Kemur í ljós í upphitun hvort Stefán og Brynjólfur verði með Haukum í kvöld Haukar mæta Val í síðari leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. Haukar töpuðu fyrri leik liðanna með þriggja marka mun og eiga því erfitt verkefni fyrir höndum á Ásvöllum í kvöld. Mögulega verða þeir án tveggja lykilmanna. Handbolti 18. júní 2021 15:16
Haukar unnið þrjú Íslandsmeistaraeinvígi gegn Val í röð Valur getur orðið Íslandsmeistari í handbolta karla í 23. sinn í kvöld. Þeir þurfa þá að gera nokkuð sem þeir hafa ekki gert síðan 1994; vinna Hauka í úrslitaeinvígi. Handbolti 18. júní 2021 13:31
Unnu tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn Úrslitin í Olís deild karla í handbolta ráðast á Ásvöllum í kvöld og það ætti að færa Valsmönnum góðar minningar að geta orðið meistarar í Hafnarfirði. Handbolti 18. júní 2021 12:01
Fóru yfir hvort Þráinn Orri hefði átt að fá rautt í leik Vals og Hauka Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, átti mögulega að fá rautt spjald í leik Hauka og Vals í úrslitarimmu Olís deildar karla í handbolta. Atvikið var til umræðu í Seinni bylgjunni að leik loknum og má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Handbolti 16. júní 2021 23:31
Álaborg meistari þriðja árið í röð Álaborg er danskur meistari í handbolta eftir fimm marka sigur á Bjerringbro/Silkeborg. Lokatölur 32-27 og þriðji meistaratitill Álaborgar í röð staðreynd. Handbolti 16. júní 2021 20:15
Ómar Ingi skoraði níu á meðan Viggó og Oddur unnu mikilvæga sigra í fallbaráttunni Íslendingarnir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta áttu allir góðan dag er lið þeirra unnu sína leiki í dag. Handbolti 16. júní 2021 19:17
Viktor Gísli og félagar nældu í bronsið Danska handknattleiksliðið GOG nældi sér í dag í bronsið í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið vann fjögurra marka sigur á Holstebro í rimmunni um bronsið, lokatölur 33-29. Handbolti 16. júní 2021 18:31
Gefið ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum þótt hann spili ekki sókn Einari Þorsteini Ólafssyni er fleira til lista lagt en að spila vörn. Hann hefur nefnilega gefið samtals ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Vals þrátt fyrir að spila ekki í einni einustu uppstilltri sókn. Handbolti 16. júní 2021 14:45
Tólfhundruð mega sjá meistara krýnda á Ásvöllum Mikil spenna ríkir fyrir seinni leik Hauka og Vals í úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir þriggja marka sigur Vals á Hlíðarenda í gærkvöld, 32-29. Handbolti 16. júní 2021 13:00
Litáískt landsliðspar á Selfoss Litáíska handboltaparið Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaité hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára. Handbolti 16. júní 2021 09:38
Einstaklingsmistök hjá okkur voru allt of dýr Björgvin Páll Gústafsson markvörður Hauka var svekktur með tap í fyrsta leik gegn Val í úrslitaeinvíginu. Leikurinn endaði 32-29. Handbolti 15. júní 2021 22:00
Valur er með dýrara lið heldur en Haukar Valur tók frumkvæðið í fyrri viðureign gegn Haukum í úrslita einvíginu. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Vals 32-29. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum en gaf þó lítið fyrir það eftir leik. Handbolti 15. júní 2021 21:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 32-29 | Valsmenn standa vel að vígi Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á föstudaginn og þá ræðst hvort þeirra verður Íslandsmeistari. Handbolti 15. júní 2021 21:29
Í fyrsta sinn í sögunni töpuðu bæði liðin síðasta leik sínum fyrir úrslitaeinvígið Aldrei áður hafa liðin tvö í úrslitaeinvígi handboltans komið inn í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn með tap á bakinu en það er einmitt raunin nú. Handbolti 15. júní 2021 14:00
Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast um að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn Lokaúrslit Olís deildar karla hefjast í kvöld þegar fyrri leikur Hauka og Vals fer fram að Hlíðarenda. Bæði félög hafa margoft orðið Íslandsmeistarar en innan beggja liða eru tveir reynslumiklir menn sem eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum sínum á ferlinum. Handbolti 15. júní 2021 12:30
