Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Sjálfstæðið áréttað

Sjálfsögð forsenda fyrir því að eiga erindi þangað er hins vegar að vera fær um að móta sér afstöðu til þeirra mála sem til kasta öryggisráðsins koma á eigin forsendum - það er vera ekki alfarið upp á stórþjóðirnar kominn um upplýsingar og mótun ígrundaðrar afstöðu í helztu deilumálum alþjóðastjórnmálanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ógleymanlegt óminni

Einu sinni fékk ég launaseðil sem er mér afar eftirminnilegur. Þar var ég nefnilega minntur á að ég hefði þegið greiðslu fyrir að leika djass á ákveðnum veitingastað í Reykjavík og að mér bæri að borga af henni skatt.

Bakþankar
Fréttamynd

Þrjátíu og sex árum seinna

Á mánudaginn verður þingið sett. Þá eru liðin þrjátíu og sex ár frá því ég mætti þar fyrst, rétt rúmlega þrítugur unglingurinn. Árið 1971. Árið sem viðreisnarstjórnin féll, árið sem vinstri stjórn var mynduð, árið sem við ákváðum að færa landhelgina út í fimmtíu mílur og fiskurinn í hafinu var ennþá dýrmætasta sameign þjóðar­innar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Virðið fyrir ykkur útsýnið

Þá er það komið á hreint. Íslenskir rithöfundar eru karlmenn. Í báðum tilvikunum sem blaðamenn sáu ástæðu til að falast eftir áliti rithöfunda á nýyfirstaðinni sameiningu Máls og menningar og JPV-útgáfu var að minnsta kosti bara leitað til karlmanna.

Bakþankar
Fréttamynd

Veiðigjaldið burt

Það sætir furðu að ríkisstjórnin skuli ekki hafa ákveðið strax í sumar að fella tímabundið niður veiðigjald á þorskveiðum eins og tilkynnt var í gær. Þá hefðu útgerðir landsins getað tekið það inn í áætlanir sínar þegar brugðist var við boðuðum aflasamdrætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rétturinn til að sýna dónaskap

Í seinni tíð hafa fáar fréttir kallað fram jafn mörg símtöl inn á ritstjórn Fréttablaðsins og fréttin af dónaskap við útlent starfsfólk í þjónustustörfum. Þeir sem hringdu voru margir sjóðillir, þeir sögðust ekkert hafa á móti útlendingum en það væri sko þeirra réttur að tala íslensku á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tólf ára í tísku

Þegar ég fer í gegnum mynda­albúm foreldra minna eru fáar myndir sem vekja með mér meiri óhug en myndirnar sem teknar voru af mér þegar ég var tólf ára. Ég var upp á mitt allra ljótasta á þeim aldri. Einhvern veginn á mörkum þess að vera barn og unglingur og hlutföll líkamans í samræmi við það.

Bakþankar
Fréttamynd

Í tilefni af kvikmyndahátíð

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag. Hátt í hundrað kvikmyndir verða á dagskrá næstu daga, þúsundir manna fara í bíó til að sjá efni sem annars sést ekki hér á landi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er ballið að byrja?

Hingað til lands kom um daginn maður að nafni Manuel Hinds, hagfræðingur og fyrrum fjármálaráðherra El Salvadors. Málflutningur Hinds vakti athygli víða um heim árin eftir 1990, þar eð hann varð einna fyrstur hagfræðinga til að brjóta hrun Sovétríkjanna til mergjar og lýsa því með þungum rökum, að áætlunarbúskaparlag Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Austur-Evrópu hlaut að bera dauðann í sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ísland — til hvers?

Athafnamenn ágirnast landið, orkuna, vatnið, fiskinn. Mestur gróði fæst eflaust með því að leggja þjóðfélagið niður, ekki bara málið og krónuna. Hverjum Íslendingi eru því boðnar 100 milljónir í vasann fyrir að yfirgefa landið. Þú mátt aldrei snúa aftur, enda svo sem ekki til mikils að snúa þegar allir eru fluttir í burtu og bara risavaxnar verksmiðjur með innfluttum þrælum eftir. Værirðu til í þetta?

