Endurtekið efni um helgina Tveir af gömlu fjórflokkunum héldu sína landsfundi nú um helgina sem var að líða. Annar flokkurinn deilir völdum í höfuðborginni en hinn á landsvísu en ekki verður nú sagt að kjósendur hafi gripið andann á lofti yfir stórviðburðum. Fastir pennar 26. október 2015 10:00
Þytur í laufi Ekkert öskrar íslenskur realismi eins og stingandi ískalt loft og laufhrúgur í innkeyrslu. Brennið sólstólana og dragið fram kakóið, veturinn er loksins kominn. Bakþankar 26. október 2015 09:00
Að fá stjörnur … Um daginn fór ég að hugsa um stjörnugjafir í listdómum, alveg út í loftið, eiginlega himinhvolfið. Ég hafði lesið nokkra dóma um listviðburði þennan daginn, misgáfulega eins og gengur, og tók allt í einu eftir þessum fjárans stjörnum sem mér þóttu hanga utan á ritsmíðunum, eins og óþarfir og roggnir forstjórar. Skoðun 26. október 2015 06:00
Víst frelsi einstaklinga Í umræðum um vínfrumvarpið á þingi sagði Katrín Jakobsdóttir að málið snerist ekki um einstaklingsfrelsi, heldur verslunarfrelsi. Svipuð rök hefur heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson sett fram. Hugmyndin er nokkurn veginn þessi: "Áfengi er lögleg vara. Einstaklingar geta keypt áfengi ef þeir vilja. Einstaklingsfrelsi er ekki skert.“ Vandinn er bara að þessi skilgreining á "einstaklingsfrelsi“ er ansi þröng. Bakþankar 24. október 2015 13:00
Drap konur án þess að fatta það Hver seldi þér kaffið sem þú keyptir á leiðinni í vinnuna í morgun? Var það karl eða kona? Skiptir það máli? Skiptir máli hvort karl eða kona las Sjónvarpsfréttirnar í gær? Skiptir máli hvort það verður karl eða kona sem fær Íslandsbanka á silfurfati einhvern tímann á næstu misserum? Skiptir máli hvort það er karl eða kona sem skrifar þennan pistil? Skoðun 24. október 2015 13:00
Örbirgð upprætt? Þjóðir heims fagna 70 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna í dag. Örbirgð er óréttlát og henni þarf að útrýma. Það er einmitt höfuðmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Börn sem búa við sára fátækt ráða sjálf engu um stöðu sína. Bestu fréttir samtímans eru að nú dregur úr sárustu örbirgð. Kynslóðin sem núna vex úr grasi er sú fyrsta, sem horfir fram á að hugsanlega megi uppræta fátækt. Fastir pennar 24. október 2015 13:00
Greint frá góðum árangri Stundum er því haldið fram að í fréttir rati ekki nema slæmar fréttir, að breytingar til batnaðar og gott gengi einhvers staðar fái takmarkaða athygli. Áhersla á það sem aflaga fer, án stærra samhengis hlutanna, verði svo til þess að upp sé brugðið skekktri og svartari mynd af stöðu heimsmála en ástæða sé til. Fastir pennar 23. október 2015 09:32
Grátt í höllinni Málefni flóttamanna og innflytjenda eru í algleymingi og stór hluti umræðunnar snýst um hvernig búa megi í haginn til þess að þeim sem náðarsamlegast fá hingað að flytja líði vel. Bakþankar 23. október 2015 07:00
Stjórnarskrárnefnd Bjarna Benediktssonar Vert er að halda til haga þætti Bjarna Benediktssonar, síðar formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, í stjórnarskrármálinu árin eftir lýðveldisstofnunina 1944. Fastir pennar 22. október 2015 07:00
Það er veisla! Á Vesturlöndum gerast nú víða spennandi hlutir í stjórnmálum. Í Bandaríkjunum fer eldri borgarinn Bernie Sanders um sem öskrandi byltingarmaður, boðar nýjar áherslur sem hingað til hafa þótt helgispjöll þar í landi. Mannsæmandi kjör fyrir almúgann á kostnað hinna moldríku. Bakþankar 22. október 2015 07:00
Fólki blöskrar Í tengslum við flóttamannaumræðuna, sem farið hefur hátt undanfarið, hefur töluverð umræða skapast um Útlendingastofnun. Í gær voru stofnuninni afhentar 10.000 undirskriftir sem safnast höfðu til stuðnings albanskri fjölskyldu sem fær ekki hæli hér á landi. Fastir pennar 22. október 2015 07:00
Klikkuð körfuboltakvöld Barátta sjónvarpsstöðvanna er hörð á föstudagskvöldum þar sem félagarnir Gísli Marteinn og Logi Bergmann bjóða þekktum Íslendingum í sófana sína og reyna að keppa við raunveruleikaþáttinn The Voice á Skjá einum. Sjálfur er ég hvorki aðdáandi raunveruleikaþátta né spjallþátta og átti þar til síðastliðinn föstudag ekki von á því að föstudagskvöld yrðu sjónvarpskvöld. Bakþankar 21. október 2015 07:00
Aftur á upphafsreit Fari svo að ríkið eignist Íslandsbanka að fullu, líkt og tillaga kröfuhafa bankans gerir ráð fyrir, minnir staðan um margt á ástandið áður en lagt var upp í söluferli bankanna sumarið 2001. Þá hétu bankar ríkisins Landsbanki og Búnaðarbanki (í stað Íslandsbanka nú). Fastir pennar 21. október 2015 07:00
Þróunaraðstoð verði minni, en landamærin opnari Í síðustu viku fékk Angus Deaton, prófessor við Princeton-háskólann, Nóbelsverðlaunin í hagfræði meðal annars „fyrir greiningu hans á neyslu, fátækt og velferð“. Fastir pennar 21. október 2015 07:00
