Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Upp­gjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni

Stjarnan tók á móti Minaur Baia Mare í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í Hekluhöllinni í dag. Fyrri leikurinn í Rúmeníu fór 26-26. Leik liðanna í dag lyktaði sömuleiðis með jafntefli, 23-23, og úrslitin réðust í vítakastkeppni. Þar hafði Minaur Baia Mare betur og fer þar af leiðandi áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en Stjarnan situr eftir með sárt ennið. 

Handbolti
Fréttamynd

Elín Klara markahæst í risasigri

Íslenska landsliðskonan í handbolta, Elín Klara Þorkelsdóttir, fór mikinn þegar Sävehof vann risasigur á Eslov, 37-20, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Ný­liðarnir byrja á góðum sigri

Tveir leikir fóru fram í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Nýliðar Þórs frá Akureyri fara vel af en liðið vann öruggan sigur á ÍR. Þá vann ÍBV eins marks sigur á HK.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendingarnir tryggði Gum­mers­bach sigur

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu nauman eins marks sigur á Melsungen í efstu deild þýska handboltans. Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson áttu risastóran þátt í sigri dagsins.

Handbolti
Fréttamynd

„Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“

Valur sigraði Stjörnuna 32-27 í opnunarleik Olís deildarinnar í Garðabæ í kvöld. Viktor Sigurðsson var öflugur fyrir Val í kvöld með níu mörk og nýi þjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, var ánægður með sigurinn.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri

Ómar Ingi Magnússon skoraði úr öllum átta skotum sínum fyrir Magdeburg í kvöld, í 34-28 sigri á Eisenach. Íslenska tríóið skoraði samtals fimmtán mörk í leiknum fyrir Magdeburg. Íslendingar voru einnig að spila í Danmörku og Portúgal.

Handbolti
Fréttamynd

„Tauga­laus“ Óðinn með þrettán mörk

Óðinn Þór Ríkharðsson var hreint ótrúlegur í grannaslag í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. „Taugalausi maðurinn“, eins og hann er kallaður á samfélagsmiðlum Kadetten Schaffhausen, skoraði 13 mörk úr 14 skotum fyrir liðið í kvöld. Í Noregi var ójafn Íslendingaslagur.

Handbolti
Fréttamynd

Valur meistari meistaranna

Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Hauka mættust í dag í meistarakeppni HSÍ þar sem Íslandsmeistarar fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi 22-15.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron

Veszprém vann í kvöld tíu marka sigur er liðið heimsótti FH í vináttuleik í Kaplakrika í kvöld, 22-32. Þrátt fyrir að um vináttuleik væri að ræða hafði hann gríðarlega þýðingu, því þetta var kveðjuleikur Arons Pálmarssonar, eins besta handboltamanns Íslands frá upphafi.

Handbolti
Fréttamynd

Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala

Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason ákváðu í sameiningu í sumar að leggja handboltaskóna á hilluna, eftir að hafa fylgst að og verið liðsfélagar nánast allan ferilinn. Þeir hafa lent í ýmsum ævintýrum og einna eftirminnilegust er landsliðsferð til Noregs.

Handbolti