Bakþankar
Fréttamynd

Dagur án Sarkó

Síðan Frakkar kusu Sarkozy í embætti forseta hafa þeir ekki haft neinn frið til að gleyma því og hugsa um annað, því Sarkozy er alls staðar og alltaf, hann er sýknt og heilagt í öllum fjölmiðlum, hvert sem höfði er snúið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Zero tolerance

Eins og fyrr hafa öfgar yfirgnæft umræðuna um ástand miðborgarinnar. Ólátum um nætur jafnvel lýst sem neyðarástandi sem er gróflega misnotuð skilgreining. Þá á ég auðvitað ekki við ofbeldi sem víða á sér stað, heldur óspektir og sóðaskap sem lengst af var látið óátalið.

Bakþankar
Fréttamynd

Verndum Laugardalinn

Fótaaðgerðardaman, sem býr í hverfinu og gjörþekkir það, tjáði mér að við yrðum að standa vaktina því það væri þrengt að Laugardalnum úr öllum áttum. Ef heldur áfram sem horfir verður ekkert eftir nema Grasagarðurinn og túnið kringum Þvottalaugarnar. Ég ver drjúgum tíma í Laugardalnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvítyngdur hversdagsleiki

Umheimurinn hélt sem sagt í innrás til Íslands á sama tíma og athafnamennirnir fóru í sína útrás. Og vissulega hefur þetta valdið ákveðnum vanda. Það skilja ekki allir, í orðsins fyllstu merkingu, breytingarnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Morðingjar og réttlæti

Réttlæti er eitt fegursta hugtak tungumálsins. Það getur samt verið erfitt að festa reiður á merkingu þess. Sérstaklega þegar svívirðilegir og óafturkræfir glæpir eru framdir. Þegar ég var átta ára gömul greyptist frétt í huga mér. Hún sagði frá hrottalegu morði. Svo mikið varð mér um að enn man ég frásögnina nær orðrétta, hvar ég var stödd, hvað ég var að gera og hverjir voru í kringum mig.

Bakþankar
Fréttamynd

Goodbye, ástkæra …

Sú var tíð að hægt var að sjá af holdafari fólks staðsetningu þess í metorðastiga þjóðfélagsins. Aðeins kaupmenn, prófastar og sýslumenn höfðu efni á að koma sér upp ístru, sem var stöðutákn þeirra tíma. Snotur ístra jafngilti 50 milljóna sportbíl í nútímanum en knésíð vömb var á við einkaþotu.

Bakþankar
Fréttamynd

Kirkjubrúðkaup

Við hljótum öll að samgleðjast nýbökuðum brúðhjónum sem gefin voru saman í Fríkirkjunni á dögunum á vegum Siðmenntar, sem er félagsskapur trúleysingja og hefur staðið fyrir mjög vel heppnuðum borgaralegum fermingarathöfnum á umliðnum árum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ferðast fyrir eigin afli

Með hverju árinu sem líður herðir á umræðunni um umhverfismál. Bílar og útblástur frá bílum eru iðulega í brennidepli og svo var einmitt í vikunni sem leið þegar hér var haldin alþjóðleg ráðstefna um umhverfisvæna samgöngutækni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Biljónsdagbók 23.09.2007

Það tíðkast ekki á Gordon Ramsay að blóta yfir aðalrétti sem kostar yfirleitt 350 til 400 pund. Þess vegna litu nærstaddir upp með auðstéttarskelfingu í svip þegar Iwaunt Moore horfði á mig eins og naut á nýja virkjun og urraði: Vott ðu hell ar jú tokinga bát!?

