Frederik fer frá Val og Ögmundur gengur til liðs við félagið Frederik Schram hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Val sem rennur út eftir tímabilið. Ögmundur Kristinsson snýr heim úr atvinnumennsku og mun verja mark Valsmanna næstu þrjú árin. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 15:25
Þegar Atli Eðvalds skoraði með hælnum á móti Frökkum Frakkar spila í kvöld á móti Portúgal í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta og þá er að sjá hvort einhver leiki eftir tilþrif Atla Eðvaldssonar frá árinu 1990. Fótbolti 5. júlí 2024 15:01
Sjáðu Orkumótið: Líf og fjör í Eyjum Orkumótið fór fram í Vestmannaeyjum um nýliðna helgi en þar keppa strákar í 6. flokki. Fótbolti 5. júlí 2024 14:41
Sigdís Eva kveður uppeldisfélagið og fer til Svíþjóðar Sigdís Eva Bárðardóttir er farin frá uppeldisfélagi sínu Víkingi til sænska félagsins Norrköping. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 13:12
Spánverjar hafa aldrei unnið heimaþjóð þegar allt er undir Spænska fótboltalandsliðið hefur spilað vel á Evrópumótinu í Þýskalandi en nú bíður liðsins afar krefjandi verkefni og múr sem landslið Spánverja hefur aldrei komist í gegnum. Fótbolti 5. júlí 2024 13:01
Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. Enski boltinn 5. júlí 2024 12:01
Meistaradeild Evrópu: Breiðablik mætir FC Minsk | Valur mætir Ljuboten Dregið var í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta nú rétt í þessu við hátíðlega athöfn í Nyon í Sviss. Tvö íslensk lið, Valur og Breiðablik, voru í pottinum. Valur mætir ZFK Ljuboten frá Norður-Makedóníu, Breiðablik mætir FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Fótbolti 5. júlí 2024 11:32
Bellingham í skilorðsbundið bann og sektaður fyrir klámfenginn fögnuð Jude Bellingham hefur verið dæmdur í eins leiks skilorðsbundið bann og fengið 30.000 evra sekt fyrir klámfengin fagnaðarlæti eftir jöfnunarmarkið gegn Slóvakíu. Hann má því spila átta liða úrslitaleikinn gegn Sviss á morgun. Fótbolti 5. júlí 2024 11:01
Finnst það gleymast að dómarar eigi að vernda leikmenn Bestu mörkin fengu ekki mörg mörk í elleftu umferð Bestu deildar kvenna en það var þeim mun meira af vafaatriðum þegar kom að dómgæslu í þessum leikjum. Sérfræðingarnir ræddu dómgæsluna í kvennadeildinni. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 10:32
ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“ Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 10:00
Nýi styrktaraðilinn veðmálafyrirtæki sem stuðlaði hanaat og streymdi klámi NET88 er nýr styrktaraðili enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Sú nýjasta í langri röð veðmálasíðna sem auglýsir framan á treyjum knattspyrnufélaga. Ýmislegt efni hefur verið fjarlægt af síðunni eftir að styrktarsamningur var kynntur, en síðan auglýsti áður beinar útsendingar af klámi og bauð viðskiptavinum upp á að veðja á hanaat. Enski boltinn 5. júlí 2024 08:31
Tyrkir segja að Demiral hafi ekki verið dæmdur í bann Þýska blaðið Bild sló því upp í gær að hetja tyrkneska landsliðsins, Merih Demiral, væri kominn í tveggja leikja bann og myndi missa af leikjum í átta liða úrslitum og undanúrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tyrkneska sambandið hafnar þessum fréttum. Fótbolti 5. júlí 2024 08:15
Segir að markið hans Bellingham gæti breytt öllu fyrir enska landsliðið John Stones trúir því að mark liðsfélaga hans Jude Bellingham í sextán liða úrslitunum gæti verið vendipunktur fyrir enska landsliðið á þessu Evrópumóti. Fótbolti 5. júlí 2024 07:31
Kom Ronaldo til varnar: Er ekki í lagi að gráta? Fótboltaáhugafólk um allan heim sá Cristiano Ronaldo gjörsamlega brotna saman í leik Portúgals við Slóveníu í 16-liða úrslitum EM. Áminning um það að stærstu fótboltastjörnur heims eru líka mannlegar, segir liðsfélagi hans Bernardo Silva. Fótbolti 5. júlí 2024 07:00
Emi Martinez bjargaði Messi þegar Argentína vann í vító Argentína komst í nótt í undanúrslit í Suðurameríkukeppninni í fótbolta, Copa América, eftir sigur á Ekvador í vítakeppni. Fótbolti 5. júlí 2024 06:30
