Guðmundur átti besta afrek dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 09:18 Guðmundur Sverrisson kastar í gær. Mynd/Benedikt H. Sigurgeirsson Frábær árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri en síðari keppnisdagur fer fram í dag. Guðmundur Sverrisson, spjótkastari úr ÍR, stal senunni þegar hann kastaði yfir 80 m í fyrsta sinn á ferlinum. Kastið var aðeins 34 cm frá lágmarkinu fyrir HM í Moskvu og var stigahæsta afrek dagsins. Hann fékk 1096 stig fyrir kastið. Það er greinilega bjart fram undan í spjótkasti karla því Sindri Hrafn Guðmundsson kastaði yfir 70 m og stal öðru sætinu af Erni Davíðssyni - sem einnig hefur náð góðum árangri í greininni. Hafdís Sigurðardóttir, UFA, bar höfuð og herðar yfir stöllur sínar í kvennaflokki. Hún átti þrjú stigahæstu afrek dagsins en hún sigraði í þremur greinum. Besta afrekið, 1065 stig, vann hún er hún jafnaði eigið Íslandsmet í langstökki með 6,36 m stökki. Hún sigraði svo með yfirburðum í 100 m hlaupi á 11,75 sekúndum og hafði betur í einvíginu við Anítu Hinriksdóttur í 400 m hlaupi. Aníta var svo í fjórða sæti á stigalistanum með 1019 stig fyrir tímann sinn í 400 m hlaupi, 55,34 sekúndur, en hún var tæpri sekúndu á eftir Hafdísi. Arna Stefanía kom svo næst með 1018 stig fyrir árangur sinn í 100 m grindahlaupi. Hún hljóp á 14,11 sekúndum og bætti eigið aldursflokkamet. Kristinn Torfason vann næstbesta afrek dagsins í karlaflokki er hann sigraði í langstökki með 7,45 m. Ásdís Hjálmsdóttir, sem undirbýr sig nú fyrir HM, sigraði með yfirburðum í spjótkasti en var þó nokkuð frá sínu besta. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann einnig þrenn gullverðlaun í gær og náði sérstaklega glæsilegum árangri í 100 m hlaupi, þar sem hann bætti aldursflokkamet Jóns Arnars Magnússonar. Kolbeinn hljóp á 10,66 sem var þriðja stigahæsta afrek dagsins í karlaflokki. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi eftir spennandi keppni. Kolbeinn kórónaði svo daginn með því að tryggja sveit UFA dramatískan sigur með síðasta sprettinum í 4x100 boðhlaupi karla. UFA hljóp á 43,14 sekúndum en Breiðablik, ÍR, og FH voru öll innan við sekúndu á eftir. ÍR sigraði í 4x100 m boðhlaupi kvenna á 48,54 sekúndum en FH kom næst á 48,88 sekúndum.Úrslit og keppnisdagskrá má sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Frábær árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri en síðari keppnisdagur fer fram í dag. Guðmundur Sverrisson, spjótkastari úr ÍR, stal senunni þegar hann kastaði yfir 80 m í fyrsta sinn á ferlinum. Kastið var aðeins 34 cm frá lágmarkinu fyrir HM í Moskvu og var stigahæsta afrek dagsins. Hann fékk 1096 stig fyrir kastið. Það er greinilega bjart fram undan í spjótkasti karla því Sindri Hrafn Guðmundsson kastaði yfir 70 m og stal öðru sætinu af Erni Davíðssyni - sem einnig hefur náð góðum árangri í greininni. Hafdís Sigurðardóttir, UFA, bar höfuð og herðar yfir stöllur sínar í kvennaflokki. Hún átti þrjú stigahæstu afrek dagsins en hún sigraði í þremur greinum. Besta afrekið, 1065 stig, vann hún er hún jafnaði eigið Íslandsmet í langstökki með 6,36 m stökki. Hún sigraði svo með yfirburðum í 100 m hlaupi á 11,75 sekúndum og hafði betur í einvíginu við Anítu Hinriksdóttur í 400 m hlaupi. Aníta var svo í fjórða sæti á stigalistanum með 1019 stig fyrir tímann sinn í 400 m hlaupi, 55,34 sekúndur, en hún var tæpri sekúndu á eftir Hafdísi. Arna Stefanía kom svo næst með 1018 stig fyrir árangur sinn í 100 m grindahlaupi. Hún hljóp á 14,11 sekúndum og bætti eigið aldursflokkamet. Kristinn Torfason vann næstbesta afrek dagsins í karlaflokki er hann sigraði í langstökki með 7,45 m. Ásdís Hjálmsdóttir, sem undirbýr sig nú fyrir HM, sigraði með yfirburðum í spjótkasti en var þó nokkuð frá sínu besta. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann einnig þrenn gullverðlaun í gær og náði sérstaklega glæsilegum árangri í 100 m hlaupi, þar sem hann bætti aldursflokkamet Jóns Arnars Magnússonar. Kolbeinn hljóp á 10,66 sem var þriðja stigahæsta afrek dagsins í karlaflokki. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi eftir spennandi keppni. Kolbeinn kórónaði svo daginn með því að tryggja sveit UFA dramatískan sigur með síðasta sprettinum í 4x100 boðhlaupi karla. UFA hljóp á 43,14 sekúndum en Breiðablik, ÍR, og FH voru öll innan við sekúndu á eftir. ÍR sigraði í 4x100 m boðhlaupi kvenna á 48,54 sekúndum en FH kom næst á 48,88 sekúndum.Úrslit og keppnisdagskrá má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira