Martin Omolu veitt hæli á Íslandi eftir fjögurra ára óvissu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 21:13 Martin fær að búa á Íslandi. Vísir/Pjetur Nígeríumanninum Martin Omolu hefur verið veitt hæli hér á landi eftir að hafa velkst um í kerfinu í fleiri mánuði. Martin og mál hans hefur vakið mikla athygli en í febrúar síðastliðnum var honum tilkynnt að vísa ætti honum úr landi með tveggja sólarhringa fyrirvara. Hefði honum verið vísað aftur til ítalíu en þangað kom hann árið 2003 og sótti um hæli. „Ég er svo glaður. Ég er bara að reyna að skilja þetta allt, ég er að reyna að ná utan um að þetta hafi raunverulega gerst,“ segir Martin í samtali við Vísi. „Ég hef lifað svo lengi á hrakhólum að ég veit ekki hvernig ég á að hegða mér lengur.“ Martin er samkynhneigður og hefur því mátt þola barsmíðar í heimalandi sínu. Í viðtali við Fréttablaðið sýndi hann blaðamanni örin sem hann ber. Martin hefur búið hér í tæplega fjögur ár en hann kom hingað frá Ítalíu sem fyrr segir.Góðar fréttir eftir langa tíð slæmra fregna „Þetta er nýtt upphaf fyrir mig. Ég hef fengið svo mikið af slæmum fréttum í gegnum tíðina að ég bjóst engan veginn við þessu. Ég hef fengið slæmar fréttir allt síðan ég flutti að heiman.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Martin á fjölda vina hér á landi og hyggst nýta þetta tækifæri sem honum var gefið vel. Hann hefur þegar lært hrafl í íslensku og ætlar að vera orðinn reipbrennandi áður en langt um líður. Hann starfar núna við að selja humarlokur og humarsúpur í Lobster Hut en segist ekki hafa ákveðið hvað framtíðin hér á landi ber í skauti sér. „Nei. Nú tek ég bara eitt skref í einu. Ég þarf núna að finna út úr því hvað ég geri. Allt er opið og bjart fyrir mér núna. Ég elska Ísland og að vera hér, nú þarf ég bara að gera það besta úr þessu tækifæri.“ Mál Martin var tekið fyrir í Hæstarétti síðastliðið haust en þar var umsókn hans um hæli vísað frá. Hæstiréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Því átti að senda Martin tilbaka til Ítalíu. Í kjölfarið upphófust mikil mótmæli sér í lagi í ljósi þess að aðstæður í Ítalíu hafa hríðversnað á liðnum árum. Þangað liggur mikill straumur flóttamanna og lítil sem engin úrræði eru fyrir hópinn sem dvelur að mestu leyti á götunum með enga von um dvalar- eða atvinnuleyfi. Þann 18. febrúar síðastliðinn barst tilkynning frá Útlendingastofnun þar sem fram kom að ákvörðun hefði verið tekin um að fresta brottflutningi af sanngirnisástæðum.Uppfært:Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Hæstiréttur hefði hafnað umsókn Martins um hæli en hið rétta er að umsókn um hæli var vísað frá dómi. Þá kom fram að innanríkisráðherra hefði tekið ákvörðun um að fresta brottflutningi en það var í raun Útlendingastofnun. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Nígeríumanninum Martin Omolu hefur verið veitt hæli hér á landi eftir að hafa velkst um í kerfinu í fleiri mánuði. Martin og mál hans hefur vakið mikla athygli en í febrúar síðastliðnum var honum tilkynnt að vísa ætti honum úr landi með tveggja sólarhringa fyrirvara. Hefði honum verið vísað aftur til ítalíu en þangað kom hann árið 2003 og sótti um hæli. „Ég er svo glaður. Ég er bara að reyna að skilja þetta allt, ég er að reyna að ná utan um að þetta hafi raunverulega gerst,“ segir Martin í samtali við Vísi. „Ég hef lifað svo lengi á hrakhólum að ég veit ekki hvernig ég á að hegða mér lengur.“ Martin er samkynhneigður og hefur því mátt þola barsmíðar í heimalandi sínu. Í viðtali við Fréttablaðið sýndi hann blaðamanni örin sem hann ber. Martin hefur búið hér í tæplega fjögur ár en hann kom hingað frá Ítalíu sem fyrr segir.Góðar fréttir eftir langa tíð slæmra fregna „Þetta er nýtt upphaf fyrir mig. Ég hef fengið svo mikið af slæmum fréttum í gegnum tíðina að ég bjóst engan veginn við þessu. Ég hef fengið slæmar fréttir allt síðan ég flutti að heiman.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Martin á fjölda vina hér á landi og hyggst nýta þetta tækifæri sem honum var gefið vel. Hann hefur þegar lært hrafl í íslensku og ætlar að vera orðinn reipbrennandi áður en langt um líður. Hann starfar núna við að selja humarlokur og humarsúpur í Lobster Hut en segist ekki hafa ákveðið hvað framtíðin hér á landi ber í skauti sér. „Nei. Nú tek ég bara eitt skref í einu. Ég þarf núna að finna út úr því hvað ég geri. Allt er opið og bjart fyrir mér núna. Ég elska Ísland og að vera hér, nú þarf ég bara að gera það besta úr þessu tækifæri.“ Mál Martin var tekið fyrir í Hæstarétti síðastliðið haust en þar var umsókn hans um hæli vísað frá. Hæstiréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Því átti að senda Martin tilbaka til Ítalíu. Í kjölfarið upphófust mikil mótmæli sér í lagi í ljósi þess að aðstæður í Ítalíu hafa hríðversnað á liðnum árum. Þangað liggur mikill straumur flóttamanna og lítil sem engin úrræði eru fyrir hópinn sem dvelur að mestu leyti á götunum með enga von um dvalar- eða atvinnuleyfi. Þann 18. febrúar síðastliðinn barst tilkynning frá Útlendingastofnun þar sem fram kom að ákvörðun hefði verið tekin um að fresta brottflutningi af sanngirnisástæðum.Uppfært:Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Hæstiréttur hefði hafnað umsókn Martins um hæli en hið rétta er að umsókn um hæli var vísað frá dómi. Þá kom fram að innanríkisráðherra hefði tekið ákvörðun um að fresta brottflutningi en það var í raun Útlendingastofnun. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00