Manneskjur sem við áttum aldrei að kynnast Við erum að berjast fyrir nágranna, skólasystur og félaga. Þetta eru ekki lengur tölur, heldur manneskjur. Þetta er ekki tilfinningaklám, heldur raunveruleiki. Bakþankar 20. október 2015 07:00
Jörðin er undir „Við verðum að ná árangri, ekki bara fyrir þessa kynslóð heldur fyrir komandi kynslóðir,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, í stefnuræðu sinni á Arctic Circle ráðstefnunni sem haldin var í Hörpunni um nýliðna helgi. Hollande varð tíðrætt um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heiminn. Fastir pennar 20. október 2015 07:00
Bara fólk Íslenskri fjölskyldu var synjað um dvalarleyfi í Tromsö í Noregi þar eð sýnt þótti að fólkið væri einungis þangað komið í leit að betri lífskjörum. Fastir pennar 19. október 2015 08:00
Þvottadagur Frá því ég flutti úr foreldrahúsum hef ég þurft að þvo sjálfur af mér spjarirnar. Mér hefur aldrei þótt það neitt tiltökumál, enda er 21. öldin gengin í garð og enginn þarf lengur að kjaga með stútfullt vaskafat af óhreinum naríum niður í Laugardal til þess að viðhalda sæmilegum hreinlætisstuðli. Bakþankar 19. október 2015 08:00
Á flótta undan mennskunni Fimm manna fjölskyldu frá Albaníu var í liðinni viku synjað um dvalarleyfi á Íslandi af Útlendingastofnun. Í synjun stofnunarinnar kemur fram að fjölskyldan sé ekki metin sem flóttafólk þar sem henni stafi ekki lífshætta af því að snúa til heimalandsins né eigi hún þar á hættu ofsóknir. Á þessum forsendum er þessari fimm manna fjölskyldu, hjónum og börnum þeirra þremur, meinað um að dvelja áfram á Íslandi og lifa hér sínu lífi, sjálfu sér og samfélaginu til góðs. Fastir pennar 19. október 2015 08:00
Hún kallaði þetta yfir sig Lögbókin Grágás er merkileg heimild um afstöðu forfeðranna til ýmiss konar afbrota. Í Festarþætti er rætt um hörð viðurlög við nauðgun, sem talin var andstyggilegur glæpur. Bakþankar 17. október 2015 07:00
Með öxi í höfðinu Það hriktir í stoðum vinasambands Íslands og Bandaríkjanna. Í síðustu viku sendi Barack Obama okkur Íslendingum diplómatískan löðrung yfir Atlantshafið. Nei, ég er ekki að tala um hótanir um refsiaðgerðir vegna hvalveiða Íslendinga. Ég er að tala um Leif Eiríksson. Fastir pennar 17. október 2015 07:00
Erlend sérþekking? Síminn var formlega skráður á markað í liðinni viku eftir hlutafjárútboð. Nú síðast fór fram almennt útboð þar sem hlutir í félaginu fóru á genginu 3,3. Áður höfðu vildarviðskiptavinir Arion banka fengið að kaupa á genginu 2,8. Í ágúst keypti svo hópur kringum stjórnendur félagsins um fimm prósenta hlut á genginu 2,5. Fastir pennar 17. október 2015 07:00
Öryggisnetið á að virka Fram fór umræða um málefni fatlaðra á Alþingi í gær. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti þar athygli á því að frá því sveitarfélög tóku við málaflokknum af ríkinu hefði verkefnið reynst mörgum þeirra þungt í skauti. Raunar svo mjög að hluti byggðasamlaga og sveitarfélaga ræði nú að skila málaflokknum til baka. Fastir pennar 16. október 2015 08:02
Verkfall í mjólkurbúðinni Bein útsending kvöldfrétta í fyrrakvöld frá Vínbúð ríkisins var dálítið retró. Neytendur flykktust í Ríkið að birgja sig upp áður en skellt yrði í lás vegna verkfalls SFR. Þetta minnti einna helst á gamlar fréttamyndir frá áttunda áratugnum af fólki í biðröðum við mjólkurbúðir að hamstra mjólk vegna boðaðs verkfalls. Bakþankar 16. október 2015 07:00
Tímar tattúa Það þarf að stækka Keflavíkurflugvöll. Auðvitað þarf að gera það. Ástandið þar er eins og í stóðréttum. Það er ekki eins og fólk viti þetta ekki. Fastir pennar 16. október 2015 07:00
Refsigleðin Það verður aldrei hörgull á örvæntingarfullu fólki sem skipuleggjendur fíkniefnainnflutnings geta misnotað. Fastir pennar 15. október 2015 10:15
Það sem við lærðum af hollenska burðardýrinu Samstarfsvilji borgar sig ekki. Þrátt fyrir að hafa sýnt lögreglunni á Íslandi mikinn samstarfsvilja var það ekki metið. Hin hollenska Mirjam van Twuyver fékk 11 ára dóm sem var einn sá þyngsti sem fallið hefur á Íslandi í tengslum við fíkniefnamál. Hún benti lögreglunni á fólk og tók þátt í tálbeituaðgerð. Bakþankar 15. október 2015 07:00
Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. Fastir pennar 14. október 2015 09:21
Við þurfum kerfi til að leysa skuldavanda ríkja Íslenska ríkið var mjög nálægt því að lenda í greiðslufalli 2008-2009 og síðustu mánuði hefur hættan á greiðslufalli Grikkja verið í brennidepli. Fastir pennar 14. október 2015 09:15
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun