Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Brotið á börnum

Viðhorf til réttinda barna hafa góðu heilli tekið stakkaskiptum undanfarna áratugi. Litið er svo á að almenn mannréttindi eigi líka við um börn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gabbhreyfingin

Í stjórnmálum er vinsælt að styðjast við líkingamál úr íþróttum; snúa vörn í sókn, sjá sóknarfæri, ná góðum endaspretti, búa sig undir langhlaup og þar fram eftir götunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvaða nauður?

Þegar ekki er nauðsynlegt að breyta, er nauðsynlegt að breyta ekki, sagði breskur íhaldsmaður fyrir nokkrum öldum. Umræðurnar um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sæta furðu. Hvaða nauður knýr okkur þangað inn?

Fastir pennar
Fréttamynd

Möguleg opnun

Framtíðarstefna í peningamálum er snúnasta viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Valið stendur um íslenska krónu eða evru. Að því leyti er málið einfalt. En það er ekki allt. Um það er ágreiningur milli stjórnarflokkanna. Við hann bætast ólík viðhorf innan þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjarlægðin frá Brussel

Bjartar vonir vöknuðu, þegar Sovétríkin hrundu 1991 og fimmtán sjálfstæð ríki risu á rústum þeirra. Vonir stóðu til, að nýju ríkin, skaðbrennd af langri reynslu sinni af kommúnisma og einræði, myndu neyta nýfengins sjálfstæðis til að taka upp lýðræði og heilbrigðan markaðsbúskap.

Fastir pennar
Fréttamynd

Baklöndin

Þrengingar í þjóðarbúskapnum valda ríkisstjórnum jafnan hagfræðilegum hausverk. Viðbrögð við honum eða skortur á þeim geta í framhaldinu haft í för með sér ýmiss konar pólitískar aukaverkanir. Þetta er gömul saga sem oft hefur endurtekið sig. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki með öllu farið varhluta af henni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að leyfa það sem er bannað

Í fyrri viku gekk athyglisverður dómur á Norðurlandi þar sem maður var sýknaður af að hafa refsað börnum fyrir óskilgreinda óþekkt með flenginum á beran rassinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Blaðamaðurinn

Fyrir skömmu var kvikmyndagerðarmaður einn að gramsa í gömlum blöðum í búð fornbókasala í bænum Charleville í Ardennafjöllum nyrst í Frakklandi, skammt frá landamærum Belgíu, og dró þá fram slitið eintak af dagblaði sem var dagsett 25. nóvember 1870.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að skrifa söguna sjálfur

Skiptar skoðanir eru á því hvort rétt sé hjá Matthíasi Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, að opna aðgang að dagbókum sínum á netsíðu sinni matthias.is.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bubbi, ég elska þig!

Eins og ástin krýnir þig eins mun hún krossfesta þig,“ sagði líbanska skáldið Kahil Gibran og hefði alveg eins getað verið að tala um íslensku þjóðarsálina sem mér finnst oft undir sömu sök seld og ástin sjálf.

Bakþankar
Fréttamynd

Persónur og leikendur

Í síðustu viku var óvænt endursýning á leikriti sem tekið var öðru sinni af fjölunum í janúar í ár. Persónur og leikendur þyrptust inn á sviðið og fóru áreynslulaust, með textann sinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óaldarflokkar og pólitískir ribbaldar

Íslenskir stjórnmálaflokkar sem ugglaust komu í heiminn syndlausir eins og hverjir aðrir hvítvoðungar sýna nú um stundir skuggalega tilhneigingu til að hegða sér eins og hópar misyndismanna, óaldarflokkar, jafnvel mafíur svo að maður nefni þekktasta félagsform frjálshyggjutímans - sem eins og kalda stríðið ætlar að endast lengur á Íslandi en í löndum sem þróast með eðlilegum hætti.

Bakþankar
Fréttamynd

Það var platað mig

Stundum þegar ég hitti gamla vini sem búa enn í Reykjavík og þeir spyrja mig hvort það sé ekki alltaf rok þarna úti á Álftanesi þá svara ég: „Það er ekki eins og þú búir í einhverju Flórída“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óréttlæti heimsins

Í seinni tíð hef ég tekið eftir því að samúð mín með fólki sem vorkennir sjálfu sér og finnst heimurinn leika það ósköp grátt hefur minnkað jafnt og þétt.

Bakþankar
Fréttamynd

Refsivöndur Moskvuvaldsins

Fyrir þá sem muna eftir fréttamyndum frá téténska höfuðstaðnum Grosní var það kunnugleg sjón sem blasti við á þeim myndum sem bárust á síðustu dögum frá georgísku borginni Gori: Algjör eyðilegging. Þegar rússneski herinn ræðst til atlögu í Kákasus þá eirir hann engu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Börn náttúrunnar

Maðurinn minn hefur eignast vinkonu. Hún er áttfætt, lítil og loðin, var einu sinni mjó en er nú feit.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað svo?

