Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Fitnessfoli í fantaformi

Jú jú þessu fylgir náttúrulega áreiti, svarar Helgi Bjarnason spurður út í athyglina sem fitness-folar eins og hann verða fyrir þegar við hittum hann á æfingu í Sporthúsinu í morgun til að forvitnast hvernig hann undirbýr sig fyrir Fitness módel keppnina í Evrópumóti WBFF sem fram fer í Laugardalshöll 5. nóvember næstkomandi. Þá má einnig sjá Svavar Jóhannson einn af mótshöldurunum í meðfylgjandi myndskeiði. Heimasíða WBFF.

Lífið
Fréttamynd

Æfa utandyra í vetur

Kettlebells Iceland hafa verið með ketilbjölluæfingar á Ylströndinni í sumar og ætla að halda því áfram í vetur. "Það er ávanabindandi að fá súrefni í lungun samhliða æfingunum,“ segir yfirþjálfarinn Vala Mörk.

Lífið
Fréttamynd

Viltu sléttari maga?

Hot fitness er fyrir konur sem vilja fá langa og fallega vöðva og konur sem vilja læra að þjálfa flata kviðvöðva, segir Anna Eiríksdóttir leikfimikennari í Hreyfingu spurð út í spennandi nýjung fyrir konur þar sem tveir boltar eru notaðir við æfingarnar. Anna sýnir í meðfylgjandi myndskeiði æfingu sem nær að virkja kviðvöðva meðal annars. Sjá meira um Hot fitness hér.

Lífið
Fréttamynd

Himneskar Happ-möffins

Veitingastaðurinn Happ gaf okkur uppskrift af gómsætum möffins-kökum sem seldar eru í Austurstræti og Höfðatorgi. Takið eftir skreytingunum; jarðaberjunum, vínberjunum og smjörkreminu sem gera kökurnar enn girnilegri. Happ-möffins 4 egg 4 dl hrásykur 4 dl hveiti/spelt 2 tsk lyftiduft 2 tsk matarsódi 2 tsk kanill 2 tsk vanilla 1 dl olía 6 dl gulræturhnetur ef vill bakið við 175°C krem:smjör, grískt jógúrt, flórsykur Happ.is

Lífið
Fréttamynd

Góð áhrif íslenskra jurta

Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, nálastungu- og grasalæknir, hefur yfirfært kínverskar lækningar á íslenskar jurtir. Í endurútgefinni bók hennar, Íslenskar lækningajurtir, er að finna þann fróðleik.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr hrukkum og strekkir húðina

Þetta dregur úr hrukkum og strekkir húðina og veitir hámarks næringu," segir Rannveig B. Hrafnkelsdóttir framleiðslustjóri Purity Herbs á Akureyr þegar hún og Ásta Kristín Sýrusdóttir framkvæmdastjóri sýna hvernig andlitsolía (serum) og hrukkukremið Undur berjanna, sem framleitt er úr íslensku jurtum, virka á húðina. Kremin eru 100% náttúruleg og alíslensk þar að auki. Hér segja Ásta og Rannveig frá kynörvandi sleipiefnum sem eru vinsæl hér á landi. http://visir.is/alislensk-sleipiefni-sem-svinvirka/article/2011110619275

Lífið
Fréttamynd

Purity Herbs í Kína

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar framleiðslufyrirtækið Purity Herbs fagnaði í nýju húsnæði við Freyjunes 4 á Akureyri. Eigendur Purity Herbs fögnuðu nýjum áfanga í sögu fyrirtækisins sem er komið með framtíðaraðstöðu þar sem allar aðstæður eru eins og best verður á kosið og mögulegt að taka á móti viðskiptavinum, ekki síst erlendum dreifingaraðilum sem ætla sér stóra hluti með Purity Herbs í sínu heimalandi. Hitt gleðitilefnið var stór samningur um útflutning til Kína þar sem barnalína Purity Herbs er komin á markað þar í landi. Um er að ræða þrjár vörutegundir, barnakrem, barnaolía og barnasápa og allt 100% náttúrulegt. Á annað hundrað manns mættu til að samgleðjast og skoða nýja húsnæð Purity Herbs og allir voru sammála um að vel hafi tekist til með allar framkvæmdir og staðsetningin einstök með fögru útsýni hvert sem litið er. Sleipiefni Purity Herbs eru vinsæl á meðal sjómanna á Íslandi (video). Purity Herbs á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Vara Lýsis um allan heim