„Hann er bara pabbi minn, ég lít ekki á hann sem einhverja stjörnu“ Einar Þorsteinn Ólafsson var hetja Valsmanna í seinni leiknum gegn Eyjamönnum í undanúrslitum Olís-deildar karla á föstudaginn. Hann stal boltanum í lokasókn ÍBV og sá til þess að Valur fór áfram í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 15. júní 2021 10:00
Gæti orðið markakóngur þrátt fyrir að missa af úrslitaeinvíginu Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur skorað sitt síðasta mark í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann gæti engu að síður orðið markakóngur keppninnar. Handbolti 14. júní 2021 14:01
Aron Pálmars búinn að vinna þrjátíu stóra titla á ferlinum Íslenski handboltamaðurinn Aron Pálmarsson vann í gær Meistaradeildina með spænska liðinu Barcelona og bætti þar með við enn einum titlinum á ótrúlega sigursælum ferli sínum. Handbolti 14. júní 2021 11:01
Fullkominn endir á fullkomnu tímabili er Barcelona varð Evrópumeistari Barcelona fullkomnaði ótrúlegt tímabil með 13 marka sigri á Álaborg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag, lokatölur 36-23. Barcelona vann alla 60 leikina sem það spilaði á leiktíðinni. Afrek sem verður eflaust seint toppað. Handbolti 13. júní 2021 17:35
Rhein-Neckar Löwen með stórsigur og Bjarki Már skoraði sjö í sigri Lemgo Fjórum leikjum var að ljúka í þýska handboltanum og voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur þeirra. Handbolti 13. júní 2021 15:45
Paris Saint-Germain tók bronsið Paris Saint-Germain og HBC Nantes áttust við í bronsleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Stjörnuprýtt lið PSG gaf eftir í seinni hálfleik, en sprengdu leikinn upp á réttum tíma og unnu að lokum 31-28. Handbolti 13. júní 2021 15:30
Stórsigur Magdeburg í Íslendingaslag Göppingen tók á móti Magdeburg í Íslendingaslag í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg sem vann sannfærandi 29-21 sigur. Handbolti 13. júní 2021 13:05
ÍBV fær landsliðskonu frá Serbíu Serbneska landsliðskonan Marija Jovanovic hefur gengið frá samkomulagi við handknattleiksdeild ÍBV og skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Handbolti 12. júní 2021 23:01
Aron spilaði ekki er Barcelona tryggði sér sæti í úrslitum Barcelona vann Nantes 31-26 í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Aron Pálmarsson lék ekki með liðinu. Handbolti 12. júní 2021 18:01
Álaborg í úrslit eftir sigur gegn frönsku risunum Álaborg vann í dag frækinn tveggja marka sigur gegn PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Lokatölur 35-33 og Álaborg mætir annað hvort Nantes eða Barcelona í úrslitaleiknum á morgun. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Handbolti 12. júní 2021 15:36
Hákon Daði: Stutt í gleðina og stutt í sorgina Hákon Daði Styrmisson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV í bili þegar liðið vann Val í kvöld, 27-29. Hann, eins og aðrir Eyjamenn, var samt sár og svekktur í leikslok. Handbolti 11. júní 2021 22:52
Snorri Steinn: Man ekki hvernig mér leið, örugglega ekki vel „Ég man það ekki, örugglega ekki vel,“ svaraði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, aðspurður hvernig honum hefði liðið í lokasókn ÍBV. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir fyrir hana og hefðu farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn ef þeir hefðu skorað úr henni. Handbolti 11. júní 2021 22:41
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 27-29 | Valsmenn héldu út og komust í úrslit Valur er kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla þrátt fyrir tap gegn ÍBV, 27-29, á heimavelli í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn í Eyjum, 25-28, og einvígið samanlagt, 55-54. Valur mætir Haukum í úrslitaeinvíginu sem hefst í næstu viku. Handbolti 11. júní 2021 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 29-32 | Haukar í úrslit en Stjörnumenn bitu frá sér Haukar voru með fimm marka forystu eftir fyrri leikinn gegn Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildarinnar og kláruðu einvígið í kvöld en Stjörnumenn bitu frá sér. Handbolti 11. júní 2021 20:50
„Sófa þjálfarar sjá ekki að það eru aðrir leikmenn sem búa til færin fyrir mig" Stjarnan unnu Haukana 29-32. Þau úrslit dugðu hinsvegar ekki til og fóru Haukarnir áfram í úrslitaeinvígið eftir að hafa unnið leikinn í Garðabænum með fimm mörkum.Tandri Már Konráðsson leikmaður Stjörnunnar var svekktur með niðurstöðuna en þó stoltur af sínu liði. Handbolti 11. júní 2021 20:13