Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Hafsteinn fer á HM
Ljóst er að Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, leikmaður Gróttu, fer með landsliði Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótið í handbolta í næsta mánuði. Grænhöfðaeyjar eru með Íslandi í riðli.
Fréttir í tímaröð
Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í undanúrslit á Sparkassen Cup í Merzig í Þýskalandi.
Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins
Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa verið valin handknattleiksfólk ársins af stjórn HSÍ.
Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Wisla Plock unnu stórsigur í pólsku handboltadeildinni í dag.
Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM
Íslenski leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti fyrr í þessum mánuði en þessi snaggaralega handboltakona átti líka eitt af flottustu mörkum Evrópumóts kvenna í handbolta í ár.
Kolstad vann toppslaginn
Íslendingahersveit Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í handbolta bar sigur úr býtum í toppslag deildarinnar þegar liðið tók á móti toppliði Elverum en lokatölur leiksins urðu 32-29.
Dana áberandi í síðasta leik ársins
Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda unnu góðan útisigur í dag í norsku b-deildinni en þetta var síðasti leikur liðsins á árinu 2024.
Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar
Magdeburg spilar ekki á morgun í þýsku handboltadeildinni eins og áætlað var. Ástæðan er sú að fimm eru látnir og tvö hundruð særðir eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi
Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna
Íslendingaliðið MT Melsungen hefur átt frábært tímabil í þýska handboltanum og er á toppi deildarinnar eftir fimmtán leiki.
Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki
Fredericia sótti góðan átta marka sigur, 29-21, gegn Kolding í sautjándu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þetta var síðasti leikur liðsins áður en deildin hefst aftur að nýju í febrúar eftir heimsmeistaramótið.
Arnór frá Gumma til Arnórs
Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson hefur ekki fengið að spila eins mikið og hann vildi í Danmörku á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennsku, og flytur nú til Þýskalands en mun áfram leika undir stjórn Íslendings.
Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara
Handknattleiksdeild Harðar fékk 110 þúsund króna sekt vegna kröfu sem var stofnuð í heimabanka dómara sem dæmdi leik Harðar 2 og Vængja Júpíters í 2. deild karla.
Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum
Í dag, rúmum mánuði eftir umdeildan bikarleik Hauka og ÍBV, er orðið endanlega ljóst að Eyjamenn fá dæmdan 10-0 sigur í leiknum og spila því gegn FH í 8-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta.
Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit
Melsungen varð síðasta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta, með 30-28 sigri gegn Flensburg í átta liða úrslitum.
Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni
Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummerbach eru úr leik í þýsku bikarkeppninni í handbolta eftir 36-33 tap á útivelli gegn Kiel í átta liða úrslitum.
„Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“
„Það er fínt að koma þessu frá sér að tilkynna hópinn. Núna tekur við smá bið. Ég hlakka til að fá þá í hendurnar og byrja að æfa,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sem kynnti leikmannahópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á HM í Zagreb í janúar.
Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir það í raun fínt að Ómar Ingi Magnússon sé ekki „spurningamerki“ fyrir heimsmeistaramótið í næsta mánuði. Meiðsli hans séu þannig að Snorri þurfti strax að finna leiðir til að spila án Ómars.
Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM
Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í dag hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramót karla í handbolta í næsta mánuði.
Snorri kynnti HM-hóp Íslands
Strákarnir okkar hefja keppni á HM í handbolta í Zagreb 16. janúar. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í dag hvaða leikmenn verða í HM-hópnum, í beinni útsendingu á Vísi.
Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands
Einkar sigursælum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk með Evróputitli á sunnudaginn var. Framtíðin er óljós en hann skilur sáttur eftir 23 ára starf fyrir norska handknattleikssambandið.
Framarar slógu út bikarmeistarana
Fram sló bikarmeistara Vals út úr bikarnum í kvöld eftir sigur í leik liðanna í undanúrslitum Powerade bikars karla í handbolta.
Afturelding í bikarúrslitin
Afturelding varð í kvöld annað liðið á eftir Stjörnunni til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikars karla í handbolta.
Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag
Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir var í lykilhlutverki í mikilvægum sigri Volda í toppbaráttuslag í norsku b-deildinni í handbolta.
Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum
Eftir fullkomið lokaár sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta er Þórir Hergeirsson að sjálfsögðu tilnefndur sem þjálfari ársins í norsku íþróttalífi.