Button vann í Ungverjalandi - Vettel jók forskotið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2011 13:56 Jenson Button og Sebastian Vettel. Mynd/AP Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Jenson Button var að vinna sinn annan kappakstur á tímabilinu en hann vann einnig kanadíska kappaksturinn á dögunum. Button hafði ekki náð að klára undanfarnar tvær keppnir og sigurinn var því langþráður fyrir hann en þetta var tvöhundraðasti kappakasturinn hans á ferlinum. Þetta er ellefti sigur Button á ferlinum en hann vann einmitt sinn fyrsta sigur í Ungverjalandi árið 2006. Sebastian Vettel hjá Red Bull er nú með 85 stiga forskot á Mark Webber í keppni ökumanna en nú munar aðeins fjórum stigum á mönnunum í 2. til 4. sæti. Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari var þriðji og komst því á pall fjórða kappaksturinn í röð. Alonso eru nú aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna en Lewis hélt naumlega þriðja sætinu í stigakeppninni. Lewis Hamilton var lengi í forystunni en gerði afdrifarík mistök og fékk að auki á sig akstursvíti. Eftir það átti hann ekki möguleika lengur á sigri og endaði að lokum í fjórða sæti eftir að hafa komist upp fyrir Mark Webber.Lokastaðan í ungverska kappakstrinum: 1. J Button - McLaren 2. S Vettel - Red Bull 3, F Alonso - Ferrari 4. L Hamilton - McLaren 5. M Webber - Red Bull 6. F Massa - Ferrari 7. P Di Resta - Force India 8. S Buemi - Toro Rosso 9. N Rosberg - Mercedes 10. J Alguersuari - Toro RossoStaðan í keppni ökumanna: 1. S Vettel - Red Bull - 234 stig 2. M Webber - Red Bull - 149 3. L Hamilton - McLaren - 146 4. F Alonso - Ferrari - 145 5. J Button - McLaren - 134 6. F Massa - Ferrari - 70 7. N Rosberg - Mercedes - 48 8. N Heidfeld - Renault - 34 9. V Petrov - Renault - 32 10. M Schumacher - Mercedes - 32 Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Jenson Button var að vinna sinn annan kappakstur á tímabilinu en hann vann einnig kanadíska kappaksturinn á dögunum. Button hafði ekki náð að klára undanfarnar tvær keppnir og sigurinn var því langþráður fyrir hann en þetta var tvöhundraðasti kappakasturinn hans á ferlinum. Þetta er ellefti sigur Button á ferlinum en hann vann einmitt sinn fyrsta sigur í Ungverjalandi árið 2006. Sebastian Vettel hjá Red Bull er nú með 85 stiga forskot á Mark Webber í keppni ökumanna en nú munar aðeins fjórum stigum á mönnunum í 2. til 4. sæti. Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari var þriðji og komst því á pall fjórða kappaksturinn í röð. Alonso eru nú aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna en Lewis hélt naumlega þriðja sætinu í stigakeppninni. Lewis Hamilton var lengi í forystunni en gerði afdrifarík mistök og fékk að auki á sig akstursvíti. Eftir það átti hann ekki möguleika lengur á sigri og endaði að lokum í fjórða sæti eftir að hafa komist upp fyrir Mark Webber.Lokastaðan í ungverska kappakstrinum: 1. J Button - McLaren 2. S Vettel - Red Bull 3, F Alonso - Ferrari 4. L Hamilton - McLaren 5. M Webber - Red Bull 6. F Massa - Ferrari 7. P Di Resta - Force India 8. S Buemi - Toro Rosso 9. N Rosberg - Mercedes 10. J Alguersuari - Toro RossoStaðan í keppni ökumanna: 1. S Vettel - Red Bull - 234 stig 2. M Webber - Red Bull - 149 3. L Hamilton - McLaren - 146 4. F Alonso - Ferrari - 145 5. J Button - McLaren - 134 6. F Massa - Ferrari - 70 7. N Rosberg - Mercedes - 48 8. N Heidfeld - Renault - 34 9. V Petrov - Renault - 32 10. M Schumacher - Mercedes - 32
Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira