„Blaðran er ekkert sprungin“ Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, segir ákveðna leikmenn úr liðum andstæðinganna njóta sín of vel þegar þeir mæti í Grafarholtið. Í kvöld hafi það verið Tandri Már Konráðsson. Handbolti 27. nóvember 2022 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 18-20 | Selfoss sótti tvö stig á Nesið Selfoss lagði Gróttu að velli 18-20 í miklum baráttuleik í Olís deild karla í handbolta í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Handbolti 27. nóvember 2022 19:45
Stórkostlegur Ómar Ingi í naumum sigri Ómar Ingi Magnússon átti hreint út sagt stórkostlegan leik í sigri Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig leik en Ómar Ingi bar af að þessu sinni. Handbolti 27. nóvember 2022 17:31
Umfjöllun: ÍBV - KA 34-30 | Annar sigur Eyjamanna í röð ÍBV fylgdi síðasta sigri eftir með því að vinna KA nokkuð sannfærandi 34-30. Góður kafli Eyjamanna í fyrri hálfleik lagði grunninn að sterkum sigri. Umfjöllun væntanleg. Handbolti 27. nóvember 2022 16:15
Sex íslensk mörk dugðu ekki til gegn Kiel Íslendingalið Gummersbach mátti þola þriggja marka tap er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 31-28. Handbolti 27. nóvember 2022 15:30
Strákarnir okkar hita upp fyrir HM gegn Þjóðverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun mæta Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í tveimur æfingaleikjum áður en heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi hefst þann 11. janúar. Handbolti 26. nóvember 2022 22:30
Grátlegt tap Viktors og félaga Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes máttu þola grátlegt tap er liðið heimsótti Toulouse í frönsku úrvalsdeildinn í handbolta í kvöld, 32-31. Handbolti 26. nóvember 2022 20:39
Ólafur hafði betur í Íslendingaslag | Daníel og félagar juku forskotið Ólafur Guðmundsson og félagar hans í Zürich unnu sterkan tveggja marka sigur er liðið tók á móti svissnesku meisturunum í Íslendingaliði Kadetten Schaffhausen í kvöld, 31-29. Þá eru Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten nú með sex stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar eftir sex marka sigur gegn Konstanz, 36-30. Handbolti 26. nóvember 2022 20:00
„Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann“ Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var gríðarlega ánægður og stoltur af sínu liði eftir sigur gegn HK í fallbaráttuslag í Olís-deild kvenna í dag. Handbolti 26. nóvember 2022 18:41
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. Handbolti 26. nóvember 2022 18:35
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-34 | Haukum tókst ekki að stöðva Valslestina Valskonur eru enn með fullt hús stiga á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta eftir að liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Haukum í dag, 26-34. Handbolti 26. nóvember 2022 18:28
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Handbolti 26. nóvember 2022 17:43
Sigurður: Extra sætt að vinna á Akureyri ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Eyjakonur voru með yfirhöndina framan af en norðankonur komu vel inn í seinni hálfleik og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútu leiksins. Handbolti 26. nóvember 2022 17:20
„Vonandi að Rúnar fái bara að halda áfram með okkur á næsta ári“ Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson segir mikinn mun á félagsliði hans, Leipzig, eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu. Handbolti 26. nóvember 2022 08:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 21-33 | Stjarnan fór létt með Íslandsmeistarana Stjarnan fór létt með Íslandsmeistara Fram í Olís deild kvenna í kvöld en lokatölur í Úlfarsárdal voru 21-33. Handbolti 25. nóvember 2022 22:03
„Ekki viss um að ég hafi séð svona áður frá okkur“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sagðist vera nánast orðlaus eftir niðurlægjandi tap gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld. Handbolti 25. nóvember 2022 21:58
Umfjöllun: Hörður - Valur 28-45 | Miskunnarlausir Valsarar á Ísafirði Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu vægast sagt sannfærandi sigur er liðið heimsótti botnlið Harðar vestur á Ísafjörð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-45. Handbolti 25. nóvember 2022 21:44
Bjarni skoraði sjö í jafntefli | Tryggvi og félagar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við jafntefli, 28-28, er liðið tók á móti Önnereds í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Á sama tíma unnu Tryggvi Þórisson og félagar hans í Sävehof nauman tveggja marka sigur gegn botnliði Redbergslids, 27-29. Handbolti 25. nóvember 2022 19:50
Sjö nýliðar í stóra HM-hópnum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt hvaða 35 leikmenn koma til greina í íslenska hópinn fyrir HM 2023. Handbolti 25. nóvember 2022 14:54
Kristján „brjálaður“ ef hann fengi ekki sæti á HM: „Ég er mjög bjartsýnn“ Kristján Örn Kristjánsson er einn af hægri skyttunum sem berjast um sæti í landsliðshópi Guðmundar Guðmundssonar fyrir HM í handbolta í janúar. Hann segist hafa fengið góð skilaboð frá landsliðsþjálfaranum. Handbolti 25. nóvember 2022 14:46
Sjáðu Eyjamenn taka „Dúrí dara dúrí dara dúrí dei“ í návígi Eyjamenn unnu nauðsynlegan sigur í Olís deild karla í handbolta í gær þegar liðið sótti þá tvö stig til Framara í Úlfarsárdal. Handbolti 25. nóvember 2022 14:01
Blindandi línusendingar og þrumuskot: Gamli Haukur virðist vera mættur aftur Haukur Þrastarson átti einn sinn besta leik fyrir Kielce þegar pólska liðið sigraði Elverum frá Noregi, 37-33, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Handbolti 25. nóvember 2022 11:00
Gerðu sér vonir um að spila um verðlaun ef allt gengi upp en unnu svo mótið Þórir Hergeirsson gerði sér vonir um að norska kvennalandsliðið í handbolta myndi spila um verðlaun á EM í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi enda höfðu fjórir lykilmenn helst úr lestinni frá síðasta stórmóti, HM 2022. Handbolti 25. nóvember 2022 10:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Fram og ÍBV áttust við í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld sem endaði með eins marka sigri Eyja-manna í Úlfarsárdal, 29-30. Bæði lið mættu tilbúin til leiks og hófst leikurinn af miklum krafti. Handbolti 24. nóvember 2022 22:25
Ómar og Gísli fóru á kostum í sigri Magdeburg | Haukur skoraði sex í Íslendingaslag Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson komu með beinum hætti að 19 af mörkum Magdeburg er liðið vann öruggan fimm marka sigur gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 41-36. Handbolti 24. nóvember 2022 21:47
„Þetta var klaufalegt“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með strákana sína í kvöld sem að þurftu að sætta sig við tap á móti sterku liði ÍBV. Handbolti 24. nóvember 2022 21:08
Arnór meðal markahæstu manna í Evrópudeildinni Eftir fyrstu þrjár umferðirnar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla er Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson meðal markahæstu leikmanna keppninnar. Handbolti 24. nóvember 2022 14:31
„Við erum alltof lítið félag fyrir hann“ Sá handboltaveruleiki sem Stevce Alusovski er vanur samræmdist ekki þeim handboltaveruleikanum hjá Þór á Akureyri. Því var óhjákvæmilegt að binda endi á samstarfið. Handbolti 24. nóvember 2022 13:01
„Algjör nauðsyn að leikmenn séu í toppstandi, annars komast þeir ekki í liðið“ Öllum sem fylgdust EM í handbolta kvenna mátti ljóst vera að norska landsliðið er afar sterkt á svellinu, bæði andlega og líkamlega, og sérstaklega þegar líða tekur á leiki. Handbolti 24. nóvember 2022 11:01
Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. Handbolti 24. nóvember 2022 09:00