Þytur í laufi Berglind Pétursdóttir skrifar 26. október 2015 09:00 Ekkert öskrar íslenskur realismi eins og stingandi ískalt loft og laufhrúgur í innkeyrslu. Brennið sólstólana og dragið fram kakóið, veturinn er loksins kominn. Ég er ein af fáum sem ekki gráta hið íslenska gúmmísumar. Mér finnst lífsgæði mín sjaldan jafn áþreifanleg og þegar ég get vafið um mig ullarteppi eins og ég sé burrito og legið með frosið nef fyrir framan sjóðheitan Danfoss-ofn. Skvísutvennan pels og sólgleraugu var líka fundin upp á Íslandi. Það jafnast ekkert á við það að píra augun framan í lágreista vetrarsól íklæddur minkapels og öskra nokkrar línur úr hinu eftirminnilega lagi Vetrarsól með Bó. Kalt og bjart, svona á vetur að vera. Af því að ég er svona mikill vetraraðdáandi og vinn í auglýsingageiranum langar mig að koma með vinalega ábendingu til allra sem eru að reyna að selja eitthvað. Það mætti markaðssetja haustið og vetrarbyrjun mun betur. Það er orðið ógeðslega kalt og napurt. Ég hef ekki litið frídag á virkum síðan um verslunarmannahelgi og mun ekki gera fyrr en um jól. Veskið mitt öskrar og krefst þess að ég kaupi eitthvað til að gera mér kuldann bærilegri. Seljið mér ylvolgar smalabökur og sjóðheita kaffidrykki með graskerskeim, þótt ég hafi aldrei smakkað innvols graskers og geri mér enga grein fyrir bragðpallettu þess. Ég ímynda mér einhvern veginn jólalegan kanilkeim, en graskerslegri, þið skiljið. Prangið inn á mig kaðlapeysum og nýprjónuðum hosum – sjóðheitum af prjónum húsmæðraskólagenginna ömmusystra, færið mér flatböku með súpukjöti og blóðmörsís. Bara eitthvað, stemningu, helst í haustlitum. Ég er til í að klofa mittisháa laufbunka til að gera þessa vetrarupplifun mína sem stórkostlegasta. Ókei? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Ekkert öskrar íslenskur realismi eins og stingandi ískalt loft og laufhrúgur í innkeyrslu. Brennið sólstólana og dragið fram kakóið, veturinn er loksins kominn. Ég er ein af fáum sem ekki gráta hið íslenska gúmmísumar. Mér finnst lífsgæði mín sjaldan jafn áþreifanleg og þegar ég get vafið um mig ullarteppi eins og ég sé burrito og legið með frosið nef fyrir framan sjóðheitan Danfoss-ofn. Skvísutvennan pels og sólgleraugu var líka fundin upp á Íslandi. Það jafnast ekkert á við það að píra augun framan í lágreista vetrarsól íklæddur minkapels og öskra nokkrar línur úr hinu eftirminnilega lagi Vetrarsól með Bó. Kalt og bjart, svona á vetur að vera. Af því að ég er svona mikill vetraraðdáandi og vinn í auglýsingageiranum langar mig að koma með vinalega ábendingu til allra sem eru að reyna að selja eitthvað. Það mætti markaðssetja haustið og vetrarbyrjun mun betur. Það er orðið ógeðslega kalt og napurt. Ég hef ekki litið frídag á virkum síðan um verslunarmannahelgi og mun ekki gera fyrr en um jól. Veskið mitt öskrar og krefst þess að ég kaupi eitthvað til að gera mér kuldann bærilegri. Seljið mér ylvolgar smalabökur og sjóðheita kaffidrykki með graskerskeim, þótt ég hafi aldrei smakkað innvols graskers og geri mér enga grein fyrir bragðpallettu þess. Ég ímynda mér einhvern veginn jólalegan kanilkeim, en graskerslegri, þið skiljið. Prangið inn á mig kaðlapeysum og nýprjónuðum hosum – sjóðheitum af prjónum húsmæðraskólagenginna ömmusystra, færið mér flatböku með súpukjöti og blóðmörsís. Bara eitthvað, stemningu, helst í haustlitum. Ég er til í að klofa mittisháa laufbunka til að gera þessa vetrarupplifun mína sem stórkostlegasta. Ókei?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun