Sjálfstæðið áréttað Auðunn Arnórsson skrifar 30. september 2007 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt mikilvæga ræðu á 62. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrrinótt. Rétt ár er þangað til kosið verður á 63. allsherjarþinginu um það hvaða tvær þjóðir setjast í öryggisráð samtakanna kjörtímabilið 2009-2010. Eins og kunnugt er keppir Ísland þar við Austurríki og Tyrkland um eitt af þessum tveimur sætum. Framboð Íslands til öryggisráðsins „endurspeglar einarða skuldbindingu Íslands til að gegna virku hlutverki í samvinnu við aðrar þjóðir í að fást við brýnustu öryggisógnir 21. aldar," sagði ráðherrann í ræðu sinni. „Ísland sækist eftir að axla ábyrgðina á setu í öryggisráðinu af festu og sanngirni." Að því gefnu að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem tók við völdum eftir kosningar í vor, sitji út kjörtímabilið mun seta Íslands í öryggisráðinu - nái Ísland kjöri að ári - fyrst og fremst mæða á utanríkisráðherranum, Ingibjörgu Sólrúnu. Frá því hún tók við embætti hefur hún sýnt að hún er staðráðin í að sýna bæði eigin þjóð og öðrum að hún taki þá ábyrgð alvarlega sem í þessu felst. Í heimsóknum hennar til Afríku og landa við botn Miðjarðarhafs í sumar fólust skýr skilaboð um að hún hygðist kynna sér á eigin forsendum þau mál sem helzt koma til kasta öryggisráðsins - það er málefni Miðausturlanda og átakasvæða í Afríku. Sumum kann að þykja það skjóta skökku við að hið herlausa Ísland sækist eftir því að sitja í stofnun, sem hefur það hlutverk að taka jafnvel ákvarðanir um hernaðaríhlutun í fullvalda ríki. Full ástæða er til að gefa slíkum athugasemdum gaum, en á móti má segja að einmitt sú staðreynd að Ísland er herlaust, friðelskandi lýðræðisríki sem sækist eftir setu í öryggisráðinu sem fulltrúi allra Norðurlandanna - ríkja sem hafa allt frá stofnun SÞ byggt upp orðstír sáttasemjara sem njóta trausts og eru vegna smæðar sinnar ekki grunuð um annarlegt eiginhagsmunapot - eigi það fullt erindi inn á þennan vettvang. Sjálfsögð forsenda fyrir því að eiga erindi þangað er hins vegar að vera fær um að móta sér afstöðu til þeirra mála sem til kasta öryggisráðsins koma á eigin forsendum - það er vera ekki alfarið upp á stórþjóðirnar kominn um upplýsingar og mótun ígrundaðrar afstöðu í helztu deilumálum alþjóðastjórnmálanna. Forsenda fyrir því er aftur á móti að skipuleg upplýsingaölfun um og sjálfstæðar rannsóknir á alþjóðamálum verði stórefldar hérlendis. Verði öryggisráðsframboðið til þess að af þessu verði eflir það getu Íslands til mótunar sjálfstæðrar utanríkisstefnu, óháð því hvort Ísland nái kjöri í öryggisráðið að þessu sinni eða ekki. Þannig yrði sá undirbúningur sem ráðizt var í í tilefni af framboðinu ekki til einskis unninn, jafnvel þótt svo skyldi fara að Austurriki og Tyrkland hefðu betur þegar atkvæði verða greidd á allsherjarþingi SÞ að ári. Forsenda fyrir því að eiga erindi í öryggisráðið er að vera fær um að móta sér afstöðu til þeirra mála sem til kasta öryggisráðsins koma á eigin forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt mikilvæga ræðu á 62. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrrinótt. Rétt ár er þangað til kosið verður á 63. allsherjarþinginu um það hvaða tvær þjóðir setjast í öryggisráð samtakanna kjörtímabilið 2009-2010. Eins og kunnugt er keppir Ísland þar við Austurríki og Tyrkland um eitt af þessum tveimur sætum. Framboð Íslands til öryggisráðsins „endurspeglar einarða skuldbindingu Íslands til að gegna virku hlutverki í samvinnu við aðrar þjóðir í að fást við brýnustu öryggisógnir 21. aldar," sagði ráðherrann í ræðu sinni. „Ísland sækist eftir að axla ábyrgðina á setu í öryggisráðinu af festu og sanngirni." Að því gefnu að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem tók við völdum eftir kosningar í vor, sitji út kjörtímabilið mun seta Íslands í öryggisráðinu - nái Ísland kjöri að ári - fyrst og fremst mæða á utanríkisráðherranum, Ingibjörgu Sólrúnu. Frá því hún tók við embætti hefur hún sýnt að hún er staðráðin í að sýna bæði eigin þjóð og öðrum að hún taki þá ábyrgð alvarlega sem í þessu felst. Í heimsóknum hennar til Afríku og landa við botn Miðjarðarhafs í sumar fólust skýr skilaboð um að hún hygðist kynna sér á eigin forsendum þau mál sem helzt koma til kasta öryggisráðsins - það er málefni Miðausturlanda og átakasvæða í Afríku. Sumum kann að þykja það skjóta skökku við að hið herlausa Ísland sækist eftir því að sitja í stofnun, sem hefur það hlutverk að taka jafnvel ákvarðanir um hernaðaríhlutun í fullvalda ríki. Full ástæða er til að gefa slíkum athugasemdum gaum, en á móti má segja að einmitt sú staðreynd að Ísland er herlaust, friðelskandi lýðræðisríki sem sækist eftir setu í öryggisráðinu sem fulltrúi allra Norðurlandanna - ríkja sem hafa allt frá stofnun SÞ byggt upp orðstír sáttasemjara sem njóta trausts og eru vegna smæðar sinnar ekki grunuð um annarlegt eiginhagsmunapot - eigi það fullt erindi inn á þennan vettvang. Sjálfsögð forsenda fyrir því að eiga erindi þangað er hins vegar að vera fær um að móta sér afstöðu til þeirra mála sem til kasta öryggisráðsins koma á eigin forsendum - það er vera ekki alfarið upp á stórþjóðirnar kominn um upplýsingar og mótun ígrundaðrar afstöðu í helztu deilumálum alþjóðastjórnmálanna. Forsenda fyrir því er aftur á móti að skipuleg upplýsingaölfun um og sjálfstæðar rannsóknir á alþjóðamálum verði stórefldar hérlendis. Verði öryggisráðsframboðið til þess að af þessu verði eflir það getu Íslands til mótunar sjálfstæðrar utanríkisstefnu, óháð því hvort Ísland nái kjöri í öryggisráðið að þessu sinni eða ekki. Þannig yrði sá undirbúningur sem ráðizt var í í tilefni af framboðinu ekki til einskis unninn, jafnvel þótt svo skyldi fara að Austurriki og Tyrkland hefðu betur þegar atkvæði verða greidd á allsherjarþingi SÞ að ári. Forsenda fyrir því að eiga erindi í öryggisráðið er að vera fær um að móta sér afstöðu til þeirra mála sem til kasta öryggisráðsins koma á eigin forsendum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun