HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta karla fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó dagana 11. júní til 19. júlí 2026.

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“

    Djed Spence braut blað í sögu enska landsliðsins í gærkvöldi þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni hálfleik. Hann vissi hins vegar ekki að hann væri fyrsti músliminn til að spila fyrir landsliðið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mynda­syrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni

    Það virtist sem París bæri nafn með rentu sem borg ástarinnar þegar Ísland jafnaði metin undir blálokin í leik gærkvöldsins í undankeppni HM karla í fótbolta. Markið stóð hins vegar ekki og segja má að um ákveðna ástarsorg hafi verið að ræða í lok leiks.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“

    Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, axlaði ábyrgð eftir tap liðsins gegn Armeníu í undankeppni HM karla í fótbolta sem fram fer næsta sumar. Hann var þó ekki sáttur með spyril RTÉ Sport eftir leik. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs

    Fjöldi leikja fór fram í undankeppni HM karla í fótbolta sem fram fer á næsta ári. Þar á meðal leikur Noregs og Moldóvu sem lauk með 11-1 sigri heimamanna. Þá vann Portúgal 3-2 útisigur í Ungverjalandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Þetta mark átti klár­lega að fá að standa“

    Sverrir Ingi Ingason lék glimrandi vel í miðri vörn Íslands þegar liðið var grátlega nærri því að ná í sterkt stig á útivelli gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026 í París i kvöld. Sverrir Ingi var stoltur af liðsfélögum og svekktur yfir niðurstöðunni úr leiknum. „“

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Frakk­land - Ís­land 2-1 | Grát­legt tap í París eftir hetju­lega bar­áttu

    Frábær frammistaða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Frakklandi í leik liðanna í annarri umferð í D-riðli í undankeppni HM 2026 á Parc Des Princes í kvöld dugði því miður ekki til. Andri Lucas Guðjohnson kom Íslandi yfir í leiknum en Frakkar snéru taflinu sér í vil. Andri Lucas jafnaði svo metin undir lok leiksins en markið var dæmt af eftir VAR-skoðun. Lokatölur í leiknum 2-1 Frökkum í vil. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki

    Svíar nötra af reiði og upplifa sig niðurlægða eftir að hafa aðeins náð í eitt stig gegn Slóveníu og Kósovó í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM. Stjörnum prýtt liðið er í hættu á að komast ekki á næsta stórmót en þrátt fyrir áhættusaman leikstíl er starf danska þjálfarans Jons Dahl Tomasson ekki í hættu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ég á þetta mark

    „Það er bara gaman að hugsa til þessa að við séum að fara spila við bestu leikmenn heims svo þetta er bara gaman,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson sem skoraði eitt mark gegn Aserum á föstudagskvöldið. En ekki eru allir sammála um að hann hafi skorað markið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Stefnum á stig“

    „Það er mjög erfitt að spila hér og við töpuðum í bæði skiptin,“ segir Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði landsliðsins og leikmaður Lille í Frakklandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Blaða­menn fleiri en Ís­lendingar

    Ekki er útlit fyrir að Frakkar fylli Parc des Princes, heimavöll PSG, er Ísland sækir Frakkland heim í undankeppni HM 2026 í París í kvöld. Örfáir Íslendingar verða á leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Við getum ekkert verið litlir“

    „Það er mikill spenningur í hópnum og það er bara tilhlökkun að mæta svona heimsklassaleikmönnum. Þeir eru með bestu leikmenn heim í öllum stöðum,“ segir Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður fyrir leikinn í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Saga sem verður sögð síðar“

    Alexander Isak spilaði sinn fyrsta leik síðan á síðasta tímabili í gærkvöldi, hann ræddi við blaðamenn eftir á og sagðist ánægður með að vera loks orðinn leikmaður Liverpool, en var ekki tilbúinn að ræða nánar ósætti sitt við Newcastle.

    Fótbolti