Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Bætir Kári Steinn Íslandsmetið í götuhlaupi á Akureyri?

Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í maraþonhlaupi karla, stefnir að því að slá brautarmetið á Íslandsmeistaramótinu í 10 km. götuhlaupi sem fram fer á Akureyri fimmtudaginn 5. Júlí. Það er Ungmennafélag Akureyrar sem hefur umsjón með Íslandsmeistaramótinu sem er hluti af dagskrá Akureyrarhlaups UFA, Átaks og Íslenskra verðbréfa.

Sport
Fréttamynd

Pistorius fékk silfurverðlaun en missti af Ólympíusæti

Suður-Afríski hlauparinn Oscar Pistorius, sem keppir með koltrefjafætur frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, hljóp 400 metrana á afríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag á 45,52 sekúndum. Hann var 0,22 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London.

Sport
Fréttamynd

Einar Daði í tólfta sæti fyrir lokagreinina

Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, kastaði lengst 51,75 metra í spjótkastinu í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í Helsinki. Einar Daði hlaut 615 stig fyrir vikið og er áfram í 12. sæti.

Sport
Fréttamynd

Einar Daði í níunda sæti eftir fyrri daginn

ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði fyrri dag tugþrautarkeppninnar á Evrópumótinu í frjálsum með því að ná góðu 400 metra hlaupi. Einar Daði hljóp 400 metrana á 49.07 sekúndum og er í 9. sæti eftir fyrri daginn.

Sport
Fréttamynd

Tárin féllu þegar ellefu ára heimsmet Seberle var slegið

Tugþrautarkappinn Asthon Eaton hneig til jarðar og grét gleðitárum þegar hann kom í mark í 1500 metra hlaupinu á bandaríska úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í London. Heimsmetið í tugþraut, sem verið hafði í eigu Tékkans Romans Seberle í ellefu ár, var hans.

Sport
Fréttamynd

Matthildur Ylfa vann brons á EM fatlaðra

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir vann fyrstu verðlaun Íslands á EM fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi í dag þegar hún krækti í bronsverðlaun í langstökki. Matthildur Ylfa hafði fyrr um daginn endaði í 8. sæti í 200 metra hlaupi.

Sport
Fréttamynd

Stefnir aftur á úrslitin á EM

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er að fara að keppa á sínu sjötta stórmóti á Evrópumótinu í Helsinki sem hefst á morgun. Hún á góðar minningar frá Evrópumótinu í Barcelona fyrir tveimur árum þegar hún komst í úrslitin og náði að lokum tíunda sætinu. "Snýst um að hafa hausinn í lagi, " segir Ásdís.

Sport
Fréttamynd

Ingeborg bætti Íslandsmet fatlaðra í spjótkasti

Ingeborg Eide Garðarsdóttir varð í 8. sæti í spjótkasti kvenna í dag á Evrópumóti fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi. Ingeborg bætti Íslandsmetið í flokki F37 um heila 59 sentímetra. Ingeborg átti gamla metið sjálf en hún kastaði slétta 15 metra á Íslandsmóti ÍF. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍF.

Sport
Fréttamynd

Fimm Íslendingar keppa á EM í frjálsum í Helsinki

Fimm íslenskir keppendur fara á Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum sem fram fer dagana 27. júní til 1. júlí í Helsinki. Það eru þau Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni, Einar Daði Lárusson tugþrautarmaður úr ÍR, FH-ingarnir Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari, Trausti Stefánsson sem keppir í 400 m hlaupi og Kristinn Torfason sem keppir í langstökki.

Sport
Fréttamynd

Stífna upp og tapa hraða í sprettunum

Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti.

Sport