Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Aftur­elding einum sigri frá úr­slitum

Afturelding lagði Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Heimamenn leiddu allan leikinn en gestirnir gerðu áhlaup í blálokin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, lokatölur 26-25.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég sakna hennar á hverjum degi“

Arnór Þór Gunnars­son, fyrr­verandi lands­liðs­maður í hand­bolta og nú­verandi þjálfari þýska úr­vals­deildar­fé­lagsins Bergischer, segir tímann sem liðið hefur frá and­láti eldri systur hans, Tinnu Bjargar Mal­mquist Gunnars­dóttur, hafa verið mjög erfiðan. Hann hugsar á hverjum degi til systur sinnar. Tekur á móti krefjandi dögum en einnig gleði­dögum. Á þeim dögum standi það sterkt hversu góða mann­eskju Tinna Björg hafði að geyma.

Handbolti
Fréttamynd

„Við vorum bara ekki á svæðinu“

Valur valtaði yfir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í kvöld. Leikurinn endaði 39-25 og sáu Mosfellingar aldrei til sólar í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Kielce kærir leikinn gegn Magdeburg

Kielce hefur kært leikinn gegn Magdeburg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Póllandsmeistararnir voru afar ósáttir við dómgæsluna undir blálok leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Elín Jóna færir sig á milli fé­laga á Jót­landi

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þórsteinsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska efstu deildarliðið Árósir United. Hún lék áður með EH Álaborg en liðið tryggði sér sæti í efstu deild á nýafstöðnu tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már og fé­lagar úr leik

Álaborg sló í kvöld Veszprém út í Meistaradeild karla í handbolta. Danirnir unnu leikinn með fimm marka mun, 33-28. og einvígið þar með fjögurra marka mun þar sem Veszprém vann fyrri leikinn með aðeins eins marks mun.

Handbolti