Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ „Ég býst bara við að þessu verði vísað frá, þar sem þetta er algjörlega tilhæfulaust,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um kæru ÍBV gegn félaginu eftir leik liðanna í Powerade-bikar karla. Handbolti 24. nóvember 2024 14:02
ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. Handbolti 24. nóvember 2024 11:44
Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann stórsigur gegn sterku liði Hollands í dag, á æfingamóti fyrir Evrópumótið sem brátt fer að hefjast. Handbolti 23. nóvember 2024 14:08
Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta voru skiljanlega svekktar þegar í ljós kom að lokamark liðsins gegn Sviss í gær fengi ekki að standa. Handbolti 23. nóvember 2024 12:31
Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Alls fóru fimm leikir fram í Olís-deild karla í handbolta. FH pakkaði ÍR saman á útivelli, lokatölur 24-41. Þá vann KA heimasigur á Fjölni, HK lagði ÍBV í Kópavogi og Afturelding vann Gróttu á heimavelli. Valur gerði svo góða ferð í Hafnafjörð og vann góðan sigur á Haukum. Handbolti 22. nóvember 2024 21:28
Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Valur bar sigurorð af Haukum, 29-33, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 11. umferð Olísdeildar karla í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Valur er einu stigi frá toppliðum deildarinnar, FH og Aftureldingu, á meðan Haukar misstu aðeins af lestinni í toppbaráttunni með þessu tapi. Handbolti 22. nóvember 2024 21:06
Íslendingaliðin töpuðu bæði Íslendingaliðin Melsungen og Gummersbach máttu bæði þola það að tapa leik sínum í efstu deild þýska handboltans í kvöld. Handbolti 22. nóvember 2024 20:46
Ísland tapaði með minnsta mun Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með minnsta mun gegn Sviss ytra í undirbúningi sínum fyrir komandi Evrópumótið sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku, lokatölur 30-29. Liðin mætast að nýju á sunnudaginn kemur. Handbolti 22. nóvember 2024 18:24
Ekki haft tíma til að spá í EM Rut Arnfjörð Jónsdóttir er á leið á stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn í tólf ár. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur og hún varla haft tíma til að huga að mótinu. Handbolti 22. nóvember 2024 11:00
Framarar náðu toppliðunum að stigum Framarar eru í hópi þriggja efstu liðanna í Olís deild karla í handbolta eftir sannfærandi heimasigur á Stjörnunni í kvöld. Handbolti 21. nóvember 2024 21:31
Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason og félagar í Szeged unnu flottan útisigur á pólska liðinu Industria Kielce í Meistaradeildinni í kvöld. Handbolti 21. nóvember 2024 21:21
Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Íslensku landsliðsmennirnir í Leipzig voru í stórum hlutverkum í sigurleik liðsins í þýsku bundesligunni í handbolta í kvöld. Leipzig fékk tólf mörk og fimm stoðsendingar frá íslensku strákunum. Handbolti 21. nóvember 2024 19:46
Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Íslenskir landsliðsmenn mættust í Íslendingaslag í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 21. nóvember 2024 19:19
Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Holland er með Íslandi í riðli á EM kvenna í handbolta sem hefst í næstu viku og það má sjá á úrslitum kvöldsins að þar bíður íslensku stelpnanna mjög erfiður leikur. Handbolti 21. nóvember 2024 18:35
„Mér finnst við alveg skítlúkka“ „Ég er mjög spennt að fara af stað, komast út og byrja þetta,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins sem er á leið á EM. Handbolti 21. nóvember 2024 15:45
Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd Handknattleikssambands Íslands eftir að hann sló leikmann Hauka í andlitið. Handbolti 21. nóvember 2024 11:37
Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Hann er sonur þjálfarans, fæddur árið 2007 en er markahæsti leikmaðurinn í efstu deild í handbolta hér á landi. Baldur Fritz Bjarnason ætlar sér alla leið. Handbolti 21. nóvember 2024 09:32
Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Á meðan að liðsfélagar hennar til margra ára undirbúa sig núna fyrir fyrsta leik á EM, gegn Hollandi eftir níu daga, er Þórey Anna Ásgeirsdóttir ekki þar á meðal. Þessi frábæra handboltakona hefur verið ósátt við sitt hlutverk í landsliðinu og gefur ekki kost á sér. Handbolti 21. nóvember 2024 08:02
Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Orri Freyr Þorkelsson spilaði mjög vel í stórsigri Sporting í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld en Guðmundur Guðmundsson sá sína menn í Fredericia missa frá sér góða stöðu í jafntefli á útivelli. Handbolti 20. nóvember 2024 21:29
Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Skanderborg AGF ætla að halda sér í toppbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 20. nóvember 2024 19:33
Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Íslendingaliðin Kolstad og Magdeburg voru í eldlínunni í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld og urðu bæði að sætta sig við tap. Handbolti 20. nóvember 2024 19:25
„Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Búningasamningur HSÍ við Adidas er sá langstærsti sem sambandið hefur gert. Þetta segir framkvæmdastjóri HSÍ. Ekki liggur enn fyrir hvar og hvenær verður hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna en ólíkt fyrri samningum er ekki jafn nauðsynlegt fyrir HSÍ fjárhagslega að treyjan seljist sem mest. Handbolti 20. nóvember 2024 15:27
Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson mætir fyrirliða sínum úr landsliðinu, Aroni Pálmarssyni, þegar Wisla Plock og Veszprém mætast í Meistaradeild Evrópu í handbolta á morgun. Handbolti 20. nóvember 2024 13:45
Landsliðin spila í Adidas næstu árin Íslensku handboltalandsliðin spila í búningum frá Adidas næstu árin. Handknattleikssamband Íslands hefur skrifað undir samning við þýska íþróttavöruframleiðandann. Handbolti 20. nóvember 2024 12:45
„Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir að hafa horft á sína menn kasta frá sér sigrinum gegn stórliði Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld. Handbolti 19. nóvember 2024 22:53
„Bara svona skítatilfinning“ Úlfar Páll Monsi Þórðarson var súr og svekktur eftir 34-34 jafntefli Vals gegn Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld. Handbolti 19. nóvember 2024 22:36
Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Landsliðsmarkvörurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að það sé ekki annað hægt að segja en að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins eitt stig á móti stórliði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 19. nóvember 2024 22:04
Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Íslendingaliðin Melsungen og Benfica héldu bæði sigurgöngu sinni áfram í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 19. nóvember 2024 21:23
FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið FH tapaði með átta marka mun á móti Gummersbach þegar liðin mættust úti í Þýskalandi í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 32-24. Handbolti 19. nóvember 2024 19:16
Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Valsmenn þurftu að sætta sig við 34-34 jafntefli er liðið tók á móti norður-makedónska stórveldinu Vardar í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Víti þegar leiktíminn var liðinn varð Val að falli og Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Handbolti 19. nóvember 2024 19:00