Bakþankar
Fréttamynd

Tækifæri fyrir Ísland

Einn af hápunktum samgönguviku í Reykjavík var alþjóðleg ráðstefna um umhverfisvæna samgöngutækni, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar spáðu í hvernig ná mætti því markmiði að gera að minnsta kosti landsamgöngur óháðar olíu og benzíni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grínverktaki rekinn

Fyrir nokkrum vikum var tilkynnt um grundvallarbreytingu á einni af helstu stofnunum íslensks samfélags, sjálfri Spaugstofunni. Einn félaganna sem hefur verið með í hópnum frá upphafi, Randver Þorláksson, hefur verið rekinn frá Ríkisútvarpinu og verður ekki með í Spaugstofunni í ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Smyglarar

Í Frank og Jóa bókunum sem ég las sem krakki minnir mig að þeir félagar hafi sífellt verið að kljást við smyglara. Þetta voru vanalega einhverjir dularfullir stórskornir menn með húfu niður að augum, í sjóarapeysum, að læðupokast eitthvað við skemmur á hafnarsvæðinu, ef ég man rétt.

Bakþankar
Fréttamynd

Samvinna lykill að árangri

Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á eflingu lögreglu, Landhelgisgæslu og tollgæslu undanfarið ár. Í því sambandi er mikilvægt að almenningur átti sig á mikilvægi þessara embætta og hlutverki. Því er öll upplýsingagjöf um störf þessara stofnana nauðsynleg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvaðan kom féð?

Maður er nefndur Hernando de Soto. Hann er verkfræðingur frá Perú, en hefur getið sér orð fyrir bók, sem komið hefur út á íslensku og heitir Leyndardómar fjármagnsins. Þar spyr de Soto: Hvers vegna hefur kapítalisminn tekist vel á Vesturlöndum, en mistekist í mörgum þróunarlöndum? Svar hans er: Vegna þess að í þróunarlöndunum er fjármagnið lítt virkt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sigur

Eftir gullaldarárin í handboltanum á níunda áratugnum er því ekki að neita að hugtakið „strákarnir okkar" hefur misst nokkurt vægi á síðustu árum. Fyrir síðasta stórmót í handbolta þurfti til dæmis að blása til sérstaks átaks þar sem landsmenn beinlínis skuldbundu sig til að kalla landsliðið „strákana okkar" sama hvað á dyni.

Bakþankar
Fréttamynd

Miðbæjar-vandinn

Hvað er að þessu liði? Slagandi um helgi eftir helgi, mígandi utan í veggi, slefandi fullt og ógeðslegt í örvæntingarfullri leit að einhverju til að dempa depurðina og einhverjum til að fjölga sér með. Getur þetta lið ekki hist í iðnaðarhverfum svo Egill Helgason og Þráinn Bertelsson geti hlaupið á náttbuxunum eftir baguette kl. 8 á laugardagsmorgni án þess að stíga í ælu eða fá einn gúmoren hjá vitstola ofbeldishnakka?

Bakþankar
Fréttamynd

Sundurleitnin lifi við Laugaveg

Ferskir vindar virðast nú loks ætla að blása um Laugaveginn, lífæð miðborgar Reykjavíkur. Í þessari viku hafa birst hugmyndir að stórfelldum breytingum og stækkun bygginga þar sem jafnframt er hugað að því að varðveita hina sérstöku ásýnd götunnar sem best.

Fastir pennar
Fréttamynd

Herör gegn okri

Samkeppnislögum er ætlað að torvelda fyrirtækjum að okra á almenningi. Viðskiptaháttalag, sem tíðkaðist á Íslandi um langt árabil, til dæmis í bönkum og olíufélögum, og var þá löglegt, varðar nú við lög. Svo er Evrópu fyrir að þakka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sultur

Af eðlislægri forvitni hef ég stundum leiðst út í tilraunir sem eiga að miða að bættri heilsu og betra lífi. Úthaldið hefur nú reyndar verið minna en trúgirnin svo enn sem komið er sitja fáar sérþarfir eftir. Svona tveimur dögum eftir kaup á rándýrri spírúlínu er ég til dæmis búin að steingleyma henni og kemst þar af leiðandi aldrei að því hvort hún virkar eins vel og haldið er fram.

Bakþankar