Pabbinn telur að bænirnar hafi komið til bjargar Faðir tyrkneska markvarðarins Mert Günok var að sjálfsögðu stoltur eftir magnaða markvörslu sonarins sem tryggði Tyrkjum sigur á Austurríki, á EM í fótbolta. Hann telur þó að æðri máttarvöld hafi haft sitt að segja. Fótbolti 4. júlí 2024 22:46
ÍR og Grindavík sendu skýr skilaboð ÍR-ingar unnu frábæran 3-0 sigur á Aftureldingu í kvöld, og komu sér upp fyrir Mosfellinga í 5. sæti, á meðan að Grindavík vann sætan 1-0 útisigur á liðinu í 2. sæti, Njarðvík, í Lengjudeild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 21:34
Hetja Tyrkja í bann fyrir úlfafagnið Tyrkir hafa orðið fyrir miklu áfalli fyrir leikinn við Holland í 8-liða úrslitum EM karla í fótbolta í Þýskalandi, því maðurinn sem kom þeim þangað verður í banni. Fótbolti 4. júlí 2024 20:31
Dýrmætur sigur Þórs en toppliðið skoraði ekki Fjölnismenn verða á toppi Lengjudeildar karla í fótbolta að loknum fyrri helmingi deildakeppninnar, eftir markalaust jafntefli við Keflavík í kvöld í 11. umferðinni. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 20:00
Segir Rodri bestan í heimi eftir langar kennslustundir Ilkay Gündogan, fyrirliði Þýskalands, jós lofi yfir sinn gamla liðsfélaga hjá Manchester City, Rodri, fyrir stórleikinn við Spán á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Fótbolti 4. júlí 2024 18:31
Liðsfélagar Helga skjóta hann í hausinn: „Ég þarf að ræða við þá eða drulla mér í burtu bara“ Helgi Guðjónsson hefur tvisvar á síðustu dögum fengið dúndurbolta í andlitið frá eigin liðsfélaga. Bæði skiptin slapp við hann við heilahristing en hann segist þurfa að eiga orð við þá Viktor Örlyg og Ara Sigurpálsson, nú eða bara finna leiðir til að forða sér úr aðstæðum. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 14:17
„Eru örugglega að leita sér að einhverju fersku“ Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu framtíð Sigdísar Evu Bárðardóttur, átján ára framherja Víkings, en hún gæti verið á förum úr Víkinni á næstu vikum. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 13:31
Disney stjórinn að kaupa fótboltafélag með eiginkonunni Skólastýran Willow Bay og eiginmaður hennar, Bob Iger, framkvæmdastjóri Disney, eru sögð vera að ganga frá samningi um kaup á bandaríska kvennafótboltafélaginu Angel City FC. Fótbolti 4. júlí 2024 12:31
Hlín tilnefnd sem sú besta í júní Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir hefur verið að spila frábærlega með sænska félaginu Kristianstad í sumar. Fótbolti 4. júlí 2024 11:00
Segja að Southgate gæti skipt um leikkerfi Ekki hefur vantað gagnrýnina á leik enska landsliðsins á EM þótt að liðið hafi unnið sinn riðil og sé komið alla leið í átta liða úrslitin. Nú er von á breytingum hjá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate. Fótbolti 4. júlí 2024 10:31
Verður áfram hjá Manchester United Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu. Enski boltinn 4. júlí 2024 10:18
Sjáðu sextán ára stelpu koma meisturunum til bjargar Valskonur komust upp að hlið Breiðabliki í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir sigur á Þrótti í gær en það munaði ekki miklu að Íslandsmeistararnir töpuðu stigum. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 09:31
Bannar eiginkonurnar ef þeir vinna leikinn Eiginkonur þýsku landsliðsmannanna hafa fengið á heimsækja þá á Evrópumótinu til þessa en það mun breytast ef þýska liðið kemst í undanúrslitin. Fótbolti 4. júlí 2024 09:01
Foden finnur til með Southgate Phil Foden, leikmaður enska landsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði líka að líta í eigin barm þegar kemur að slakri frammistöðu liðsins á Evrópumótinu. Hann vorkennir landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate sem hefur mátt þola mikla gagnrýni. Fótbolti 4. júlí 2024 07:36
Telur sig geta platað Klopp til að taka við Bandaríkjunum Tim Howard, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, segist handviss um að hann geti platað Jürgen Klopp, fyrrverandi þjálfara Liverpool, til að taka við bandaríska landsliðinu fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer að hluta til í Bandaríkjunum eftir tvö ár. Fótbolti 4. júlí 2024 07:01