Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Framhaldssagan

Að undanförnu hefur dunið yfir Frakka framhaldssaga, sem ég hygg þó að enginn hafi óskað eftir; það er sagan um hjónabandsmál forsetans, sem nú virðist lokið að sinni með skilnaði, hvert sem áframhaldið kann að verða. Þetta er í rauninni nýjung.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímamót

Upphaf kirkjuþings þjóðkirkjunnar varpar ágætu ljósi á tvenns konar tímamót í þróun hennar. Önnur lúta að stjórnskipulegri stöðu kirkjunnar. Hin varða aðlögun gagnvart almennum viðhorfum í nútímanum um stöðu samkynhneigðra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í eilífðinni

Líklega er það flughræðslan sem fær mig til að hugsa um guð og dauðann á ferðalögum. Eftir flugtak gríp ég iðulega Moggann, fletti upp í minningargreinum og velti fyrir mér hvernig slík grein yrði væri hún skrifuð um andlát mitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Áfengið og aðgengið

Voru Evróvisjónkosningar í laugardagsþætti Sjónvarpsins um daginn skilaboð úr þjóðardjúpinu vegna frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar um afnám á einkasölu á áfengi? Það er aldrei að vita. Þetta er djúp þjóð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinn „þögli“ meirihluti

Íslenska þjóðin skiptist í tvennt; minnihluta og þöglan meirihluta. Í þögla meirihlutanum sem rúmlega 60 prósent þjóðarinnar tilheyra eru kommúnistar, laumukommúnistar, kratadindlar, græningjar, eyðingaröfl, hommar, mussukerlingar, femmur og trukkalessur – auk framsóknarhyskis sem skiptist í jarðálfa í framsóknarfjósum og samviskulausa mafíósa sem lifa eins og rottur í holræsakerfi sérhagsmuna.

Bakþankar
Fréttamynd

Stjórnarkonur

Í Fréttablaðinu í gær var frétt um kynjahlutföll í stjórnum og ráðum á vegum Alþýðusambands Íslands. Þar kom fram að samkvæmt nýrri samantekt ASÍ væru karlar rúm 73 prósent stjórnarmanna í lífeyrissjóðum en konur tæp 27 prósent. Af sextíu stjórnarmönnum lífeyrissjóða væru níu konur fulltrúar stéttarfélaga og sjö konur tilnefndar af Samtökum atvinnulífsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Billjónsdagbók 21.10

OMXI15 var 8.468,06, þegar ég gáði í morgun hvort ég hefði misst kaupréttarsamninginn undir hjónarúmið, og Dow Jones var 13.984,80 þegar ég fann allt í einu lengst undir rúminu minnisblaðið sem gamli borgarstjórinn hafði gleymt til 20 ára eftir fundinn með okkur Jóa. Ég fékk líka hóstakast því að gólfið undir rúminu var þakið í óhroða og skúmi eins og þar hefði allt verið á fullu í einkavæðingu.

Bakþankar
Fréttamynd

Eigðu góðan dag!

Kona sem ég þekki ekki nógu mikið til að hún geti fjölyrt um lyndiseinkunn mína gerði það samt um daginn. Að hennar sögn er mér tamt að benda á það sem bjátar á en leggja aldrei til neinar lausnir. Ljótt ef satt er en hún minntist aftur á móti ekki einu orði á hvað ég ætti að gera í þessu. En í samfélagi sem þarfnast úrbóta er hugarfar sem þetta vissulega löstur. Ég hef því einsett mér að hætta alfarið að einblína á vandamál en hugsa og tala í lausnum. Heildarlausnum ef vel vill til.

Bakþankar
Fréttamynd

Óblíður veruleiki ungs fólks

Ljóst er að aðgerða er þörf. Úrbætur í húsnæðismálum eru í raun forsenda þess að Ísland geti talist velferðarríki. Sá veruleiki sem blasir við ungu fólki sem ekki á sér bakhjarl er ekki bjartur. Því reynist erfitt að koma sér upp eigin húsnæði vegna skorts á eigin fé en um leið á það litla möguleika á að koma sér upp sjóði meðan það er á leigumarkaði vegna þess hversu há húsaleiga er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Láglaunabasl í skólum

Fyrir nokkrum árum birti bandaríska vikuritið NewsWeek frásögn af tveim unglingsstelpum í Grindavík. Þær ætluðu að ganga menntaveginn og koma sér burt úr plássinu og báru því við, að þar væri ekki nógu mikið við að vera, allra sízt strákarnir, því að þeir gætu ekki fest hugann við neitt nema fisk.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alvöru útrás

Frá því fyrsta nútímahljómsveit Íslands, Hljómar, kom fram hafa metnaðarfullar hljómsveitir átt í ástar/haturssambandi við klakann. Hér er fæðingardeildin og heimavöllurinn, en Ísland er örmarkaður sem hljómsveitir klára á fyrsta æviskeiði sínu. Ekkert kálar góðri hljómsveit eins hratt og örugglega og að hanga hér í fámenninu spilandi endalaust fyrir sama fólkið. Því hafa popparar verið með meikið á bakvið eyrað frá fyrstu tíð.

