

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Guðmundur Guðmundsson og leikmenn íslenska landsliðsins sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Noregi.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun.
Fyrirliðar fótbolta- og handboltalandsliða Íslands hittust eftir leik Íslendinga og Portúgala á EM 2020 í handbolta.
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta héldu ekki aðeins von um sæti í umspili Ólympíuleikanna á lífi með sigrinum á Portúgal.
Noregur lagði Svíþjóð í EM karla í handbolta með þriggja marka mun í kvöld, lokatölur 23-20. Sigurinn þýðir að Norðmenn eru komnir með annan fótinn í undanúrslit mótsins en liðið er með sex stig í efsta sæti milliriðils II á meðan Svíþjóð er á botni riðilsins án stiga þó svo að mótið fari fram í Svíþjóð.
Ungverjar lönduðu mikilvægum sigri á Slóvenum í milliriðli á EM í handbolta. Lokatölur 29-28 og Ungverjar því komnir með fjögur stig í milliriðlinum ásamt Slóvenum og Norðmönnum.
Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki.
Ólympíudraumurinn lifir hjá strákunum okkar eftir magnaðan sigur, 28-25, á spútnikliði Portúgal. Frábærlega útfærður leikur hjá íslenska liðinu skilaði þessum sigri.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan þriggja marka sigur á spútnikliði Portúgal, 28-25, í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki.
Björgvin Páll Gústavsson átti virkilega góðan leik í marki Íslands sem vann þriggja marka sigur á Portúgal í dag.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari vann heimavinnuna fyrir leikinn gegn Portúgal í dag.
Guðjón Valur Sigurðsson var afar glaður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal á EM í handbolta í dag.
Selfyssingurinn var markahæstur í íslenska liðinu gegn Portúgal.
Aron Pálmarsson lét meiðsli snemma leiks ekki hafa áhrif á sig og kláraði leikinn með sóma.
Twitter-verjar voru vel með á nótunum yfir sigri Íslands gegn Portúgal.
Eftir tvö töp í röð vann Ísland frábæran sigur á Portúgal, 25-28, í öðrum leik sínum í milliriðli á EM 2020.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði fótboltalandsliðsins, er kominn til Malmö en hann ætlar að sjá Arnór Þór, bróður sinn, spila gegn Portúgal á eftir.
Hinn 19 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson hefur slegið í gegn á EM með góðum tilþrifum og þá aðallega í vítaköstunum þar sem hann hefur múrað fyrir.
Fjórar miklar handboltakempur náðu stórum áfanga í gær.
Stórskyttan Aron Pálmarsson hefur til þessa ekki náð að halda dampi á stórmótum. EM í Svíþjóð er engin undantekning.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur hrifist mjög af leik Portúgala á EM en þeir bíða eftir strákunum okkar í hádeginu.
Króatía er í afar vænlegri stöðu í milliriðli I á EM 2020 eftir sigur á Þýskalandi.
Strákarnir okkar eru í vandræðum í milliriðli sínum á EM eftir tapið gegn Slóvenum í gær. Besti leikmaður liðsins, Aron Pálmarsson, hefur því miður ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni á mótinu og hefur verið slakur í síðustu leikjum. Hann er þó ekki af baki dottinn.
Spánn er í góðri stöðu eftir sigur á Austurríki á EM 2020 í handbolta.
Fram er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á útivelli.
Þjálfari Stjörnunnar sagði að sjö marka tap gæfi ekki rétta mynd af leiknum gegn Fram.
Keppni í Olís-deild kvenna í handbolta hófst á ný í dag eftir jólafrí.
Skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson átti flotta innkomu í lið Íslands gegn Slóveníu. Skoraði góð mörk og stóð vaktina vel í vörninni.
HSÍ var með blaðamannafund í hádeginu fyrir leik íslenska landsliðsins í handbolta gegn Portúgal á morgun.
Tíu viðburðir verða sýndir beint á sportrásum Stöðvar 2 í dag.