Að sjóða hrísgrjón Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2015 07:00 Ég hef allnokkrum sinnum gert heiðarlegar tilraunir til þess að sjóða hrísgrjón sem allar hafa mistekist. Ég er samt ekki hræðilegur kokkur, er meira að segja ágæt í ýmsu sem snýr að matseld og ýmsu öðru í lífinu. En að sjóða hrísgrjón virðist reyna á hæfni sem ég bý ekki yfir. Í draumi birtist falleg skál af hinum fullkomnu hrísgrjónum. Raunveruleikinn er hins vegar hryggðarmynd af einlægum hrísgrjónadraumi konu á þrítugsaldri. Um daginn reyndi ég aftur, fór eftir öllum leiðbeiningum á pakkanum og horfði á kennslumyndband á Youtube. Þrátt fyrir viðleitnina skaðbrunnu grjónin í potti sambýliskonu minnar. Potti, sem til þess að kóróna allt saman, er erfðagripur og hefur ómetanlegt tilfinningalegt gildi. Í svitabaði og kvíðakasti leitaði ég á náðir Blands og Marthastewart.com til þess að fá ráðleggingar um hvernig mætti ná ósköpunum úr pottinum. Við tók þriggja daga ferli af tilraunastarfsemi með sítrónusafa, uppþvottalegi, matarsóda, svamp og hníf að vopni. Leifarnar náðust að mestu úr botni pottsins en hann verður aldrei samur og mun að eilífu standa sem vitnisburður um enn eina misheppnaða tilraun. Þau örfáu grjón sem sluppu báru vægt brunabragð en fóru samt klístruð, hálfelduð og illa þefjandi á matarborðið með dýrindis indversku karríi sem heppnaðist vel, þrátt fyrir að matseldin ætti samkvæmt uppskrift að vera talsvert flóknari en að sjóða bolla af fræjum tveggja tegunda grasplantna í vatni. Ég bugaðist og ákvað að ég gæti bara alls ekki soðið hrísgrjón, bara aldrei. Ekki nóg með það að hafa klúðrað grjónunum konunglega, þá skildi ég eftir varanleg för á erfðagrip sem tilheyrði ekki einu sinni mér. En eftir frekari umhugsun og sjálfskoðun komst ég að annarri niðurstöðu. Kannski þyrfti ég bara að æfa mig meira. Ég á til að gleyma því að ég get ekki orðið góð í öllu strax og ef ég sleppi alfarið að æfa mig og gefst upp verð ég væntanlega aldrei góð í því. Hvort sem það er að sjóða bolla af hrísgrjónum eða eitthvað sem hefur þeim mun meiri þýðingu í lífinu.Meðfylgjandi er áðurnefnt myndskeið af Youtube.com: Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ég hef allnokkrum sinnum gert heiðarlegar tilraunir til þess að sjóða hrísgrjón sem allar hafa mistekist. Ég er samt ekki hræðilegur kokkur, er meira að segja ágæt í ýmsu sem snýr að matseld og ýmsu öðru í lífinu. En að sjóða hrísgrjón virðist reyna á hæfni sem ég bý ekki yfir. Í draumi birtist falleg skál af hinum fullkomnu hrísgrjónum. Raunveruleikinn er hins vegar hryggðarmynd af einlægum hrísgrjónadraumi konu á þrítugsaldri. Um daginn reyndi ég aftur, fór eftir öllum leiðbeiningum á pakkanum og horfði á kennslumyndband á Youtube. Þrátt fyrir viðleitnina skaðbrunnu grjónin í potti sambýliskonu minnar. Potti, sem til þess að kóróna allt saman, er erfðagripur og hefur ómetanlegt tilfinningalegt gildi. Í svitabaði og kvíðakasti leitaði ég á náðir Blands og Marthastewart.com til þess að fá ráðleggingar um hvernig mætti ná ósköpunum úr pottinum. Við tók þriggja daga ferli af tilraunastarfsemi með sítrónusafa, uppþvottalegi, matarsóda, svamp og hníf að vopni. Leifarnar náðust að mestu úr botni pottsins en hann verður aldrei samur og mun að eilífu standa sem vitnisburður um enn eina misheppnaða tilraun. Þau örfáu grjón sem sluppu báru vægt brunabragð en fóru samt klístruð, hálfelduð og illa þefjandi á matarborðið með dýrindis indversku karríi sem heppnaðist vel, þrátt fyrir að matseldin ætti samkvæmt uppskrift að vera talsvert flóknari en að sjóða bolla af fræjum tveggja tegunda grasplantna í vatni. Ég bugaðist og ákvað að ég gæti bara alls ekki soðið hrísgrjón, bara aldrei. Ekki nóg með það að hafa klúðrað grjónunum konunglega, þá skildi ég eftir varanleg för á erfðagrip sem tilheyrði ekki einu sinni mér. En eftir frekari umhugsun og sjálfskoðun komst ég að annarri niðurstöðu. Kannski þyrfti ég bara að æfa mig meira. Ég á til að gleyma því að ég get ekki orðið góð í öllu strax og ef ég sleppi alfarið að æfa mig og gefst upp verð ég væntanlega aldrei góð í því. Hvort sem það er að sjóða bolla af hrísgrjónum eða eitthvað sem hefur þeim mun meiri þýðingu í lífinu.Meðfylgjandi er áðurnefnt myndskeið af Youtube.com:
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun