Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron

Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon eru mættir aftur í íslenska landsliðshópinn og verða með liðinu í leikjunum gegn Aserbaísjan og Úkraínu síðar í mánuðinum. Landsliðsþjálfarinn vonar að þeir gefi jafn mikið af sér innan hópsins og Aron Einar Gunnarsson.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur Arnars

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, hefur ákveðið hvaða leikmenn verða í hópnum í síðustu tveimur leikjunum í undanriðlinum fyrir HM 2026, gegn Aserbaísjan og Úkraínu síðar í þessum mánuði. Bein útsending frá blaðamannafundi hans var á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný?

Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney var einn þeirra sem gagnrýndu stærstu stjörnur Liverpool þegar liðið var í miðri taphrinu sinni. Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, mætti í viðtal og ræddi málin við Rooney eftir sigur Liverpool á Real Madrid í Meistaradeildinni í gær.

Enski boltinn
Fréttamynd

Á­nægð með að mæta Ís­landi

Eins og búast mátti við eru viðbrögðin við riðli Íslands í undankeppni HM kvenna í fótbolta öll á þann veg að um enn eitt einvígi Spánar og Englands verði að ræða. Hinn sigursæli landsliðsþjálfari Evrópumeistara Englands fagnar því að mæta Íslendingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu

Þær eru mismunandi refsingarnar hjá liðum þegar menn mæta of seint á æfingar eða liðsfundi. Knattspyrnustjórar taka menn oft út úr byrjunarliðinu og sektarsjóður er hjá flestum liðum. Refsingin hjá franska félaginu Mónakó hlýtur að vera með þeim harðari í heimi, að minnsta kosti fyrir budduna.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Amorim ekki geta gert krafta­verk

Cristiano Ronaldo fór um víðan völl í viðtali við Piers Morgan á dögunum og ræddi meðal annars um að hann hefði töluverða samúð með sínu gamla félagi Manchester United.

Fótbolti
Fréttamynd

Liver­pool vann risa­slaginn

Stórleikur Liverpool og Real Madrid varð ekki sú flugeldasýning sem margir höfðu vonast eftir en liðin eru tvö af fjórum sigursælustu liðum í sögu Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistararnir lágu á heima­velli

Ríkjandi Evrópumeistara PSG töpuðu sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í vetur þegar Bayern München mætti í heimsókn til Parías en Bayern hefur nú unnið fyrstu 16 leiki sína þetta tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneypu­för danskra til Lundúna

FC Kaupmannahöfn átti erfiða ferð til Lundúna í kvöld þegar liðið steinlá gegn Tottenham 4-0. Hinn 17 ára Viktor Bjarki Daðason kom inná í hálfleik en fékk úr litlu að moða.

Fótbolti
Fréttamynd

Cunha eða Mbeumo?

Í síðasta þætti af Sunnudagsmessunni var farið í nýjan lið sem nefnist Þessi eða hinn. Þar fengu sérfræðingarnir tvo kosti og áttu að velja annan þeirra.

Sport
Fréttamynd

Steini um mar­traðarriðilinn: „Ekki drauma­and­stæðingar“

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það vissulega ekki vera draumastöðu að hafa dregist með ríkjandi heims- og Evrópumeisturum í riðil í undankeppni HM 2027, verkefnið sé þó ekki óyfirstíganlegt og spennandi tilhugsun sé að taka á móti stærstu stjörnum kvennafótboltans hér heima. 

Fótbolti