Sjálfstæðismenn tóku mikla áhættu er þeir mynduðu meirihluta með Ólafi F. Magnússyni, enda naut hann frá upphafi lítilla vinsælda og sífellt minni eftir því sem á leið. Frá fór tiltölulega vinsæll meirihluti Tjarnarkvartettsins undir glæsilegri forystu Dags B. Eggertssonar sem borgar­stjóra. Sá meirihluti varð aftur til við hinar undarlegustu kringumstæður og vitaskuld reyndi aldrei mikið á hann, þennan stutta valdatíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brunastigastjórnmál

Þá er lokið enn einu umsátrinu um Ráðhús Reykjavíkur. Setulið vopnað myndavélum og hljóðnemum situr enn og aftur um hvern útgang og inngang og hleypur upp um leið og lyfta opnast— „Er meirihlutinn sprunginn?!"—lyfta lokast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Silfur Egils

Ólíkt því sem margir halda er íslenska útrásin ekki ný af nálinni. Löngu fyrir daga Björgólfs- og Bónusfeðga höfðu kappar eins og Egill Skallagrímsson lagt sitt af mörkum til útrásarinnar og komið heim með fulla vasa fjár. Góss á borð við Hamleys og Magasin du Nord hreinlega blikna í samanburði við silfursjóðinn sem Egill fékk frá Englandskonungi og enginn veit hvar er falinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Glundroðakenning gengur aftur

Fyrir réttri viku var því spáð á þessum stað að fjórði meirihlutinn yrði myndaður í borgarstjórn fyrir lok kjörtímabilsins. Að spádómurinn skyldi ganga svo hratt eftir kemur hins vegar nokkuð á óvart.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vörn fyrir Venesúelu

Fallbeygingar landaheita eru svolítið á reiki, þar eð ekki er alltaf ljóst, hvers kyns löndin skuli teljast. Karlkyn er sárasjaldgæft, en kvenkyn og hvorugkyn takast á um sum heiti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólympíuandi

Ólympíuleikar í núverandi mynd eru ekki bara stefnulausir og tilgangslausir, heldur einnig þrautleiðinlegir áhorfs. Ef við teljum saman greinar þar sem fólk er annaðhvort að synda eða skokka eftir fyrirfram ákveðnum brautum erum við fljót að fara yfir 60.

Bakþankar
Fréttamynd

Öngstræti Sjálfstæðisflokks

Það leit ekki vel út fyrir Sjálfstæðisflokkinn í gær þegar Óskar Bergsson margítrekaði að hann væri ekki virkur þátttakandi í þessum nýja farsa í borgarstjórn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Háskalegur skortur á forystu

Undanfarna mánuði hefur Geir Haarde forsætis­ráðherra mátt sitja undir því af sívaxandi þunga að búa ekki yfir nægum leiðtogahæfileikum. Hafa þær raddir komið úr öllum hornum, líka innan úr hans eigin flokki.

Fastir pennar
Fréttamynd

„Þú ert dópið mitt“

Þegar þessar línur eru ritaðar er sennilega fullsnemmt að spá um það hver verði talinn helsti menningarviðburður sumarsins í Frakklandi, en eitt hefur þó séð dagsins ljós sem reynist vafalaust skæður keppandi um þennan eftirsóknarverða titil, og það er nýr geisladiskur hinnar vinsælu vísnasöngkonu Cörlu Bruni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dýrafóður fyrir börnin

Ekki alls fyrir löngu var hversdagsleg eldamennska innan heimilis einkum talin á verksviði húsmæðra í fullu starfi. Sá sem fékk greitt fyrir matargerð með öðru en lífsfyllingu hét matreiðslumaður ef það var karl. Kona gat til dæmis kallast matráðskona eða jafnvel eldabuska.

Bakþankar
Fréttamynd

Óráð er að berja af sér bjargvættinn

Víða þrengir að í íslensku efnahagslífi um þessar mundir og fyrirtæki jafnt og heimili bregðast við með aukinni ráðdeild og margvíslegri hagræðingu. Markaðurinn kemur nú út í nokkuð breyttri mynd frá því sem verið hefur síðustu misseri, bleiki pappírinn horfinn og efnisþættir endurskipulagðir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jónas og Einar

Jónas Haralz og Einar Benediktsson hafa í Morgunblaðsgrein ítrekað brýningu sína um mikilvægi þess að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Röksemdir þeirra byggja jafnt á efnahagslegum forsendum sem pólitískum.

Fastir pennar