Ljósberar okkar tíma Þráinn Bertelsson skrifar 15. október 2007 05:30 Stundum fara stórmerkilegar alheimsfréttir fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Tiltölulega fáir vita af eftirtöldum merkisatburðum: "Snoop Dogg sinnir samfélagsstörfum í almenningsgarði", "Upplýst um leyndarmál Erics Clapton í nýrri ævisögu" og "Mel C á sérfæði til að stækka á sér brjóstin". Meira að segja vandaðar frásagnir eins og "Mary krónprinsessu líður eins og einstæðri móður" eða "Britney fær aukinn umgengnisrétt" lenda utanveltu í umræðunni. Af þessum merku tíðindum missum við þegar kastljós fjölmiðla hættir að beinast út í fjarlægan heim auðs og frægðar og tekur að lýsa niður fyrir lappirnar á okkur sjálfum. Satt að segja er svo vandratað í veröldinni að okkur veitir ekkert af því að fjölmiðlar beini verulegum hluta af því ljósmagni sem frá þeim stafar á þann þrönga stíg sem við fetum á hægfara leið okkar til framfara, friðar og hamingju. Í heila viku hafa brjóstin á Mel C, nærbrækur Britneyjar og kvensemi Svens Erikssonar knattspyrnuþjálfara legið í þagnargildi. Á meðan hafa fjölmiðlar keppst við að færa okkur fréttir af því þegar opinbert fyrirtæki eins og Orkuveitan opinberaði trúlofun með einkafjármagninu. Borgarfulltrúarnir okkar birtust okkur í nærmynd í kastljósinu og þá var ekki til umfjöllunar hvort þeir gengju í nærhaldi, heldur hvaða afstöðu þeir hefðu til þess sem við höfum trúað þeim fyrir. Í heila viku hafa fjölmiðlarnir hver í kapp við annan upplýst okkur um orð og athafnir fólks sem við höfum falið trúnaðarstörf í okkar þjónustu. Í þessari miklu birtu varð öllum ljóst hversu mikilvægt það er að við séum vel upplýst um athafnir stjórnmálamanna. Ef stjórnmálamenn vita að verk þeirra þurfa bæði að þola dagsljós og kastljós fjölmiðla er það þeim ómetanleg hvatning til að feta ljóssins vegi og forðast myrkur og freistingar. Það er skemmtilegt þegar kastljós fjölmiðlanna lýsir upp umhverfi okkar og varpar birtu á þann þrönga stíg sem við þurfum að vanda okkur við að feta. Fréttamenn eru ljósberar okkar tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun
Stundum fara stórmerkilegar alheimsfréttir fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Tiltölulega fáir vita af eftirtöldum merkisatburðum: "Snoop Dogg sinnir samfélagsstörfum í almenningsgarði", "Upplýst um leyndarmál Erics Clapton í nýrri ævisögu" og "Mel C á sérfæði til að stækka á sér brjóstin". Meira að segja vandaðar frásagnir eins og "Mary krónprinsessu líður eins og einstæðri móður" eða "Britney fær aukinn umgengnisrétt" lenda utanveltu í umræðunni. Af þessum merku tíðindum missum við þegar kastljós fjölmiðla hættir að beinast út í fjarlægan heim auðs og frægðar og tekur að lýsa niður fyrir lappirnar á okkur sjálfum. Satt að segja er svo vandratað í veröldinni að okkur veitir ekkert af því að fjölmiðlar beini verulegum hluta af því ljósmagni sem frá þeim stafar á þann þrönga stíg sem við fetum á hægfara leið okkar til framfara, friðar og hamingju. Í heila viku hafa brjóstin á Mel C, nærbrækur Britneyjar og kvensemi Svens Erikssonar knattspyrnuþjálfara legið í þagnargildi. Á meðan hafa fjölmiðlar keppst við að færa okkur fréttir af því þegar opinbert fyrirtæki eins og Orkuveitan opinberaði trúlofun með einkafjármagninu. Borgarfulltrúarnir okkar birtust okkur í nærmynd í kastljósinu og þá var ekki til umfjöllunar hvort þeir gengju í nærhaldi, heldur hvaða afstöðu þeir hefðu til þess sem við höfum trúað þeim fyrir. Í heila viku hafa fjölmiðlarnir hver í kapp við annan upplýst okkur um orð og athafnir fólks sem við höfum falið trúnaðarstörf í okkar þjónustu. Í þessari miklu birtu varð öllum ljóst hversu mikilvægt það er að við séum vel upplýst um athafnir stjórnmálamanna. Ef stjórnmálamenn vita að verk þeirra þurfa bæði að þola dagsljós og kastljós fjölmiðla er það þeim ómetanleg hvatning til að feta ljóssins vegi og forðast myrkur og freistingar. Það er skemmtilegt þegar kastljós fjölmiðlanna lýsir upp umhverfi okkar og varpar birtu á þann þrönga stíg sem við þurfum að vanda okkur við að feta. Fréttamenn eru ljósberar okkar tíma.