Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mikael hraunaði yfir dómarann í hálf­leik og lagði svo upp

Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson var afar óánægður með gula spjaldið sem hann fékk í grannaslag með Djurgården gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann hneykslaðist á dómaranum í viðtali í hálfleik og lagði svo upp mark í seinni hálfleiknum, í 3-3 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís ekki enn spilað á tíma­bilinu

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands og Bayern München, bíður enn eftir því að hefja nýtt tímabil með Bayern vegna glímu við meiðsli. Hún gat því ekki mætt Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool

Leicester, lið Hlínar Eiríksdóttur, vann 1-0 sigur gegn Liverpool í ensku ofurdeildinni í fótbolta í dag þrátt fyrir að missa mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvoru megin í Manchester er meiri krísa?

Í fyrsta sinn í fimm ár er Manchester United fyrir ofan Manchester City fyrir grannaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Rúben Amorim telur það hins vegar algjört grín að segja pressuna svipaða á sér og Pep Guardiola.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Draumur síðan ég var krakki“

Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði fyrra mark Þórs frá Akureyri er liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu með 1-2 sigri gegn Þrótti í gær. Hann segir langþráðan draum vera að rætast.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Sveindísar duggði skammt

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Angel City máttu þola 2-1 tap er liðið heimsótti North Carolina Courage í bandaríska kvennaboltanum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­var hetjan í endurkomusigri Brann

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann unnu sterkan 3-2 sigur er liðið tók á móti Valerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sævar Atli Magnússon reyndist hetja heimamanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum

Eftir að hafa verið á markaskónum með íslenska landsliðinu lék Andri Lucas Guðjohnsen sinn fyrsta leik fyrir Blackburn í dag þegar liðið vann 1-0 útisigur gegn Watford í ensku B-deildinni í fótbolta.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýska­lands

Ísak Bergmann Jóhannesson virtist ætla að reynast hetja Kölnar í dag, í efstu deild Þýskalands í fótbolta, með jöfnunarmarki gegn Wolfsburg í uppbótartíma. Hann jafnaði metin í 2-2 en leiknum lauk með 3-3 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórsarar upp í Bestu deildina en Sel­foss féll

Eftir rúman áratug í næstefstu deild munu Þórsarar spila í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Þeir tryggðu sér sæti þar með sigri gegn Þrótti á troðfullum AVIS-vellinum í Laugardal í dag. Selfoss féll hins vegar í 2. deild með Fjölni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Zubimendi með tvö í frá­bærum sigri

Arsenal vann frábæran 3-0 sigur gegn Nottingham Forest í fyrsta leiknum eftir landsleikjahlé í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Spánverjinn Martin Zubimendi skoraði tvö markanna með afar laglegum hætti.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu

Kamerúnski spretthlauparinn Emmanuel Eseme sker sig nokkuð úr á HM í frjálsíþróttum. Hann var markvörður hjá áhugamannaliði í fótbolta en sneri sér svo að frjálsíþróttum 24 ára gamall og starfar samhliða því sem umhverfisverkfræðingur.

Sport
Fréttamynd

Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því

Heimir Hallgrímsson mun að minnsta kosti fá að starfa út samningstíma sinn, sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, þó að undankeppni HM hafi farið afar illa af stað hjá liðinu. Pistlahöfundur Daily Star vill að „tannlæknirinn“ verði rekinn strax.

Fótbolti
Fréttamynd

Skiptir til Chelsea frá fé­lagi með sömu eig­endur

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi við framherjann Emanuel Emegha. Mun hann ganga til liðs við félagið á næsta ári. Emegha spilar í dag fyrir Strasbourg í Frakklandi, liði með sömu eigendur og Chelsea.

Enski boltinn