Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Fjárfestar skoða möguleika á að kaupa Formúlu 1

Fjárfestingafélagið EXOR og News Corporation fjölmiðlasamsteypan, sem er í eigu Rupert Murdoch staðfestu síðdegis í dag að verið er að frumkanna möguleg kaup á Formúlu 1. Fyrirtækin tvö sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þessa efnis, en autosport.com greindi frá þessu og í frétt á BBC Sport segir að fulltrúi fyritækjanna sé þegar búinn að ræða við eigendur Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Williams án stiga eftir þrjú fyrstu mótin

Williams liðið hefur ekki byrjað Formúlu 1 tímabilið vel, en hvorki Rubens Barrichello frá Brasilíu né nýliðinn Pastor Maldonado frá Venusúela hafa fengið stig í keppni ökumanna í fyrstu þremur mótunum og þar af leiðandi Williams ekki heldur stig í stigakeppni bílasmiða.

Formúla 1
Fréttamynd

Jákvætt gengi hjá Force India

Force India Formúlu 1 liðið, sem er í eigu Vijay Mallay frá Indland mun njóta þess heiðurs að keppa í fyrsta mótinu í Indlandi í lok október, en um næstu helgi mætir liðið með bíla sína til Tyrklands. Þjóðverjinn Adrian Sutil og nýliðinn skoski Paul di Resta munu þá takast á við Istanbúl Park brautina, eftir þriggja vikna hlé frá kappaksturskeppni.

Formúla 1
Fréttamynd

Nýliðinn Perez vill ná í fyrstu stigin

Sergio Perez frá Mexíkó, hjá Formúlu 1 liðii Sauber vill ná því markmiði að fá fyrstu stigin sín í stigakeppni ökumanna um næstu helgi. Þá keppir hann í Tyrklandi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi frá Japan á Istanbúl Park brautinni. Perez er á fyrsta ári sínu í Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

FIA framlengdi frest Barein til 3. júní

FIA, aþjóðabílasambandið tilkynnti í kvöld að bílasambandið í Barein og mósthaldarar á Barein brautinni fái frest til þriðja júní að sækja aftur um að halda Formúlu 1 mót í Barein á þessu ári. Fyrri frestur til til umsóknar rann út í gær, en mótið átti upphaflega að fara fram 15. mars. Því var frestað vegna pólitísks ástands í landinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Enn óljóst hvort Formúlu 1 mót verður í Barein 2011

Frestur sem FIA, alþjóðabílasambandið gaf Formúlu 1 mótshöldurum í Barein til að sækja aftur um mót á þessu ári rann út í gær. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins átti upphaflega fara fram 15. mars í Barein. Vegna póltísks ástands í landinu var því frestað, en FIA gaf mótshöldurum færi á því til sunnudagsins 1. maí að sækja um að koma mótinu á síðar á árinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg: Fyrstu þrjú mótin eins og rússibanareið tilfinninga

Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes hafa ekki náð því flugi, sem Mercedes liðið vonaðist eftir. En þeir eru ekki meðal efstu manna í stigamóti ökumanna eftir þrjú fyrstu mótin. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst eins öflugur og til stóð í upphafi, en virkaði þó betur í síðustu keppni, en í fyrstu tveimur mótum ársins. Mercedes keppir í Tyrklandi um næstu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Heidfeld telur Renault eiga meira inni

Nick Heidfeld og Vitaly Petrov mæta galvaskir í næsta Formúlu 1 mót, sem verður í Tyrklandi um næstu helgi. Báðir hafa nælt í bronsverðlaun í móti á árinu, en þremur mótum er lokið. Heidfeld tók sæti Robert Kubica fyrir tímabilið hjá Renault, vegna óhapps sem Kubica lenti í þegar hann tók þátt í rallkeppni í vetur.

Formúla 1
Fréttamynd

Meistaranum Vettel hlakkar til næsta móts eftir páskaeggjaát

Forystumaður stigamótins í Formúlu 1, Sebastian Vettel nýtti páskafríið vel og hitti vini sína og gæddi sér á nokkrum páskaeggjum eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel og Mark Webber, liðsfélagi hans hjá Red Bull keppa næst í Tyrklandi um aðra helgi og kunna báðir vel við mótssvæðið.

Formúla 1
Fréttamynd

Eigendur Formúlu 1 liðs Lotus keyptu sportbílaframleiðanda

Team Lotus Enterprise, sem á Formúlu 1 liðið Lotus tilkynnti í morgun að fyrirtækið hafi keypt breska sportbílaframleiðandann Caterham Cars. Eigendur Team Lotus Enterprise eru Tony Fernandes, Kamarudin Maranun og SM Nasarudin, en Formúlu 1 lið Lotus hefur keppt í Formúlu 1 frá því í fyrra.

Formúla 1
Fréttamynd

Endurskipulag bætti gengi Mercedes

Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins.

