Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Erum fráleitt komin fyrir vind

Ný skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland var birt í vikunni. Þar kveður við kunnuglegan tón þar sem stjórnvöld eru hvött til aðhalds og að draga úr þátttöku ríkisins á lánamarkaði umfram það sem þegar hefur verið gert.

Fastir pennar
Fréttamynd

Góðir stakkfirðingar

Örnefni eru vandmeðfarin því fólk tekur við þau ástfóstri, eins og dæmin sanna. Ekki er langt síðan lá við borgarastyrjöld norður í landi vegna ágreinings um heiti á fjalli. Við sameiningu íslenskra sveitarfélaga komu upp svipuð vandamál. Sumir Keflvíkingar harðneituðu að vera annað en Keflvíkingar áfram og Njarðvíkingar tóku í svipaðan streng. Niðurstaðan var hið afleita nafn Reykjanesbær.

Bakþankar
Fréttamynd

Nú er að bíta í skjaldarrendur

Kosningabaráttan í vor er liðin. Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Velferðarstjórn. Nú stendur ekkert eftir nema að efna kosningaloforðin. Þau eru meira að segja sum komin inn í stjórnarsáttmálann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lifi Sparisjóður Dalvíkur

Þetta gæti verið upphaf á gömlu lagi með Megasi: Það eru allir svo brjálaðir út í bankana. Svo gætu erindin tuttugu og sjö öll hafist á svipuðum nótum. Það eru allir svo bitrir út í bankana, það blæs ekki byrlega fyrir bönkunum...

Bakþankar
Fréttamynd

Þakklæti

Fyrirbærið þakklæti er ekki hátt skrifað í nútímanum. Flestum finnst álíka fáránlegt að vera þakklátur og að safna sér fyrir einhverju. Til hvers að safna sér fyrir einhverju þegar maður fær lánað fyrir því á þremur mínútum? Til hvers að vera þakklátur fyrst allt kemur hvort sem er upp í hendurnar á manni?

Bakþankar
Fréttamynd

Marktæku krúttin

Fyrir allra fyrsta skiptið sem ég hitti bankastjóra var auðmýkt mín gagnvart valdhafanum slík að ég undirbjó fundinn af kostgæfni. Andlega fyrst og fremst, því erindið var að sækja náðarsamlegast um dálítið lán. Því ákvað ég nákvæmlega hvað ég ætlaði að segja og rökin fyrir frekjunni. Jafnframt taldi ég rétt að vanda útlitið, fór í huggulegt pils, háa hæla og eyddi umtalsverðri stund í snyrtingu.

Bakþankar
Fréttamynd

Réttilega lagðar undirstöður

Í lagaumhverfi orkubúskaparins eru slæmir brestir. Úrskurður sérstakrar matsnefndar um verðmæti vatnsréttinda sem nýta þarf vegna Kárahnjúkavirkjunar varpar nokkuð skýru ljósi þar á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Deyfingar fyrir aumingja

Meðganga og fæðing er ekki sjúkdómur heldur eðlilegur hluti af lífinu, það er óeðlilegt að sjúkdómsvæða þetta ferli. Þessa klisju heyra líklega flestar barnshafandi konur og stilltar kinka þær flestar kolli til samþykkis.

Bakþankar
Fréttamynd

Var verið að skemmta sér?

Rætt hefur verið fram og aftur um það hvort téður vínkælir kunni að eiga sök á uppivöðslusemi róna í miðbænum – og er þá væntanlega hugmyndin sú að kældur bjór geri rónana illskeyttari en til dæmis kardímommudropar eða Pierre Roberts í appelsíni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinir vammlausu

Fyrir um það bil ári fékk fólk sem býr í eldgömlu fjölbýlishúsi í 101-hverfinu óvænt símtal frá manni sem kynnti sig sem fasteignasala. Erindið var að spyrja hvað íbúð fjölskyldunnar ætti að kosta. Svarið var að íbúðin væri alls ekki til sölu.