Lýsisbragð gæti heyrt sögunni til, verði niðurstöður úr prófunum Matís á lýsi í duftformi, sem norska fyrirtækið Oil4Life hefur framleitt, jákvæðar. Í framhaldinu gæti fyrirtækið samið við Lýsi um framleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Munurinn er rosalegur (og náttúrulegur í þokkabót)

Margrét Snorradóttir förðunarfræðingur hjá Bobbi Brown í Hagkaup Smáralind sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvað litað dagkrem gerir mikið fyrir andlitið á fyrirsætunni Thelmu Dögg. Eftir að dagkremið, sem inniheldur sólarvörn, er borið á andlitið er áferðin gjörbreytt en á sama tíma sér ekki nokkur maður að um förðun sé að ræða. Margrét þekur aðeins hálft andlit fyrirsætunnar svo munurinn er sjáanlegur og í lokin bætir hún við sólarpúðri. Dagkremið og sólarpúðrið.

Lífið
Fréttamynd

Þessi er dúndur eftir ræktina (heilsudjús)

Meðfylgjandi myndir af leikkonunni Scarlett Johansson, 26 ára, með grænleitan drykk í hendi yfirgefa líkamsræktina voru birtar á Visi í gær þar sem spurt var hvaða ógeðsdrykk leikkonan neytti. Solla Eiríks, eigandi veitingahússins Gló, skoðaði myndirnar af Scarlett og gaf okkur upp uppskrif af ljúffengum hollustudrykk sem lítur eins út og umræddur drykkur leikkonunnar. Grænn ofursjeik 250 ml kókosvatn 50g spínat ¼ lime eða sítróna, afhýdd 2 cm biti fersk engiferrót ½ tsk grænt duft ½ tsk bee pollen ½ - 1 avókadó, afhýtt ½ dl möndlur eða kasjúhnetur 1 msk lucuma- þurrkaður ofurávöxtur sem fæst í heilsubúðum (má sleppa) Setjið allt í blandara og blandið vel saman. Þessi er fullkomin máltíð eftir ræktina, segir Solla.

Lífið
Fréttamynd

Hættu að tuða og láttu dekra almennilega við þig

Meðfylgjandi myndir voru teknar í kvöld á Hótel Loftleiðum þegar Sóley Elíasdóttir leikkona sem framleiðir Sóley organics lífrænar húðvörur og Þórhalla Ágústsdóttir snyrtifræðimeistari opnuðu nýja heilsulind sem ber heitið Sóley Natura Spa. Sóley Natura Spa á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Hættu að borða eins og þú sért ruslatunna

Léttara og betra líf er ný bók eftir danska heilsuráðgjafann Lene Hansson sem inniheldur 8 vikna heilsuáætlun og góð ráð til að öðlast betra líf og meiri orku. Í meðfylgjandi myndskeiði spyrjum við Lene út í svokallaðan svarta lista sem inniheldur fæðutegundir sem hún ráðleggur fólki sem vill grennast og bæta heilsuna alls ekki að neyta. Kristrún Heiða Hauksdóttir þýddi samtalið.

Lífið
Fréttamynd

Rakstur á kynfærum algengur

Íslenskir foreldrar verða varir við það í auknum mæli að unglingar þeirra vilja raka sig að neðan. Margrét Héðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur á skólasviði heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sólrún Ólína Sigurðardóttir, skólahjúkrunarfræðingur, ræddu þessi mál við Siggu Lund og Ellý Ármanns á Bylgjunni í gærkvöldi og gáfu góð ráð eins og heyra má í meðfylgjandi link. 6H.is

Lífið
Fréttamynd

Sunddrottning opnar matardagbók

Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir undirbýr sig þessa dagana af krafti fyrir HM sem fer fram í Shanghai i sumar. Hún leyfði Lífinu að skyggnast í æfingarprógrammið sitt í einn dag með því að skrá niður allt sem hún neytti þann daginn sem og æfingarnar.

