Rétturinn til að sýna dónaskap Jón Kaldal skrifar 28. september 2007 00:01 Í seinni tíð hafa fáar fréttir kallað fram jafn mörg símtöl inn á ritstjórn Fréttablaðsins og fréttin af dónaskap við útlent starfsfólk í þjónustustörfum. Þeir sem hringdu voru margir sjóðillir, þeir sögðust ekkert hafa á móti útlendingum en það væri sko þeirra réttur að tala íslensku á Íslandi. Svipað var uppi á teningnum meðal ýmissa álitsgjafa sem skutu upp kollinum hér og þar; á Íslandi á að gera kröfu um að allir sem taka að sér þjónustustörf séu mæltir á íslensku. Gott og vel, þessu geta allir örugglega verið sammála. Öll viljum við tala móðurmálið í okkar eigin landi. En hvað svo? Að hverjum beinist þessi krafa? Og er hægt að verða við henni? Nú vill svo til að hér er aðeins 0,9 prósenta atvinnuleysi þrátt fyrir að þúsundir útlendinga séu þegar að störfum í þjóðfélaginu. Þar á meðal eru margir í þjónustustörfum sem ekki er hægt að manna með íslenskumælandi fólki. Þetta er til dæmis tilfellið í Sandholtsbakaríi, sem við sögðum frá í umræddri frétt. Án útlendu starfsmannanna má segja að kostirnir sem eigendur Sandholts standi frammi fyrir séu tveir: Að bjóða viðskiptavinum sínum upp á þá vondu þjónustu að bíða mjög lengi eftir afgreiðslu á íslensku eða loka bakaríinu. Það merkilega er að margir af þeim sem hringdu í Fréttablaðið eru einmitt á þeirri skoðun að þeir sem ekki geta boðið þjónustu á íslensku eigi hreinlega að loka. Enn öfgafyllri sjónarmið eru á þá leið að ef fólk hittir fyrir starfsmann sem ekki talar íslensku sé það í fullum rétti til að sýna dónaskap og fara út. Það var og. Við þá sem eru tilbúnir að réttlæta dónaskap við náunga sinn, vegna þess að hann talar ekki íslensku, er ekki ástæða til að rökræða. Þeir mega endilega vera úti. En hina, þá sem vilja loka bakaríum, kaffihúsum og annarri starfsemi sem treystir á útlendinga, má spyrja hvort þeir vilji líka skella í lás á elliheimilum, leikskólum og sjúkrahúsum? Sú þjónusta myndi lamast án erlendra starfsmanna, misvel eða ótalandi á íslensku. Rétt er að ítreka, að gefnu tilefni, að fréttir af fjölda útlendinga í þjónustustörfum snúast ekki um rétt heimamanna til að tala íslensku. Þær fréttir eru ekki heldur árás á íslenska tungu né upphafning á ensku. Þetta eru fréttir af veruleika sem er til staðar. Útlendingarnir eru hér til að leysa sára þörf fyrir starfsfólk. Auðvitað má fara fram á að atvinnurekendur veiti þeim grunntilsögn til að þeir geti sinnt sínu starfi, til dæmis hvað vörurnar heita á íslensku sem þeir selja. En hitt er líka dagljóst að mun færri útlendingar komast í íslenskunám en vilja. Í fyrra lögðu stjórnvöld tuttugu milljónir króna til íslenskukennslu fyrir útlendinga. Í ár er framlagið 200 milljónir og á næsta ári liggur fyrir að það þarf að vera enn hærra. Sá sem hér skrifar hefur áður reifað mikilvægi íslenskukennslu fyrir þá sem hingað flytja, ekki síst með framtíð barna þeirra í huga. Hætt er við að önnur kynslóð innflytjenda sitji eftir þegar líður á námið ef foreldrarnir geta ekki veitt það bakland sem er nauðsynlegt. Þarna er komið verkefni sem allir geta lagt sitt af mörkum við með því að sýna þeim sem ekki kunna íslensku þolinmæði og aðstoð í stað hroka og leiðinda. Þessi nýja staða í íslensku samfélagi hverfur ekki þótt fólk segi að svona eigi þetta ekki að vera. Því svona er þetta