Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Passa sig

Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir því, ekki þess sem verður fyrir því. Pössum að það sé á hreinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Barátta við öfgar

Leiðin til að losna við skoðanir og pólitískar hugsjónir sem einkennast af mannhatri er hvorki að banna þær né þagga þær niður. Leiðin er einmitt að sýna þær, berskjaldaðar, og afhjúpa þær fyrir það sem þær eru; fordómar og fáfræði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki sofna á verðinum

Ef löggjafinn klárar ekki lagabreytingar til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar strax í haust gætum við horft fram á óbætanlegt tjón í mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gestgjafarnir

Fólk ferðast um heiminn á eigin ábyrgð. Við gestgjafarnir verðum að hætta að vera of upptekin í aukahlutverkum okkar í Litlu gulu hænunni til að aðstaða og framtíðarsýn verði viðunandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Fimmtíu eru fáir

Stjórnvöld tilkynntu í gær að ákveðið hafi verið að taka á móti 50 flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Flóttafólkið sem um ræðir kemur frá Sýrlandi, Erítreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir komu þeirra þegar hafinn. Áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili; frá og með október næstkomandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Börn eiga rétt á vernd og umönnun

Börn eiga samkvæmt lögum rétt á vernd og umönnun. Löggjafinn leitaðist með setningu barnaverndarlaga við að tryggja börnum sem búa við óviðunandi aðstæður nauðsynlega aðstoð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að sjóða hrísgrjón

Ég hef allnokkrum sinnum gert heiðarlegar tilraunir til þess að sjóða hrísgrjón sem allar hafa mistekist. Ég er samt ekki hræðilegur kokkur, er meira að segja ágæt í ýmsu sem snýr að matseld og ýmsu öðru í lífinu. En að sjóða hrísgrjón virðist reyna á hæfni sem ég bý ekki yfir.

Bakþankar
Fréttamynd

Timeo Danaos…

Við heyrum sögur af heilu grísku eyjunum þar sem allir þykjast vera blindir, og amma þeirra líka, og fá bætur samkvæmt því.

Skoðun
Fréttamynd

Gæsilegt

Vinkonur mínar eru svo miklar nútímakonur að engin þeirra ætlar að gifta sig fyrr en um sextugt. Við erum sjálfstæðar nútímakonur, mætum á mikilvæga fundi og lifum í synd með mökum sem þvo þvott og taka fæðingarorlof. Gott og blessað.

Bakþankar
Fréttamynd

Áttavillt og umdeilt Ríkisútvarp

BBC hefur löngum þótt fyrirmynd annarra ríkismiðla. Í vikunni birtu bresk yfirvöld opinbera skýrslu um starfsemi BBC. Þótti skýrsluhöfundum sjálf fyrirmyndin hafa misst sjónar á kjarnahlutverki sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Heimspeki er lífsstíll

Ég hef lengi verið unnandi góðrar heimspeki. Sem ungur maður varð ég fyrir miklum áhrifum frá Taóisma í gegnum Bókina um veginn eftir Lao tse. Ég held að engin bók hafi haft jafnmikil áhrif á mig, líf mitt og karakter og hún.

Fastir pennar
Fréttamynd

Út með alla

Ég tek ekki mark á fólki nema það hafi búið erlendis,“ sagði kunningi minn eitt sinn. Fullyrðingin er djörf en það er engu að síður margt til í henni. Íslenskt samfélag verður líklega aldrei betra en hlutfall íbúanna sem hafa dvalið í lengri tíma í öðrum menningarheimum og upplifað sig sem sandkornin sem við Íslendingar, líkt og allar aðrar manneskjur, erum.

Bakþankar
Fréttamynd

Fagnaðar- eða áhyggjuefni?

Ný rannsókn Háskólans á Akureyri sýnir að mun fleiri íslenskir unglingar en áður vilja búa erlendis í framtíðinni. Auk þess búast fleiri ungmenni við að sú verði raunin. Óformleg rannsókn Fréttablaðsins í dag er í takt við niðurstöður háskólans, þar sem meirihluti viðmælenda segist hafa mikinn áhuga á því að flytjast búferlum og oft og tíðum mennta sig utan landsteinanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mygluostur eða myglaður ostur

Tíminn. Hann bætir, þroskar, sætir. Góður ostur verður betri. Rauðvín öðlast dýpt. Maðurinn visku. Reynsla er af hinu góða. Það vita allir (nema kannski stjórnendur RÚV sem missa nú frá sér reynslubolta eins og klaufalegir smákrakkar í boltaleik). En tíminn er líka skaðræðisskepna. Hann skemmir, spillir og eyðileggur. Matur rotnar. Andlit hrukkast. Hlutir morkna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fegurðin og klámið

Hann var vænn að yfirliti og ljóslitaður, bláeygur og snareygur og rjóður í kinnum, hárið mikið, gult, og fór vel. Manna var hann kurteisastur, harðger í öllu, ráðhollur og góðgjarn, mildur og stilltur vel, vinfastur og vinavandur.

Bakþankar
Fréttamynd

Brennó fyrir fullorðna

Mest selda bók landsins um þessar mundir er litabók. Fyrir fullorðna. Mér vitandi hafa litabækur þó verið fáanlegar í þriðju hverri verslun á landinu undanfarna áratugi, en það er ekki fyrr en nú þegar komin er á markað litabók ætluð fullorðnum sem litaglaðir landsmenn þora að taka aftur til við þessa eftirlætisiðju margra barna.

Bakþankar
Fréttamynd

Þjóðin borgar

Landsbankinn hyggst reisa nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík. Byggingin mun hýsa alla miðlæga starfsemi bankans og gera áætlanir ráð fyrir að rekstrarkostnaður vegna húsnæðis lækki um 700 milljónir króna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að reka konur

Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stilltu árin

Þrátt fyrir að unglingsár mín hafi verið laus við dramatík að mestu þá fór það mér aldrei neitt sérstaklega vel að vera unglingur.

Bakþankar
Fréttamynd

Bara eitt í viðbót um flugvöllinn

Ég veit ekki hvort það sé fræðilega mögulegt að koma með ferskan flöt á umræðuna um flugvöllinn í Vatnsmýrinni en ég skal svo sannarlega reyna. Ég sé í alvöru ekkert nema kosti sama hvar flugvöllurinn er. Að hafa hann í Vatnsmýrinni er frábært.

Bakþankar