Flóttamenn

Flóttamenn

Fréttir af málefnum flóttamanna.

Fréttamynd

Höfðu betur í lekamáli

Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy.

Innlent
Fréttamynd

Lætur kjósa um ákvarðanir ESB

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur tilkynnt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um flóttamannakvóta Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Kæra leka um sig til að fá formlega rannsókn

Landspítalinn neitar því að persónuupplýsingum um víetnömsk hjón hafi verið lekið þaðan til Útlendingastofnunar. Hjónin hafa nú kært hinn meinta leka til lögreglunnar. Það er gert til að fá formlega rannsókn, að sögn lögmanns þe

Innlent
Fréttamynd

Geta loksins byrjað nýtt líf

Framtíðin er björt hjá sýrlenskri flóttafjölskyldu sem í dag var veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir 8 mánaða bið upp á von og óvon. Hjónin eru komin með vilyrði fyrir vinnu og eiga von á sínu þriðja barni.

Innlent
Fréttamynd

50 þúsund á flótta frá Aleppo

Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum.

Erlent
Fréttamynd

Börnin bíða eftir svörum

Fimm makedónsk systkini með stöðu hælisleitenda hafa ekki hafið skólagöngu sína og fá engin svör um hvenær þeim stendur það til boða.

Innlent