samt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Í seinni tíð hafa fáar fréttir kallað fram jafn mörg símtöl inn á ritstjórn Fréttablaðsins og fréttin af dónaskap við útlent starfsfólk í þjónustustörfum. Þeir sem hringdu voru margir sjóðillir, þeir sögðust ekkert hafa á móti útlendingum en það væri sko þeirra réttur að tala íslensku á Íslandi. Svipað var uppi á teningnum meðal ýmissa álitsgjafa sem skutu upp kollinum hér og þar; á Íslandi á að gera kröfu um að allir sem taka að sér þjónustustörf séu mæltir á íslensku. Gott og vel, þessu geta allir örugglega verið sammála. Öll viljum við tala móðurmálið í okkar eigin landi. En hvað svo? Að hverjum beinist þessi krafa? Og er hægt að verða við henni? Nú vill svo til að hér er aðeins 0,9 prósenta atvinnuleysi þrátt fyrir að þúsundir útlendinga séu þegar að störfum í þjóðfélaginu. Þar á meðal eru margir í þjónustustörfum sem ekki er hægt að manna með íslenskumælandi fólki. Þetta er til dæmis tilfellið í Sandholtsbakaríi, sem við sögðum frá í umræddri frétt. Án útlendu starfsmannanna má segja að kostirnir sem eigendur Sandholts standi frammi fyrir séu tveir: Að bjóða viðskiptavinum sínum upp á þá vondu þjónustu að bíða mjög lengi eftir afgreiðslu á íslensku eða loka bakaríinu. Það merkilega er að margir af þeim sem hringdu í Fréttablaðið eru einmitt á þeirri skoðun að þeir sem ekki geta boðið þjónustu á íslensku eigi hreinlega að loka. Enn öfgafyllri sjónarmið eru á þá leið að ef fólk hittir fyrir starfsmann sem ekki talar íslensku sé það í fullum rétti til að sýna dónaskap og fara út. Það var og. Við þá sem eru tilbúnir að réttlæta dónaskap við náunga sinn, vegna þess að hann talar ekki íslensku, er ekki ástæða til að rökræða. Þeir mega endilega vera úti. En hina, þá sem vilja loka bakaríum, kaffihúsum og annarri starfsemi sem treystir á útlendinga, má spyrja hvort þeir vilji líka skella í lás á elliheimilum, leikskólum og sjúkrahúsum? Sú þjónusta myndi lamast án erlendra starfsmanna, misvel eða ótalandi á íslensku. Rétt er að ítreka, að gefnu tilefni, að fréttir af fjölda útlendinga í þjónustustörfum snúast ekki um rétt heimamanna til að tala íslensku. Þær fréttir eru ekki heldur árás á íslenska tungu né upphafning á ensku. Þetta eru fréttir af veruleika sem er til staðar. Útlendingarnir eru hér til að leysa sára þörf fyrir starfsfólk. Auðvitað má fara fram á að atvinnurekendur veiti þeim grunntilsögn til að þeir geti sinnt sínu starfi, til dæmis hvað vörurnar heita á íslensku sem þeir selja. En hitt er líka dagljóst að mun færri útlendingar komast í íslenskunám en vilja. Í fyrra lögðu stjórnvöld tuttugu milljónir króna til íslenskukennslu fyrir útlendinga. Í ár er framlagið 200 milljónir og á næsta ári liggur fyrir að það þarf að vera enn hærra. Sá sem hér skrifar hefur áður reifað mikilvægi íslenskukennslu fyrir þá sem hingað flytja, ekki síst með framtíð barna þeirra í huga. Hætt er við að önnur kynslóð innflytjenda sitji eftir þegar líður á námið ef foreldrarnir geta ekki veitt það bakland sem er nauðsynlegt. Þarna er komið verkefni sem allir geta lagt sitt af mörkum við með því að sýna þeim sem ekki kunna íslensku þolinmæði og aðstoð í stað hroka og leiðinda. Þessi nýja staða í íslensku samfélagi hverfur ekki þótt fólk segi að svona eigi þetta ekki að vera. Því svona er þetta samt.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun