Birkir líklega á leið til Frakklands frá Aftureldingu Handknattleiksmaðurinn Birkir Benediktsson er líklega á leið frá Aftureldingu til franska B-deildarliðsins Nice á nýju ári. Handbolti 28. desember 2021 20:15
Óðinn í Sviss í þrjú ár Handknattleiksmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss frá og með næstu leiktíð. Handbolti 28. desember 2021 12:50
Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn. Handbolti 28. desember 2021 11:00
Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. Handbolti 28. desember 2021 09:36
Alfreð afar hrifinn af Klopp og segir hann fylla sig innblæstri Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, er afar hrifinn af Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, og segir að hann hafi haft mikil áhrif á sig. Handbolti 28. desember 2021 08:30
Arnór Þór frábær og íslensk mörk skiluðu Melsungen sigri Það var nóg um að vera í þýska handboltanum í kvöld. Þá var Ágúst Elí Björgvinsson í eldlínunni í Danmörku. Handbolti 27. desember 2021 20:45
Þjálfari Fram frá KR til ÍR Handknattleiksþjálfarinn sigursæli Stefán Arnarson hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri ÍR í Breiðholti. Handbolti 27. desember 2021 14:46
Þjálfari Portúgals upplifir martröð Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að leikmenn liðsins haldist heilir fram yfir EM í janúar. Hjá Portúgal, fyrsta mótherja Íslands, hafa sterkir hlekkir dottið út. Handbolti 27. desember 2021 13:32
Enn ófremdarástand í danska handboltanum vegna veirunnar Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á leiki íslensku landsliðsmannanna í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aðeins einn af sjö leikjum dagsins er enn á dagskrá. Handbolti 27. desember 2021 12:30
Átta í franska EM-hópnum með veiruna Kórónuveiran hefur heldur betur sett strik í undirbúning franska karlalandsliðsins í handbolta fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Fjölmargir leikmenn liðsins hafa greinst með veiruna. Handbolti 27. desember 2021 09:31
Bjarki markahæstur er Lemgo tapaði stórt Lemgo mátti þola stórt tap er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk, lokatölur 32-19. Handbolti 26. desember 2021 20:30
Janus Daði hafði betur í Íslendingaslag | Gummersbach jók forskot sitt á toppnum Fimm Íslendingar voru í eldlínunni í tveimur efstu deildum þýska handboltans í tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka. Handbolti 26. desember 2021 16:36
Teitur og félagar fyrstir til að leggja Magdeburg að velli Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg urðu í dag fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Íslendingaliði Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á tímabilinu. Lokatölur urðu 30-27, en Magdeburg hafði unnið alla 16 leiki sína til þessa. Handbolti 26. desember 2021 14:44
Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. Handbolti 25. desember 2021 12:31
Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. Handbolti 24. desember 2021 09:00
Arnór og Bjarki skiptu stigunum á milli sín | Ekkert getur stöðvað Magdeburg Það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur af þeim fjórum leikjum sem spilaðir voru í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á þessu Þorláksmessukvöldi. Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer gerðu jafntefli gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo, 27-27. Handbolti 23. desember 2021 19:43
Alfreð Gíslason framlengir hjá þýska landsliðinu Handknattleiksþjálfarinn Alfreð Gíslason hefur framlengt samningi sínum við þýska karlalandsliðið í handbolta til ársins 2024. Handbolti 23. desember 2021 14:31
Ekkert fararsnið á Þóri sem segir kjarnann í norska liðinu geta spilað á ÓL 2024 Þórir Hergeirsson segir ekkert því til fyrirstöðu að norska kvennalandsliðið í handbolta geti ekki haldið áfram að vinna til verðlauna á stórmótum. Hann heldur ótrauður áfram með liðið. Handbolti 23. desember 2021 10:31
„Hef fulla trú á markvörðunum mínum“ Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að góðir markverðir séu jafnvel enn mikilvægari nú en áður. Hann hefur fulla trú á að öflug vörn og markverðir Íslands standi fyrir sínu á EM í janúar. Handbolti 23. desember 2021 09:01
Teitur Örn hafði betur í Suðurlandsslagnum í Bundesligunni Sex Íslendingar voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 22. desember 2021 20:09
Leikmenn Íslendingaliðs í Danmörku spiluðu leik með kórónuveirueinkenni Sjö leikmenn danska handboltalandsliðsins GOG eru smitaðir af kórónuveirunni. Fréttir frá Danmörku herma að leikmenn liðsins hafi spilað veikir í síðasta leik. Handbolti 22. desember 2021 13:01
Leikjum allra Íslendinganna í Danmörku frestað vegna fjölda smita Kórónuveirufaraldurinn hefur sett allt úr skorðum í danska handboltanum í dag. Búið er að fresta sex leikjum í úrvalsdeild karla í Danmörku. Handbolti 22. desember 2021 12:20
Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Handbolti 22. desember 2021 12:01
„Hún hefur valið rétta foreldra“ Ein af stjörnum norska kvennalandsliðsins á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta var hin 22 ára Henny Reistad. Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, segir hana einstakan leikmann. Handbolti 22. desember 2021 11:00
Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. Handbolti 22. desember 2021 10:00
„Vinn mikið í nútíð og framtíð en ekki svo mikið í fortíð“ Það að Þórir Hergeirsson stýri norska kvennalandsliðinu í handbolta í verðlaunasæti á stórmótum er orðinn jafn fastur hluti af aðventunni og kertaljós, mandarínur og skata. Á sunnudaginn varð Noregur heimsmeistari eftir sigur á Frakklandi, 29-22. Þórir segir vinnusemi og góðan liðsanda lykilinn að árangrinum sem hann tekur svo sannarlega ekki sem sjálfsögðum hlut. Handbolti 22. desember 2021 09:01
EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. Handbolti 21. desember 2021 20:51
„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. Handbolti 21. desember 2021 20:30
Sjö íslensk mörk er Magdeburg tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Íslendingalið Magdeburg tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld með fimm marka sigri gegn B-deildarliði Hamm-Westfalen, 26-31. Handbolti 21. desember 2021 19:40
Orri Freyr og félagar enn með fullt hús stiga Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Elverum eru enn með fullt hús stiga á toppi norsku deildarinnar í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Bergen, 23-30. Handbolti 21. desember 2021 18:30