Bakþankar
Fréttamynd

Billjónsdagbók 26.8

Þegar ég hafði fullvissað mig um að var enginn í móttökunni, leyfði ég mér að dansa eins og indjánahöfðinginn „Óstöðugur vindur" hring eftir hring í kringum 12 fermetra fundarborðið, fórna höndum og hrópa í sífellu af léttgeggjaðri hrifningu: Djíníuss! Djíníuss!

Bakþankar
Fréttamynd

Ástandið

Með reglulegu millibili blossar upp á Íslandi umræða um hið svokallaða ástand í miðbænum, en "ástandið í miðbænum" er eiginlega orðið sérstakt hugtak í íslenskri umræðu, notað af þeim sem telja miðbæinn vera gróðrastíu ofbeldis, óláta og óhreininda. Alla mína hundstíð hef ég hlýtt með litlu millibili á bölv og ragn í fjölmiðlum út af miðbænum.

Bakþankar
Fréttamynd

Vatnsréttindin of lágt metin

Ekki kom á óvart að mat nefndar vegna eignaréttar á rennandi vatni, sem knýja skal virkjanir kenndar við Kárahnjúka og álver á Reyðarfirði, færi talsvert hærra en forstöðumenn Landsvirkjunar töldu sæmilegt að greiða. Þeirra hugmyndir um verðmæti vatnsréttinda sem þeir vilja komast yfir eru spaugsamar í meira lagi og hljóta að vekja almennan aulahlátur á stjórnarfundum Landsvirkjunar: Bjóðum bara túkall ha ha ha.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mér til málsvarnar

Góðir fundarmenn. Ég vil byrja á að biðjast forláts á þeirri töf sem orðið hefur á boðun til þessa húsfundar. Ég taldi hins vegar rétt að veita forvera mínum í formannsembætti svigrúm til að útskýra sinn þátt í málinu enda ljóst að ákvörðun um kaup og uppsetningu gervihnattadisks var tekin í hans stjórnartíð.

Bakþankar
Fréttamynd

Öllum í hag

Í mannlífinu keppir fólk í margvíslegum leikjum, ekki nauðsynlega hvert við annað, heldur að einhverjum markmiðum. Leikjafræði (e. game theory) bregður þess vegna skæru ljósi á sum viðfangsefni okkar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blikkbeljan tamin

Fyrstu fríkortin í strætó voru afhent námsmönnum í gær. Má segja að þar með sé hafin alvöru tilraun til þess að draga Íslendinga út úr einkabílunum og koma þeim upp á lagið með að notfæra sér almenningssamgöngur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mika

Á ísskápnum hanga Geðorðin 10 sem Lýðheilsustöð var svo elskuleg að senda mér um árið. Ég les sjaldnast lengur en fyrsta geðorðið þegar ég fer í skápinn, enda á það kannski best við mig: Hugsaðu jákvætt, það er léttara.

Bakþankar
Fréttamynd

Bankaskjálfti í Ameríku

Atkvæðisréttur í þingkosningum var í öndverðu bundinn við eignir manna og fór sums staðar eftir fjölda glugga á húsum þeirra. Hugsunin var þá sú, að eignamönnum einum væri treystandi fyrir stjórnmálum. Framsókn lýðræðisins í okkar heimshluta rauf þessi tengsl milli lýðréttar og auðs með því að veita eignaleysingjum atkvæðisrétt og önnur réttindi til jafns við auðmenn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Englar eru bestu skinn

Norska prinsessan Marta Lovísa kom þjóð sinni heldur betur á óvart í sumar þegar hún sagðist geta séð engla. Hún hafði gert það gott sem knapi, sjúkraþjálfari og barnabókahöfundur en þessu áttu Norðmenn ekki von á frá henni. Þegar Marta Lovísa opnaði síðan skóla til að kenna öðrum að sjá engla, þessar tindilfættu verur, var Norðmönnum nóg boðið.

