Starmer og Selenskí verði í áframhaldandi samskiptum. Selenskí segir að hann og Starmer hafi einnig talað um samtal hans og Trumps á dögunum og aðrar viðræður úkraínska forsetans við bandaríska erindreka. Hann segir alla þurfa að vinna saman til að ná góðum árangri og að öryggi stakra þjóða byggi á þeirra sameiginlega öryggi. I had a good conversation with UK Prime Minister @Keir_Starmer. I thanked him for all the UK’s support and emphasized that we deeply value Britain’s leadership.I informed Prime Minister Starmer about my discussion with President Trump and contacts with the American side. The…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 14, 2025 Bretland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafa notað svipuð orð um mögulega aðild Úkraínu að NATO en flestum þykir ljóst að ríkið verður ekki aðili að bandalaginu á næstu árum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann gæti ekki ímyndað sér að Rússar, sem eru ekki í NATO, myndu nokkurn tímann leyfa Úkraínu að ganga inn í bandalagið. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hafði þar áður slegið á svipaða strengi og slegið aðild að NATO af borðinu. Hann dró það til baka í kjölfar mikillar gagnrýni um að hann hefði kastað frá sér mikilvægum viðræðulið í mögulegum friðarviðræðum við Rússa. Sky News vitnar í yfirlýsingu frá Downingstræti um að Starmer hafi ítrekað að Bretar stæðu enn við bak Úkraínumanna og gerðu það eins lengi og til þyrfti. Starmer sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að koma að viðræðum um innrás Rússa og að Úkraínumenn hafi einnig þörf á sterkum öryggistryggingum, hernaðaraðstoð og þeir gætu reitt sig á Breta. Þá er haft eftir Starmer að hann hafi ítrekað að innganga Úkraínu í NATO væri óumflýjanleg, eins og samþykkt hafi verið á fundi í Bandaríkjunum í fyrra. Hvenær þessi innganga á að eiga sér stað er þó óljóst. Í yfirlýsingunni frá Downingstræti segir einnig að Starmer og Selenskí verði í áframhaldandi samskiptum. Selenskí segir að hann og Starmer hafi einnig talað um samtal hans og Trumps á dögunum og aðrar viðræður úkraínska forsetans við bandaríska erindreka. Hann segir alla þurfa að vinna saman til að ná góðum árangri og að öryggi stakra þjóða byggi á þeirra sameiginlega öryggi. I had a good conversation with UK Prime Minister @Keir_Starmer. I thanked him for all the UK’s support and emphasized that we deeply value Britain’s leadership.I informed Prime Minister Starmer about my discussion with President Trump and contacts with the American side. The…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 14, 2025
Bretland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38
Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59
Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13. febrúar 2025 22:23