Deyfingar fyrir aumingja Karen D. Kjartansdóttir skrifar 28. ágúst 2007 06:00 Meðganga og fæðing er ekki sjúkdómur heldur eðlilegur hluti af lífinu, það er óeðlilegt að sjúkdómsvæða þetta ferli. Þessa klisju heyra líklega flestar barnshafandi konur og stilltar kinka þær flestar kolli til samþykkis. Eins eru þær oft sannfærðar um að mænurótardeyfing sé af hinu illa, helst eigi ekki að nota glaðloft og keisaraskurður sé yfirleitt hinn mesti misskilningur, tilkomin af skurðglöðum karlkyns læknum sem ekki kunna að taka á móti barni. Heimafæðing, án deyfinga, í uppblásinni sundlaug með fjölskylduna í kring er víst það eina sem blífur til að forða konum frá því að ganga sjúkdómsvæðingunni á hönd. Þegar ég gekk með barn mitt fór ég á svokallað foreldranámskeið. Þar sannfærðist ég um að aðeins aumingjar kysu deyfingu við barnsburð. Mun heppilegra, að ég tali nú ekki um náttúrulegra, væri að nota blómadropa, nálastungur, iljanudd eða sundlaugar til að lina þjáningarnar sem þetta náttúrulega ferli kæmi ef til vill til með að skapa. Ég var ginnkeypt fyrir nær öllu sem þarna fór fram sem og því sem þar var boðið til sölu á agalega billegum prís. Öllu gleypti ég við. Gagnrýnilaust samþykkti ég að það væri ægilega ljótt af konum að þiggja deyfingu við kvölum við barnsburð. Síðar velti ég því óhjákvæmilega fyrir mér. Fyrirlesaranum hugsaði ég þá þegjandi þörfina. Ekki er ætlun mín að halda öðru fram en að fæðing sé eðlilegur hluti lífsins. Hins vegar get ég ekki annað en velt fyrir mér ástæðum þess að lífslíkur mæðra og barna eru nú töluvert mikið hærri en þegar heimafæðingar voru ráðandi. Einnig finnst mér umhugsunarvert að fólki þyki eðlilegt að fá að deyfa kvalir, sem til dæmis verða þegar endajaxl er tekinn, þegar sár eru saumuð saman eða við höfuðverk, en ekki vegna kvala við fæðingu. Þá er mér einnig óskiljanlegt hvers vegna sífellt þarf að þrástagast á hetjusögum frammi fyrir barnshafandi konum. Það er ekki nóg með að þær missi hálfpartinn umráðarétt yfir líkama sínum og þurfi að sætta sig við að ókunnugu fólki telji sér frjálst að strjúka þeim um kviðinn heldur eiga þær helst að missa vatnið í vinnunni og vera mættar þangað aftur eins fljótt og auðið er. Annars eiga þær þá hættu vísa að verða flíspeysuklæddar við heimilisstörf nokkrum mánuðum síðar. Talsmenn mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna greindu frá því árið 2004 að meira en hálf milljón kvenna létust af barnsförum árlega, að auki færu um átján milljónir kvenna það illa út úr meðgöngu og barnsburði að þær hlytu annaðhvort varanlega fötlun eða veikindi. Taldi stofnunin að ástæður fyrir þessu væru aðallega vegna skorts á viðeigandi læknisaðstoð. Ef til vill hefur líka verið skortur á blómadropum og uppblásnum sundlaugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Vinsælast 2010 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Meðganga og fæðing er ekki sjúkdómur heldur eðlilegur hluti af lífinu, það er óeðlilegt að sjúkdómsvæða þetta ferli. Þessa klisju heyra líklega flestar barnshafandi konur og stilltar kinka þær flestar kolli til samþykkis. Eins eru þær oft sannfærðar um að mænurótardeyfing sé af hinu illa, helst eigi ekki að nota glaðloft og keisaraskurður sé yfirleitt hinn mesti misskilningur, tilkomin af skurðglöðum karlkyns læknum sem ekki kunna að taka á móti barni. Heimafæðing, án deyfinga, í uppblásinni sundlaug með fjölskylduna í kring er víst það eina sem blífur til að forða konum frá því að ganga sjúkdómsvæðingunni á hönd. Þegar ég gekk með barn mitt fór ég á svokallað foreldranámskeið. Þar sannfærðist ég um að aðeins aumingjar kysu deyfingu við barnsburð. Mun heppilegra, að ég tali nú ekki um náttúrulegra, væri að nota blómadropa, nálastungur, iljanudd eða sundlaugar til að lina þjáningarnar sem þetta náttúrulega ferli kæmi ef til vill til með að skapa. Ég var ginnkeypt fyrir nær öllu sem þarna fór fram sem og því sem þar var boðið til sölu á agalega billegum prís. Öllu gleypti ég við. Gagnrýnilaust samþykkti ég að það væri ægilega ljótt af konum að þiggja deyfingu við kvölum við barnsburð. Síðar velti ég því óhjákvæmilega fyrir mér. Fyrirlesaranum hugsaði ég þá þegjandi þörfina. Ekki er ætlun mín að halda öðru fram en að fæðing sé eðlilegur hluti lífsins. Hins vegar get ég ekki annað en velt fyrir mér ástæðum þess að lífslíkur mæðra og barna eru nú töluvert mikið hærri en þegar heimafæðingar voru ráðandi. Einnig finnst mér umhugsunarvert að fólki þyki eðlilegt að fá að deyfa kvalir, sem til dæmis verða þegar endajaxl er tekinn, þegar sár eru saumuð saman eða við höfuðverk, en ekki vegna kvala við fæðingu. Þá er mér einnig óskiljanlegt hvers vegna sífellt þarf að þrástagast á hetjusögum frammi fyrir barnshafandi konum. Það er ekki nóg með að þær missi hálfpartinn umráðarétt yfir líkama sínum og þurfi að sætta sig við að ókunnugu fólki telji sér frjálst að strjúka þeim um kviðinn heldur eiga þær helst að missa vatnið í vinnunni og vera mættar þangað aftur eins fljótt og auðið er. Annars eiga þær þá hættu vísa að verða flíspeysuklæddar við heimilisstörf nokkrum mánuðum síðar. Talsmenn mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna greindu frá því árið 2004 að meira en hálf milljón kvenna létust af barnsförum árlega, að auki færu um átján milljónir kvenna það illa út úr meðgöngu og barnsburði að þær hlytu annaðhvort varanlega fötlun eða veikindi. Taldi stofnunin að ástæður fyrir þessu væru aðallega vegna skorts á viðeigandi læknisaðstoð. Ef til vill hefur líka verið skortur á blómadropum og uppblásnum sundlaugum.