Lífið
Fréttamynd

Léttist um 53 kg (hljómar eins og lygasaga)

Mamma og pabbi þau gáfu mér skíðatæki til að byrja heima því ég vildi ekki vera að fara í ræktina og láta alla sjá mig, svaraði Karen Anna Guðmundsdóttir, 30 ára, sem var 120 kg en hún hefur misst 53 kg síðan hún tók ákvörðun um að taka sig í gegn með því að hreyfa sig reglulega og borða rétt. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Karen Anna frá því hvernig hún fór að því að léttast um 53 kg og líðanin samhliða breytingunum. Þá má einnig sjá Freyju Sigurðardóttur einkaþjálfara.

Lífið
Fréttamynd

Fitnessdrottning opnar matardagbók

Freyja Sigurðardóttir Fitnessdrottning með meiru leyfði okkur að skyggnast örlítið inn í líf sitt með því að skrá niður matardagbókina sína. Hún segir vatnsdrykkju vera gríðarlega mikilvæga sem og góður svefn. Vaknaði 04:45. Græjaði mig í vinnuna, fékk mér heimatilbúið múslí. Það samanstendur af tröllahöfrum, rúsínum, þurrkuðum ávöxtum, hnetum og Hleðslu próteindrykk út á. Tók inn tvær CLA fitusýrur, vítamín og eitt risastórt vatnsglas. Þá brunaði ég Reykjanesbrautina og mætti í Hreyfingu klukkan 6:00 til að þjálfa en ég starfa þar sem einkaþjálfari. Klukkan 7:00 tók ég sjálf æfingu. Fyrir æfinguna fékk ég mér HydroxyCut Hardcore brennslu efni blandað í vatn og tók síðan hrikalega á því. Eftir æfingu fékk ég mér súkkulaði próteindrykk Whay Isolate frá Fitnesssport. Ég elska þennan próteindrykk en bragðið er alveg æðislegt. Klukkan 8:15 hélt ég áfram að þjálfa kroppalingana mína í Hreyfingu. Klukkan 10:00 fékk ég mér eitt epli og vatn. Klukkan 12:00 fékk ég mér NINGS en ég alveg elska heilsuréttina þaðan. Á Nings á ég fjóra uppáhalds rétti en ég mæli hiklaust með þeim fyrir þá sem vilja huga vel að því sem þeir setja ofan í sig. Nr.88 Tröllatrefjar með kjúklingi og grænmeti. Nr.60 Tofukjöt og blandað grænmeti með Satay sósu Nr.65 Steiktar eggjanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti Nr.68 Ristaðar hrísgrjónanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti. Fyrir valinu í dag var réttur númer 88. Réttirnir frá Nings eru alveg ekta, allt þeirra hráefni er lífrænt. Ég drakk vatn með. Þjálfaði þennan dag til klukkan 15:00. Á heimleiðinni drakk ég eina ískalda karmellu Hleðslu og borðaði einn banana. Hlustaði á Hljóma og Valdimar í botn á leiðinni. Var síðan mætt til Keflavík City klukkan 16:00 en þá voru vaktaskipti á börnunum mínum þremur. Halli, maðurinn minn, fór á æfingu og ég tók við duglegum strákum. Við fórum saman í Nettó að versla í matinn. Jökull Máni elsti strákurinn minn fékk að velja kvöldmat og fyrir valinu varð Fahitas og Taco með fullt af grænmeti. Kvöldmatur klukkan 19:00. Fahitas, grænmeti, Taco sósa, sýrður rjómi 5% og fituminna hakk. Þessi réttur slær alltaf í gegn. Síðan fórum við í smá hjólatúr en fjölskyldan er nýbúin að fjárfesta í hjólum. Drakk alveg fullt af vatni yfir daginn en það er gríðarlega mikilvægt. Svo var ég alveg búin á því klukkan22:00. Svefn er líka mikilvægur og þess vegna reyni ég að hvílast vel því næsta dag vakna ég klukkan 05:20.

Lífið
Fréttamynd

Léttist um 20 kg

Ég er búin að vera í megrun meira og minna í tuttugu ár, sagði Júlía Albertsdóttir sem léttist um 20 kg eftir að hún byrjaði að nota náttúrulegt efni sem nefnist CC Flax sem er sérhannað fyrir konur. Í meðfylgjandi myndskeiði segir hún hvernig hún fór að því að léttast og líða betur í kjölfarið. Ekki nóg með að náttúruefnið, sem Júlía hefur tekið inn síðan árið 2010, vinni gegn fyrirtíðarspennu og einkennum breytingarskeiðsins hjá konum þá sýnir kanadísk rannsókn sem gerð var á 115 konum að þær sem juku neyslu á efninu höfðu lægri fitumassa. CC Flax inniheldur mulin hörfræ (Lignans), trönuberjafræ og kalk úr sjávarþörungum.