Bakþankar
Fréttamynd

Raup dagsins

Menningarnóttin með Glitnishlaupinu innanborðs nálgaðist óþægilega hratt þetta sumarið. Vegna heitstrenginga frá í fyrra hefur það verið undirlagt af hlaupatilraunum þeirrar sem áður var þekktari af værukærri heimasetu og þrátt fyrir ríflegan undirbúningstíma hefðu reyndar tvær, þrjár vikur í viðbót verið vel þegnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Færanleg lögreglustöð

Sá sem býr í miðborg veit að þar er ýmislegt öðruvísi en í úthverfum. Sumt betra. Annað verra. Aðeins eitt er óþolandi og það er að búa á svæði þar sem löggan hefur gefist upp á að framfylgja landslögum. Með lögum skal land byggja – nema miðborg Reykjavíkur.

Bakþankar
Fréttamynd

Svona ætti að vera …

Við ákváðum að skilja bílinn eftir í Hlíðunum og labba niður í bæ – taka svo strætó til baka. Við vorum hluti af innrásarhernum; fótgönguliðarnir úr nágrenni borgarinnar; komin í heimsókn til Reykjavíkur, og brýndum fyrir sjálfum okkur að fara nú ekki að spræna á neinar útihurðir …

Fastir pennar
Fréttamynd

Menningarnótt og miðborgarótti

Menningarnótt hefur verið fastur liður um árabil og lífgað upp á líf íbúa og gesta höfuðborgarinnar. Í ár virðist hátíðin hafa tekist einstaklega vel og er það mikið fagnaðarefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Góðkynja vandi í miðborginni

Ef miðborgin er hjarta Reykjavíkur, þá er Reykjavík hjartveik; það er menningarslys ef húsin við Laugaveg 4 og 6 eru rifin; ástæða er til að óttast um líf sitt og limi að nóttu til um helgar í miðbænum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hugleiðing um háðung

Nýlega var kvikmyndin um Simpson fjölskylduna talsett á íslensku. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þeirrar ráðstöfunar.

Bakþankar
Fréttamynd

Maraþon

Á hverju ári, yfirleitt um vorið eða í upphafi sumars, hvarflar að mér að það gæti verið sniðugt að stefna að því að hlaupa maraþon.

Bakþankar
Fréttamynd

Góðan dag Reykvíkingar

Hugmyndin um menningarnótt var innflutt eins og margt annað, reyndar dönsk. Hugmyndin var góð og hún hefur á liðnum árum veitt Reykvíkingum og nærsveitamönnum gleymda vissu sem var þarna undir að þeir búi í borgarsamfélagi, eigi miðbæ, eitthvert hjarta í byggðinni milli holta, mela og hálsa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öldurót lífs og dauða

Ég sit á veröndinni og horfi á öldurnar gjálfra í fjörunni. Ein af annarri velta þær upp í sandinn og svo fjara þær út. Eins og lífið. Eins og við manneskjurnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Illt í maganum

Litríkasta helgi sumarsins er yfirstaðin. Allt frá prestum yfir í teknótæfur flykktust niður í miðbæ til að veifa fánum til stuðnings samkynhneigðum. Allt var blessað í bak og fyrir og bólaði ekki á Gunnari í Krossinum, sem fjölmiðlar eru vanir að draga fram í sviðsljósið í hvert sinn sem minnst er á réttindabaráttu samkynhneigðra. Til þess að spyrja hvað honum finnist nú um þetta.

Bakþankar
Fréttamynd

Pönkhagfræði

Eftir því sem ég kemst næst er gott að græða, en slæmt að tapa. Þessa þulu tuldrar nútímamaðurinn fyrir munni sér. Samt tapa allir á endanum í gröfinni, en það er víst önnur saga. Þangað til er hámarksgróði eina markmiðið og skiptir þá litlu hvort þrælahald komi við sögu eða ekki.

Bakþankar