Mér til málsvarnar 24. ágúst 2007 06:00 Góðir fundarmenn. Ég vil byrja á að biðjast forláts á þeirri töf sem orðið hefur á boðun til þessa húsfundar. Ég taldi hins vegar rétt að veita forvera mínum í formannsembætti svigrúm til að útskýra sinn þátt í málinu enda ljóst að ákvörðun um kaup og uppsetningu gervihnattadisks var tekin í hans stjórnartíð. Í öðru lagi vil ég taka fram að þótt samningar um kaup og uppsetningu á téðum diski hafi verið á minni könnu, er ég ósammála þeirri staðhæfingu ritara og varaformanns að ég sé vanhæfur og að mér sé ekki stætt á að gegna embætti formanns lengur. Ég er sannarlega reiðubúinn að axla ábyrgð á því að kostnaður við uppsetningu disksins hefur farið talsvert fram úr áætlunum. Aftur á móti þykir mér til of mikils mælst að ég segi af mér. Formaður húsfélags getur enda ekki alltaf vitað allt og í þessu máli er ekki hægt að benda á neinn einn. Málsatvik eru þau að ég reiddi mig á ráðgjöf sölumanns í raftækjaverslun, sem eftir á að hyggja virðist hafa fært dálítið í stílinn hvað myndgæði og stöðvafjölda snertir. Ég vil nota tækifærið og biðja Raphael á þriðju hæð afsökunar á því að portúgalska stöðin RTP2 næst ekki eins og gert var ráð fyrir. Honum til huggunar bendi ég á að Bráðavaktin er á dagskrá Ríkissjónvarpsins á miðvikudagskvöldum, með ensku tali þó. Des culpa, meu amigo! Rétt er að halda því til haga að ég hef áður átt viðskipti við þennan tiltekna sölumann, keypti af honum DVD-spilara sem virkar prýðilega, og hafði því enga ástæðu til að vantreysta honum. Mér þykir auðvitað miður að hann skuli hafa misnotað traust mitt á þennan hátt (hver telur ekki með virðisaukaskatt í tilboðsverði?!) en hér er fyrst og fremst um mannlegan harmleik að ræða. Ég legg til að skipuð verð nefnd íbúa í húsinu sem gerir ítarlega úttekt á verkferlum húsfélagsins, allt frá upphaflegu ákvörðunartökuferli til smæstu útgjaldaliða. Augljóslega er einhvers staðar pottur brotinn og gera þarf viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt endurtaki sig. Að lokum vil ég þó árétta - án þess að ég sé á nokkurn hátt að bera brigður á útreikninga gjaldkera, sem ég tel vinna starf sitt af heilindum og fagmennsku - að þrátt fyrir að kostnaðurinn verði líklega fimm sinnum meiri en gert var ráð fyrir stend ég við þá skoðun mína að til lengri tíma litið, sé gervihnattadiskurinn betri og ódýrari kostur en áskrift að Sýn 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Tengdar fréttir Þankar um sparisjóði Sparisjóðirnir hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu. Viðskiptaráð telur þá staðnaða og á fallanda fæti, deilur hafa verið um formbreytingar Sparisjóðs Skagafjarðar, Spron er að breytast í öflugt hlutaféag og eftirspurn er eftir stofnfjárhlutum margra sparisjóða. 24. ágúst 2007 06:00 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Góðir fundarmenn. Ég vil byrja á að biðjast forláts á þeirri töf sem orðið hefur á boðun til þessa húsfundar. Ég taldi hins vegar rétt að veita forvera mínum í formannsembætti svigrúm til að útskýra sinn þátt í málinu enda ljóst að ákvörðun um kaup og uppsetningu gervihnattadisks var tekin í hans stjórnartíð. Í öðru lagi vil ég taka fram að þótt samningar um kaup og uppsetningu á téðum diski hafi verið á minni könnu, er ég ósammála þeirri staðhæfingu ritara og varaformanns að ég sé vanhæfur og að mér sé ekki stætt á að gegna embætti formanns lengur. Ég er sannarlega reiðubúinn að axla ábyrgð á því að kostnaður við uppsetningu disksins hefur farið talsvert fram úr áætlunum. Aftur á móti þykir mér til of mikils mælst að ég segi af mér. Formaður húsfélags getur enda ekki alltaf vitað allt og í þessu máli er ekki hægt að benda á neinn einn. Málsatvik eru þau að ég reiddi mig á ráðgjöf sölumanns í raftækjaverslun, sem eftir á að hyggja virðist hafa fært dálítið í stílinn hvað myndgæði og stöðvafjölda snertir. Ég vil nota tækifærið og biðja Raphael á þriðju hæð afsökunar á því að portúgalska stöðin RTP2 næst ekki eins og gert var ráð fyrir. Honum til huggunar bendi ég á að Bráðavaktin er á dagskrá Ríkissjónvarpsins á miðvikudagskvöldum, með ensku tali þó. Des culpa, meu amigo! Rétt er að halda því til haga að ég hef áður átt viðskipti við þennan tiltekna sölumann, keypti af honum DVD-spilara sem virkar prýðilega, og hafði því enga ástæðu til að vantreysta honum. Mér þykir auðvitað miður að hann skuli hafa misnotað traust mitt á þennan hátt (hver telur ekki með virðisaukaskatt í tilboðsverði?!) en hér er fyrst og fremst um mannlegan harmleik að ræða. Ég legg til að skipuð verð nefnd íbúa í húsinu sem gerir ítarlega úttekt á verkferlum húsfélagsins, allt frá upphaflegu ákvörðunartökuferli til smæstu útgjaldaliða. Augljóslega er einhvers staðar pottur brotinn og gera þarf viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt endurtaki sig. Að lokum vil ég þó árétta - án þess að ég sé á nokkurn hátt að bera brigður á útreikninga gjaldkera, sem ég tel vinna starf sitt af heilindum og fagmennsku - að þrátt fyrir að kostnaðurinn verði líklega fimm sinnum meiri en gert var ráð fyrir stend ég við þá skoðun mína að til lengri tíma litið, sé gervihnattadiskurinn betri og ódýrari kostur en áskrift að Sýn 2.
Þankar um sparisjóði Sparisjóðirnir hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu. Viðskiptaráð telur þá staðnaða og á fallanda fæti, deilur hafa verið um formbreytingar Sparisjóðs Skagafjarðar, Spron er að breytast í öflugt hlutaféag og eftirspurn er eftir stofnfjárhlutum margra sparisjóða. 24. ágúst 2007 06:00