Lífið
Fréttamynd

Græja sem grennir

Halldóra Ástrún Jónasdóttir starfsmaður hjá Trimform Berglindar og Hulda Lind Kristindóttir fyrirsæta útskýra í meðfylgjandi myndskeiði hvað trimform-græja gerir en um er að ræða blöðkur sem eru settar upp við þau svæði á líkamanum sem eru slöpp. Þá fræða Unnur Kristín Óladóttir Íslandsmeistari í módelfitness 2011 og Kristbjörg Jónasdóttir sem varð í örðu sæti í sömu keppni okkur hvað þær fá út úr þessari græju.

Lífið
Fréttamynd

Rauðkur heitar í sumar

Sandra Olgeirsdóttir hjá Hárhönnun 101 og Iðunn Aðalsteinsdóttir litafræðingur Aveda eru nýkomnar heim frá London þar sem þær kynntu sér nýjungar í hárlitun og klippingum en þær sýna í meðfylgjandi myndskeiði nýjungar þegar kemur að hári. Appelsínurauður litur kemur sterkur inn og þrívíddarklipping. Mini Master Djamm hjá Aveda.

Lífið
Fréttamynd

Lygilega sniðug augnmálning

Margrét Friðriksdóttir förðunarfræðingur gerir vægast sagt magnaða hluti með því að nota XOXO förðunarpakkann á andlit Írisar Bjarkar Jóhannesdóttur ungfrú Reykjavík 2010 eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Margrét farðar annað augað á Írisi á mettíma. Sjón er sögu ríkari.

Lífið
Fréttamynd

Svona færðu stinnan rass og sléttan maga

Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Helga Lind Björgvinsdóttir þjálfari í Hreyfingu nokkrar auðveldar en góðar æfingar til að styrkja maga, rass og læri. Æfingarnar eru tilvaldar til að gera heima í stofu.

Lífið
Fréttamynd

Hér er svarið ef þú ert með krullur

Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Sandra Olgeirsdóttir hárgreiðslumeistari hvernig hægt er að færa krulluðu hári raka, skerpa á krullunum og koma í veg fyrir að hárið verði úfið. Hún notar undraefni frá Aveda sem heitir Be Curly Style-Prep. Aveda á Facebook Aveda.is

Lífið
Fréttamynd

Þetta er algjör snilld í hárið

Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Sandra Olgeirsdóttir hárgreiðslumeistari og einn af eigendum hársnyrtistofunnar 101 Hárhönnun á Skólavörðustíg hvernig nota má undraefni frá Aveda í hárið sem kallast Pure Abundance. Sandra kryddar hárið með efninu sem gefur hárinu lygilega lyftingu með því að nudda púðrinu í hársvörðinn.

Lífið
Fréttamynd

Bæ bæ baugar (nei þetta er ekki enn ein bótox fréttin)

Helga Emilsdóttir förðunarfræðingur hjá Bobbi Brown í Lyf og heilsu í Kringlunni sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvernig hægt er að afmá dökkar línur og bauga í kringum augun á auðveldan máta með hyljara frá snyrtivöruframleiðandanum La Mer. Veitið athygli hvernig fyrirsætan Marentza Poulsen lítur út í byrjun myndskeiðsins, þ.e. áður en Helga setur hyljarann í kringum augun hennar. Útkoman er vægast sagt frábær.

Lífið
Fréttamynd

Svona færðu helköttaða handleggi

Ester Júlía Olgeirsdóttir Zumba kennari í World Class veit hvað þarf til að komast í hörkuform og fá helköttaða handleggi. „Aðalmálið er að næra sig rétt, hreyfa sig sex sinnum í viku, vera duglegur að mæta og fara eftir ráðum þjálfarans..." sagði Ester meðal annars í miðjum Zimba tíma með keppendum í fegurðarsamkeppni ungfrú Reykjavík 2011. Sjá má viðtalið við Ester í meðfylgjandi myndskeiði.

Lífið