Bakþankar
Fréttamynd

Náttúrulegt uppeldi

Auðveldasta leiðin til að fylla fólk vanmetakennd og óöryggi er í tengslum við uppeldi barnanna. Að minnsta kosti fyrsta barnsins því kæruleysi foreldra hefur tilhneigingu til að aukast í réttu hlutfalli við vaxandi ómegð. Fyrr á tímum þurftu mæður og feður einkum að ákveða hvort þau ættu að berja börnin mikið eða lítið, en nú gefast alls kyns tilefni til valkvíða um uppeldisaðferðir.

Bakþankar
Fréttamynd

Á vegasalti

Sagt er að stjórnmál séu list hins mögulega. Hin hliðin á sama fyrirbrigði er sú að stjórnmál felist í því að haga seglum eftir vindi. Stóra spurningin er svo sú eftir hvaða lögmálum hugsjónir víkja fyrir öðrum hagsmunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Villi kvaddur

Íslensk pólitík er ekki fyrir viðkvæma. Þar geta aftökurnar verið með alla vega hætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjúkir í sinni

Enskukunnátta Íslendinga kemur fyrst og fremst úr afþreyingarmenningu. Eftir að hafa fermst, kyngt oblátu og messuvíni, tók ég utan af gjöfunum sem ég fékk í tilefni dagsins.

Bakþankar
Fréttamynd

Ljósberar okkar tíma

Stundum fara stórmerkilegar alheimsfréttir fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Tiltölulega fáir vita af eftirtöldum merkis­atburðum: "Snoop Dogg sinnir samfélagsstörfum í almennings­garði", "Upplýst um leyndarmál Erics Clapton í nýrri ævisögu" og "Mel C á sérfæði til að stækka á sér brjóstin". Meira að segja vandaðar frásagnir eins og "Mary krónprinsessu líður eins og ein­stæðri móður" eða "Britney fær aukinn umgengnisrétt" lenda utan­veltu í umræðunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Tafl þeirra hluta

En við sitjum uppi með þá. Og við þurfum að læra á þá – nota löngun þeirra til að skapa eitthvað með auði sínum og þrá þeirra eftir að fá að tilheyra á ný samfélagi okkar. Helsta hlutverk stjórnmálamannanna á okkar dögum er að læra á þessa auðmenn, læra að nota þá – læra að vinna með þeim að því að beina afli peninganna í farsælan farveg; tefla taflið til að efla aflið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fellur NATO á prófinu?

Atlantshafsbandalagið, langöflugasta hernaðar- og öryggisbandalag heims, glímir þessa dagana við prófraun sem æ fleira bendir til að það eigi í miklum erfiðleikum með að standast. Það er verkefni þess í Afganistan.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frelsisskjöldurinn

Aukin umfjöllun um útrás íslenskra fyrirtækja til Kína er ekki séríslenskt fyrirbæri. Í mörgum erlendum viðskiptablöðum má greina mikla fjölgun blaðagreina um Kína. Þær greinar eru ekki um hið kommúníska stjórnarfar og mannréttindabrot stjórnvalda. Sjónir manna beinast nú að mýmörgum viðskiptatækifærum, risasamningum og uppbyggingu þar í landi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flokksræfilsháttur

Flokksræfilsháttur íslenskra stjórnmálamanna hefur nú endanlega gengið af stjórnmála­áhuga mínum dauðum. Ekkert er metið hlutlægt, engrar samkvæmni gætir, allt er skilið samkvæmt hagsmunum flokksins.

Bakþankar
Fréttamynd

Áhrifin

Pólitísk áhrif byltingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur eru margvísleg. Í fyrsta lagi: Sexmenningarnir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sitja eftir með þá ímynd að hafa fórnað meirihlutanum fyrir tæknilegan ágreining við borgarstjóra og formann borgarráðs um það hvort selja eigi hlutabréf einu og hálfu ári fyrr eða síðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

„…deyr líka kvenveski lúið“

Þetta gerðist allt svo hratt. Skyndilega fannst fólki sjálfsagt að segja: „Ég er góð/ur" í staðinn fyrir „sama og þegið" eða „nei, takk". Mánaðarheiti voru skrifuð með stórum staf og engin ástæða þótti lengur til að þýða nöfn kvikmynda eða sjónvarpsþátta. Dansverk hétu nær undantekningarlaust enskum nöfnum. Engar mótbárur heyrðust.

Bakþankar
Fréttamynd

Að komast á kortið

Ég er ekkert hrifinn af þessari friðarsúlu en þetta er frábær landkynning, sagði félagi minn við mig um daginn þegar við fylgdumst með umstanginu í kringum Yoko Ono og súluna í Viðey. Ég heyrði að margir tóku í sama streng. Fæstir ræddu um listrænt gildi verksins en allir voru ósköp ánægðir með að kastljós fjölmiðlanna skyldi beinast að Íslandi eina kvöldstund.

Bakþankar
Fréttamynd

Allur pakkinn

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur flutt tillögu til þingsályktunar um athugun á því sem kallað er markaðsvæðing samfélagsþjónustu. Þetta er allsendis óvitlaus hugmynd ef réttilega er að slíkri rannsókn staðið og til verksins fengnir sjálfstæðir fræðimenn eða rannsóknarstofnanir.

Fastir pennar