Erlent

Manntjón á Miðjarðarhafi: Líkum 100 flóttamanna hefur skolað á strendur Líbíu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Líkum 104 flóttamanna hefur skolað á strendur Líbíu í grennd við bæinn Zwara.
Líkum 104 flóttamanna hefur skolað á strendur Líbíu í grennd við bæinn Zwara. Vísir/Getty
Líkum 104 flóttamanna hefur skolað á strendur Líbíu í grennd við bæinn Zwara. Flestir þeirra flóttamanna sem freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til Evrópu halda af stað frá strandbænum.

„Frá og með fimmtudeginum höfum við fundið 104 lík,“ sagði talsmaður líbíska flotans við fréttastofu AFP „Fastlega má gera ráð fyrir því að þessi tala hækki þar sem hver bátur inniheldur rúmlega 100 manns.“

Fregnir af manntjóni á Miðjarðarhafinu eru tíðar en alls hafa 204 þúsund flóttamanna reynt að komast yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu. Er þeim yfirleitt þröngvað saman í litla og óörugga báta. Eru fregnir af slysum tíðar en í dag bárust fréttir af því að hundruð flóttamanna væri saknað eftir að bát hvolfdi á Miðjarðarhafinu.

Smyglarar í Líbíu hafa nýtt sér ástandið og óreiðuna sem skapast hefur í ríkinu eftir að Muammar Gaddafi, einræðisherra, var steypt af stóli ári 2011. Græða þeir vel á því að smygla flóttamönnum sem ólmir vilja komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu en um 300 kílómetrar eru þar á milli.

Talið er að 2500 flóttamenn hafi látist það sem af er ári við það að reyna að komast yfir.


Tengdar fréttir

Hundruð barna hafa drukknað

Að meðaltali tvö börn hafa drukknað á hverjum degi síðan í september á síðasta ári í tilraunum flóttamanna til að flýja yfir Miðjarðarhafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×