Veltu fyrir sér hvort Ómar væri besti leikmaður heims: „Ógeðslega flottur og getur gert allt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 10:30 Ómar Ingi Magnússon hefur verið algjörlega frábær undanfarna mánuði. Nikola Krstic/MB Media/Getty Images Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Haukar, mætti til Ásgeirs og Stefáns í hlaðvarp Seinni Bylgjunnar í vikunni. Meðal þess sem strákarnir ræddu var frammistaða Ómars Inga Magnússonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar undanfarið, ásamt því að velta upp þeirri spurningu hvort Ómar Ingi væri jafnvel besti handboltamaður heims í dag. „Það er ekki laust við það að maður er að ofpeppast vel því að íslenska landsliðið er að fara að taka þátt á HM í handbolta og drengirnir okkar eru að spila svo ógeðslega vel í boltanum úti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins í upphafi umræðunnar. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru líklega bestu menn vallarins þegar Magdeburg tryggði sér sigur á heimsmeistaramóti félagsliða á dögunum með sigri gegn Barcelona í úrslitaleiknum, annað árið í röð. Ómar skoraði tólf mörk fyrir þýska liðið og Gísli sex, ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og hann fór fögrum orðum um tvímenningana sem eru að gera það gríðarlega gott með þýsku meisturunum. „Þeir eru frábærir báðir tveir og búnir að spila bara ótrúlega vel,“ sagði Stefán Rafn. „Þeir eru bara búnir að sýna það að þeir eru með langbestu mönnum í Bundesligunni, bestu deild í heimi. Að sjá bara Gísla núna í seinustu landsleikjum. Sendingarnar frá honum og hann er bara orðin komplett ótrúlega flottur.“ „Svo erum við með Ómar sem er ótrúlegur leikmaður. Hann er bara ógeðslega flottur og getur gert allt. Fintað, skotið, með frábært auga og tímasetningarnar. Það er bara unun að horfa á þá báða tvo.“ „Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður“ Stefán Árni vitnaði svo í Twitter-færslu frá Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, íþróttafréttamanni á RÚV, þar sem Þorkell varpar þeirri spurningu fram hvort Ómar sé ekki örugglega í umræðunni um hver sé besti handboltamaður heims. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Refn voru sammála um það að svo væri. Er Ómar Ingi ekki klárlega í umræðunni um besta handboltamann heims í augnablikinu? Hverjir eru aðrir í baráttunni? Matthias Gidsel (DAN), Sander Sagosen (NOR), Jim Gottfridsson (SVÍ), Niklas Landin (DAN), Dika Mem (FRA), Aleix Gomex (SPÁ)...? Fleiri, færri sem koma til greina?— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 27, 2022 „Ég las þetta líka og mér fannst þetta frábær punktur að byrja að velta þessu fyrir sér,“ sagði Ásgeir. „Ég held að við getum bara mjög auðveldlega sett niður einhver 4-5 nöfn og hann er klárlega eitt af þeim,“ bætti Ásgeir við áður en Stefán Rafn greip boltann á lofti. „Hann gerir tilkall þarna. Það er alveg pottþétt,“ sagði Stefán. „Miðað við hvernig hann er núna. Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður,“ bætti Stefán við áður en strákarnir færðu sig yfir í aðra umræðu. Vangaveltur þeirra félaga um hvort Ómar sé besti leikmaður heims má heyra í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um Ómar og Gísla hefst eftir 29 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stefán Rafn um ungversku deildina og Hauka Handbolti Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Sjá meira
„Það er ekki laust við það að maður er að ofpeppast vel því að íslenska landsliðið er að fara að taka þátt á HM í handbolta og drengirnir okkar eru að spila svo ógeðslega vel í boltanum úti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins í upphafi umræðunnar. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru líklega bestu menn vallarins þegar Magdeburg tryggði sér sigur á heimsmeistaramóti félagsliða á dögunum með sigri gegn Barcelona í úrslitaleiknum, annað árið í röð. Ómar skoraði tólf mörk fyrir þýska liðið og Gísli sex, ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og hann fór fögrum orðum um tvímenningana sem eru að gera það gríðarlega gott með þýsku meisturunum. „Þeir eru frábærir báðir tveir og búnir að spila bara ótrúlega vel,“ sagði Stefán Rafn. „Þeir eru bara búnir að sýna það að þeir eru með langbestu mönnum í Bundesligunni, bestu deild í heimi. Að sjá bara Gísla núna í seinustu landsleikjum. Sendingarnar frá honum og hann er bara orðin komplett ótrúlega flottur.“ „Svo erum við með Ómar sem er ótrúlegur leikmaður. Hann er bara ógeðslega flottur og getur gert allt. Fintað, skotið, með frábært auga og tímasetningarnar. Það er bara unun að horfa á þá báða tvo.“ „Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður“ Stefán Árni vitnaði svo í Twitter-færslu frá Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, íþróttafréttamanni á RÚV, þar sem Þorkell varpar þeirri spurningu fram hvort Ómar sé ekki örugglega í umræðunni um hver sé besti handboltamaður heims. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Refn voru sammála um það að svo væri. Er Ómar Ingi ekki klárlega í umræðunni um besta handboltamann heims í augnablikinu? Hverjir eru aðrir í baráttunni? Matthias Gidsel (DAN), Sander Sagosen (NOR), Jim Gottfridsson (SVÍ), Niklas Landin (DAN), Dika Mem (FRA), Aleix Gomex (SPÁ)...? Fleiri, færri sem koma til greina?— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 27, 2022 „Ég las þetta líka og mér fannst þetta frábær punktur að byrja að velta þessu fyrir sér,“ sagði Ásgeir. „Ég held að við getum bara mjög auðveldlega sett niður einhver 4-5 nöfn og hann er klárlega eitt af þeim,“ bætti Ásgeir við áður en Stefán Rafn greip boltann á lofti. „Hann gerir tilkall þarna. Það er alveg pottþétt,“ sagði Stefán. „Miðað við hvernig hann er núna. Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður,“ bætti Stefán við áður en strákarnir færðu sig yfir í aðra umræðu. Vangaveltur þeirra félaga um hvort Ómar sé besti leikmaður heims má heyra í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um Ómar og Gísla hefst eftir 29 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stefán Rafn um ungversku deildina og Hauka
Handbolti Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Sjá meira