Formúla 1
Fréttamynd

Haug hjá Mercedes hrifinn af frammistöðu nýliðans Paul di Resta

Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi.

Formúla 1
Fréttamynd

Keppnisáætlanir mikilvægar í mótum ársins

Yfirmenn McLaren og Red Bull sem áttust við um fyrsta sætið í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ á sunnudaginn telja að keppnisáætlanir liða verði mikilvægar í mótum ársins. McLaren sá við Red Bull í Sjanghæ á betur útfærðri keppnisáætlun.

Formúla 1
Fréttamynd

Enginn uppgjöf hjá Webber

Óhætt er að segja að Mark Webber hafi sýnt framúrskarandi hæfileika í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ í gær. Hann var átjándi á ráslínu, en vann sig upp í þriðja sæti, á eftir þeim Lewis Hamilton og Sebastian Vettel.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel: Reyndi að verjast Hamilton af bestu getu

Sebastian Vettel hjá Red Bull er efstur í stigamótinu í Formúlu 1, en hann varð annar á eftir Lewis Hamilton á Sjanghæ brautinni í gær. Hann var fremstur á ráslínu, en komst ekki hratt af stað í rásmarkinu og missti Jenson Button og Lewis Hamilton framúr sér.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton: Einstök tilfinning að færa liðinu sigur

McLaren liðið og Lewis Hamilton tók ákveðna áhættu fyrir mótið í Sjanghæ í Kína varðandi keppnisáætlun og það skilaði gullinu í æsispennandi keppni. Hamilton sá við helsta keppinaut sínum í næst síðasta hring mótsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton vann æsispennandi Kína kappakstur

Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstu í endmark í tilþrifamiklum kappakstri í Sjanghæ í Kína í dag. Sex ökumenn skiptust á að hafa forystu í mótinu, en Sebastian Vettel varð annar og Mark Webber þriðji, en báðir aka með Red Bull.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel vill ekki oftmetnast

Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í þriðja skipti í röð á keppnistímabilini í Formúlu 1 og ræsir fremstur af stað í kínverska kappaksturinn á morgun. Á sama tíma er liðsfélagi hans Mark Webber aðeins átjándi á ráslínu, eftir ógöngur í tímatökunni í Kína í morgun.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fremstur á ráslínu í Sjanghæ

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Hann varð 0.715 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren, en Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji. Hann veður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á morgun.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fljóastur á lokaæfingunni í Kína

Sebastian Vettel hélt uppteknum hætti á Sjanghæ brautinni í nótt þegar hann náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Formúlu 1. Hann hefur náð besta tíma á öllum æfingum og er því vel settur fyrir tímatökuna, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.45.

Formúla 1
Fréttamynd

Keppinautarnir þokast nær Vettel

Sebastian Vettel á Red Bull náði aftur besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða í Kína snemma morguns, á Sjanghæ brautinni. En Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren komu honum næstir. Þá voru Mercedes bílar Nico Rosberg og Michael Schumacher skammt undan.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fljótastur á fyrstu æfingunni í Kína

Sebastian Vettel stimplaði sig rækilega inn á fyrstu æfingu keppnisliða á Sjanghæ brautinni í nótt. Hann varð 0.615 sekúndum á undan Mark Webber. Báðir aka Red Bull og Lewis Hamilton var 2.106 sekúndum á eftir Vettel. Vettel hefur unnið tvö fyrstu mót ársins og verið fremstur í tímatökum í báðum mótum ársins.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel: Lánsamir að vera fremstir

Sebastian Vettel telur að mótshelgin í Sjanghæ í Kína verði erfið og veðrið geti haft áhrif á möguleika ökumanna. Vettel var á fréttamannafundi á Sjanghæ brautinni i dag, en hann er með 24 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir tvö fyrstu mótin.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg: Erfið byrjun á tímabilinu

Nico Rosberg og Michael Schumacher mæta á Sjanghæ Formúlu 1 brautina í Kína um helgina og keppa í þriðja Formúlu 1 móti ársins. Rosberg varð í þriðja sæti í mótinu í Sjanghæ í fyrra.

Formúla 1
Fréttamynd

Heidfeld ánægður með bronsið

Nick Heidfeld tryggði Renault bronsið í kappakstrinum í Malasíu á sunnudaginn og lið hans náði þriðja sæti einnig í fyrsta móti ársins með Vitaly Petrov. Heidfeld er staðgengill Robert Kubica.

Formúla 1
Fréttamynd

Button: Barðist til sigurs til síðasta hrings

Jenson Button er annar í stigamótinu, 24 stigum á eftir Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, eftir tvö fyrstu mótin. Vettel hefur unnið bæði mót ársins, en Button varð í öðru sæti á eftir honum á sunnudaginn í keppni í Malasíu.

Formúla 1