Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Gagnrýna hátt verðlag á ferðamannastöðum

Stjórnarformaður í Félagi leiðsögumanna gagnrýnir verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hvetur neytendur á Íslandi til að forðast viðskipti við staði sem selja á óhóflegu verði.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýna skúravæðingu Landmannalauga

Ferðafélag Íslands telur nýveitt stöðuleyfi fyrir gáma og skúra í Landmannalaugum ekki til hagsbóta fyrir svæðið. Oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra tekur undir það. Vinna hafin um að breyta ásýnd svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Bakkaði að eldhúsglugganum

Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta.

Innlent
Fréttamynd

Íslandskortið fjarlægt úr Tjarnarsal

Sérstök undantekning frá þeirri meginreglu að Íslandslíkanið sé að jafnaði til sýnis í öðrum helmingi Tjarnarsalar og sýningar og aðrir viðburðir séu staðsettir í hinum hluta salarins.

Innlent
Fréttamynd

Staðan á vinnumarkaði grafalvarleg

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála óttast að langvarandi verkfall muni hafa neikvæð áhrif á komu erlendra ferðamanna hingað til lands og segir að staðan sé grafalvarleg.

Innlent
Fréttamynd

VR, LÍV og Flói eru saman í aðgerðum

Fyrstu verkföll VR, LÍV og Flóabandalagsins hefjast 28. maí verði aðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Stefnt er að ótímabundnu allsherjarverkfalli frá og með 6. júní, takist ekki samingar. Ekki dugi það eitt að lýsa yfir góðæri.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að manna störf með Íslendingum

Árstíðabundnar sveiflur í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eru nánast að hverfa. Fleiri heilsárstörf verða því til sem gæti þýtt fleiri störf fyrir menntað fólk í greininni. Erfiðlega gengur þó að manna störf með heimamönnum á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Prófa fyrir sér með vinnslu á birkisafa

Skógrækt ríkisins og Foss Distillery vinna saman að því að safna birkisafa til þróunarverkefna. Birkisafa má nýta í sírópsgerð, bakstur, ís, líkjöragerð auk þess sem hann er að verða vinsælt hráefni í kokteila. Söfnunin er best á þessum árstíma.

Innlent
Fréttamynd

Strokkur gaus rauðu - Myndband

Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana.

Innlent
Fréttamynd

Víða um land er bágborin klósettaðstaða

Fararstjóri og ljósmyndari segir alltof fá almenningssalerni á landsbyggðinni fyrir ferðamenn. Oft þurfi að keyra marga tíma úr leið til að komast á salerni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tekur undir og segist skammast sín.

Innlent